Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 11
TENGDADÓTTIRIN. 57 Barónsekkjan brosti og var mjög hýr í bragði, og bar nú andlit hennar engar nienjar þess, að hún hefði fyrir skömmu verið hrygg og reið. Gúnther hugsaði með sjálfum sér: »F*ótt hún sé vanstilt í geði og reiðist af smá- munum, þá hefur hún að minsta kosti skaps- muni til þess að láta ekki á því bera.« ákömmu síðar voru vistir innbornar, egg og kalt kjöt svo og te. Húsfreyjan drap sjálf smjörinu ofan á tvíbökurnar og á meðan spurði hún greifann um ferðina. Þegar kenslukonan var farin út með börnin sagði hún: »Þú verður einhverntíma að lofa mér að sjá nýju byggingarnar yðar í Saltflóan- um, og eftir á verðið þér að sigla með mig í bátnum yðar út á sjóinn. Eg held« bætti hún við brosandi, »að það sé sú eina skemtun, sem við eigum eftir.« »Rað dettur mér ekki í hug að reyna,« sagði hann og hristi höfuðið hlæjandi. »þér eruð of sjóhræddar. Munið þér ekki eftir þegar við vorum að veiða endurnar á Tjaldvatninu, það eru víst tvö ár síðan, og bátnum hvolfdi, en við stóðum upp úr vatninu, þótt djúpt væri því það náði okkur alveg í höku. Þá varstu svo hrædd og hljóðaðir svo hátt og ógurlega, að hundarnir sem voru á bakkanum, stungu skottinu inn á millli afturfótanna og lögðu á flótta.* »Pá hefði eg að öllum líkindum drukknað sagði hún brosandi, »ef þú hefðir ekki borg- ið mér og dregið mig á land.« »Og það var sannarlega ekki með yðar vilja gert, að koma yður í land, því þér höfð- uð troðið yður svo fast ofan í leðjuna, að það var með mestu erfiðismunum, að mér tókst að losa yður úr henni. En eg mun minnast þess meðan eg Iifi, hve fögur þér voruð, þegar þér komuð í land. Alveg eins og Díana, þegar hún stígur upp úr baðinu.« »Nú sögðuð þér ljótt, herra greifi. «• »Eg skal reyna að sjá að mér og aldrei segja það framar, kæra vinkona. Má eg reykja hérna inni?« bætti hann við og tók einn vindil af þeim, er hún hafði lagt fram handa honum. »Polið þér tóbaksreyk?« »Hversvegna spyrjið þér mig nú, hvort eg þoli tóbaksreyk, og þó hafið þér oftsinnis reykt svo mikið hér inni, að eg hef tæplega séð handa minna skil.« »Það er alveg satt,« sagði hann og kveikti í vindlinum. »Konan mín fær ávalt ilt í augun, þegar eg reyki inni hjá henni.« Rau sátu bæði þegjandi nokkra stund. Frú von Massow sat og saumaði, en Gúnther lá í hægindastólnum og og reykti. Loks rauf hann þögnina og mælti: »Þetta er ágæt mynd af manninum yðar sáluga,« sagði hahn og benti á mynd, sem hékk inni í salnum beint á móti dyrunum í herbergi því, er þau voru í. »En hún er ekki í góðum stað þarna, þér ættuð heldur að hengja hana upp hér inni.« Hún leit upp, hvesti á hann augun og sagði: »Rað geri eg aldrei. I þessu herbergi hef eg ekki myndir af öðrum mönnum en þeim,- sem mér þykir vænt um. Eg fékk alveg nóg af honum þessi tíu ár, sem við lifðum saman.« »Eg get nú hugsað, að það hafi ekki alt verið honum að kenna,« sagði Gúnther brosandi. Pér eruð betur fallin til að láta menn dást að yður, en lifa í ástríku hjónabandi.« »Ef til vill er eg það,« sagði hún, en það er mikið að krefjast þess af sextán ára gömlu barni, að hún skuli elska þann mann, sem gengur að eiga hana, alla sína æfi.« ^Rað er alveg rétt,« sagði Gúnther. »En eg er vissum, að þótt maðurinn yðar sálugi væri stundum erfiður í sambúðinni, þá þótti honum samt sem áður vænt um yður.« Hún fleygði frá sér saumunum sem hún hélt á og og spratt á fæturíbræði. Það grisj- aði gegnum kjólinn, sem hún var klædd, svo fegurð líkama hennar sást eins og i þokuí gegn- um hann. »Hvernig dettur yður í hug að segja þetta, sagði hún. »Rér, sem hafið verið sjónarvottur eymdar minnar í mörg ár. Ekkert böl er þyngra 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.