Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 31
f VANDA STADDUR. 77 mitt og komist upp í rúmið, sem var öllu heppilegri staður fyrir mig í Adamsskrúða en klæðaskápur. Hún gaf kaffinu meira en Iítið hornauga og gaut augunum ákaft á fötin mín. En fötin urðu ekki til að koma upp um mig Stúlkan hélt auðsjáanlega, að eg — sem venjulega gekk snyrtilega til fara — hefði keypt mér nýjan skrúða og haft hamaskifti eins og slöngurnar. Á hinn bóginn var hún ekki vön því að sjá þvílíkan frágang í herberginu og var því ekki að undra, þó henni þætti það grunsamt að sjá fötin mín liggja á gólfinu. Ált í einu datt mér nokkuð í hug, sem olli því, að mér fanst blóðið ætla að storkna í æðum mínum. Ef hún skyldi nú hengja fötin inn í skáp- inn — hvað átti eg þá til bragðs að taka? Eg opnaði munnin, í því skyni að arga sem eg gæti, ef stúlkan kæmi að skápnum. En til allrar hamingju þurfti eg ekki á því að halda, að ofreyna þannig raddböndin. Hún sparkaði bara duglega með fætinum í fötin mín ásamt sunnudagatréyjunni, svo þau flugu út í horn á herberginu og húktu þar öll í óreiðu ofan á hrákadallinum. En þegar eg sá, að stúlkan fór að snuðra ofan í skúffurnar mínar, vissi eg, að hún mundi ekki gera mér ónæði fyrst um sinn. Og það varð heldur ekki. Pað var svo að sjá sem hún fyndi ýmis- legt, er henni þætti matur í. Á meðal annars var þar stór hrúga af gömlum ástarbréfum, sem henni þótti ekki al- veg ónýtt' að grúska í. Skyldi hún hafa allar þær ástartilfinningar til að bera, sem látnar voru i ljósi í bréf- unum ? Hvað ætli verði um mig á endanum. ? Mér fór ekki að verða um sel og fór að bölfa þeim illa anda, sem htfði komið mér til að fara inn í skápinn og hét því að fara aldrei úr leppunum aftur, ef mér auðnaðist nokkurntíma að komast í þá, Rorsk á þurru landi gat ekki liðið ver en mér, þessa stundina. Pað var margt sem, flaug í huga minn. Ætli eg ætti að arga upp yfir mig og koma róti á stelpuna? Eg tók munninn aftur opinn. — Einn, tveir, þrír. — — — — — Alt í einu opnuðust dyrnar og ekkjufrúin rak höfuðið inn úr gættinni. Stúlkan senti frá sér bréfunum og lést vera í óðaönn að ýta inn skúffunum. frúin hefur auðvitað álitið að eg hafi skilið þannig við þær. »Nú, hann er þá farinn,* sagði ekkjufrúin og kom öll inn í herbergið. »Já, og líttu á, hann hefur ekki snert kaff- ið,« sagði þessi dæmalausa stelpa. »Og svona hefir hann lagt frá sér Ieppana í gærkveldi.c Hún benti á fatakássuna í horninu. »Guð komi til!« og frúin neri saman hönd- unum af skelfingu. »Svo hann hefur þá verið úti rétt einu sinni enn að fá sér hressingu.« »það er voðalegt! Hvað ætli þessir og aðrir eins menn hugsi? Ó! María, hanri verð- ur að reglulegum garm á endanum. Guð hjálpi veslings aumingja stúlkunni, sem fær hann fyr- ir mann.« Stúlkubjálfinn dróg svo djúp andvörp, að hjarta hennar ætlaði að springa og horfði upp í loptið, svo eg sá ekki nema það hvíta í augunum á henni. Frúin andvarpaði Iíka. Eg klökknaði við að hugsa um indælu kon- una mína tilvonandi, sem eg hlyti að gera ógæfusama. Samviska illræðismannsins vaknar jafnvel að lokum. Höfug tár runnu niður kinnsrnar á mér. Eg fór þá að þurka saltvatnið framan úr mér með skyrtunni en slefti um leið óvart af hurðinni, sem eg varð að ríghalda í með nöglunum. Pegar eg sá að hurðin hreifðist, varð eg fyrst þess var, að eg var að verða mér til minkunar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.