Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 40
86 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hefir heyrt eða séð, en eg segi þér það satt °g legg þar við drengskap minn, sem her- foringi og ærlegur maður, að þti ferð hér vilt vegar. Að vísu geðjast mér allvel að Miss Sel- dom, liún er gáftið og hefir víða farið og er því fróð, en hún hefir þó ekkert vald yfir mér og eg hefi ekki snert af ástarþrá til hennar. Rú ert sú einásta sem eg elska og mun elska. Rví geturðu ekki trúað mér,« bætti hann við og rétti henni biðjandi báðar hendurnar. »Ó, það er svo létt að vitna í drengskap sinn og hermanns æru. En eg*get þó ekki sagt það lýgi er eg hlusta á sjálf. Eg hefi aftur og aftur reynt að rífa þessa voðalegu hræðslu og tortryggni út úr huga mínum, en þótt mér hafi auðnast það í svip hefi eg óðara aftur borist út í iðukast efasemdanna, þar til nú að eg hef fengið fulla vissu. Fyrst þetta, að þú svo dögum skiftir engan tíma hafðir til þess að koma heim til þess að sjá barnið þitt og konubjálfann, en jafnskjótt og þú heyrir að hún sé hér, þá getur þú komið. Og svo þetta sem eg heyrði------------« Meira gat hún ekki sagt, því þá setti að henni grát að nýju. Majórinn horfði ráðviltur í kringum sig Hvað gat hann sagt eða hvað gat hann gert til þess að vinna bug á þessari hræðilegu tor- tryggni konu sinnar. Hann vissi engin ráð. En í því hann ætlaði að fara að gera hýja til- raun til þess að sannfæra hana um villu henn- ar kom stofustúlkan inn með boð til Olivettu frá mágkonu hennar um að hún bæði hana að koma ofan og drekka te með vinkonum sínum sem komnar væru. Olivetta þakkaði og kvaðst skyldi koma þegar í stað. Svo fór hún að baða andlitið og reyna að fjarlægja merki þess, að hún hefði grátið og fór svo niður án þess að sinna nokk- uð orðum og afsökunum manns síns. Pegar hún var farin, fór majórinn hryggur í huga inn á herbergi sitt. Pó huggaði hann sig við það, að innan skamms mundi hún fá þær fréttir, sem sannfærðu hana um, að tor- tryggni hennar væri ástæðulaus og þá mundi hún trúa sér. Raunir Olivettu voru enn ekki á enda þenn- an dag, því þegar hún kom ofan í salinn og hafði heilsað tveim gestkomandi konum, sem þar voru fyrir og setið um stund við tedrykkju kom vinnukona maddömu Chamerton inn og sagði að Miss Seldom væri fyrir tíu mínútum síðan farin út með hund sinn, og hafði hún sagt stúlkunni, að hún hefði erindi þar út í nágrennið. Olivetta þóttist þegar vita hvar fiskur lægi undir steini, hún mundi ætla sér að hitta maj- órinn utan heimilis þeirra, og um þetta þóttist hún fá fulla vissu, þegar hún klukkustundu síð- ar kom upp í herbergi hans og sá að þar var enginn. Alt voru þetta óheilindi og svik við hana; hún hafði þó verið rétt að því komin að trúa honum og hafði ætlað að tala við hann um þetta, hefði hann beðið eftir henni, en nú var hann og þessi viðsjála stúlka farin eitthvað út. Hún stóð örvingiuð og hugstola í dyrunum á herbergi sínu, þegar hún heyrði hratt en undarlega ójafnt fótatak úti fyrir og þegar á eftir var hurðinni inn að ganginum hrundið upp. Sér til mestu undrunar sá hún mann sinn koma inn og drasla Neró með sér, sem spyrntist við og braust um eins og hann gat. En majórinn hafði náð ágætu taki í hnakkan- um á honum aftan við höfuðið, svo seppi gat eigi neytt tannanna og engu bolmagni komið við. • Fljótt, Ólivetta, komdu hingað og leystu upp bindið hérna á hálsi rakkans. — Hann getur ekkert gert þér, eg held honum föstum. Þessi þræll beit mig fyrst til skemda í hand- légginn.« Með titrandi höndum ieysti Olivetta um stóra rauða bindið á hálsi rakkans og fann þar innan í samanbrotinn pappírs miða. Gott, góða mín, láttu bara endana lafa, svo hún haldi að miðinn hafi komist til skila.« Síð- an snaraði hann rakkanum út fyrir dyrnar og slepti honum, en hann hljóp skrækjandi ofan í garðinn. »En hvað þýðir alt þetta — —• « byrjaði Olivetta og horfði forvitnisaugum á mann sinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.