Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 43
ÓÞARFUR ÓTTI.
89
°g sá þegar að rithöndin var sú sama og á
því er ritað var á bókina, það var þannig ljóst,
að hennar rétta nafn var Fráulein Búchner.
Hún fékk að vita um þessar áríðandi hermála-
ætlanir, sem eg lézt ætla að yfirfara hér úti, og
ætlaði sér leik á borði að ná þeim. Retta var
sú gildra sem hún gekk í. Eg skauzt inn í her-
bergi hennar þegar hún var úti í dag og var
svo heppinn að ná þar í skammbyssu hennar,
því svona drósir eru sjaldan vopnlausar, og
tók úr henni öll skothylkin. En á meðan hafði
hún náð í Bernstein og sagt honum hvernig
komið var og beðið hann að bíða út í skóg-
inúm eftir nánari upplýsingum, sem hann mundi
fá með hundinum. En menn mínir sátn um
hann og tóku hann til fanga, hundurinn vísaði
þeim á hann. Regar rakkinn var á heimleið sat
eg um hann til að ná af lionum orðsending
þeirri, er eg þóttist vita að hann hefði, og þá var
það er hann beit mig til skemda í handlegginn.
Stúlkan sjálf útvegaði mér kaffið og lét í það
sterkan skamt af svefnmeðali, svo eg skyldi
liggja í rotinu meðan hún væri að flýja. Hún
tók ekki eftir því, að eg helti því öllu niður.
Eg fór upp og lézt vera dauðsifjaður og lagð-
ist fyrir, eftir að hafa talað við konuna mína,
með hin mikilvægu skjöl í umslagi undir höfð-
inu, enda leið ekki á löngu að hún læddist inn
til mín og náði umslaginu, en eg lést steinsofa.
Svo var hundurinn sendur með miðann til
Bernsteins um að hún hefði skjölin, að hann
skyldi sækja þau þegar hún sýndi ljós þrisvar
sinnum í glugganum. Niður við fljótsbakkann
liggur mótorskip; með því ætluðu svo þessi
skötuhjú að fiýja í nótt og reyna að komast
til Spánar. Retta er nú öll sagan. Eg varð að
leika mitt hlutverk, eins og eg gerði, án þess
að trúa nokkrum fyrir því hvað eg væri að
hafast að af ótta fyrir því, að það gæti skaðað
áform mitt. En þessi leikur var ekki skemti-
legur fyrir konuna mína. Geturðu fyrirgefið
mér þetta háttalag Olívetta? sagði majórinn og
kysti á hönd konu sinnar.
Hið ánægulega bros hennar sýndi, að hún
gat það.
Rað leið ekki á löngu að dauðadómur var
kveðinn upp yfirbáðumþessum þýsku njósnurum
eins og ölium hernaðarnjósnurum á stríðstimum
og þau voru tekinn af með sex ritfilsskotum
hvert eins og venja hvað vera. (Endir.)
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN.
Rýlt hefur Sig. Kristófer Pétursson.
(Framh.)
III.
Hreinsunareldurinn,
Þeir menn sem halda á lofti heimskulegum
sögum um allskonar grýlur, sem eru ekki til,
í stað þess að láta stjórnast af heilbrigðri skyn-
semi, valda oft bæði sjálfum sér og öðrum al-
veg ónauðsynlegum ótta og kvíða og jafnvel
ástundum sárum andlegum þjáningum. Hin
tilhæfulausa guðlöstunarkenning um helvítisbálið
hefir til dæmis gert miklu meira ilt af sér en
talsmenn hennar fá rent grun í. Hinna illu af-
leiðinga hennar gætir engu síður hinumegin
en hérnamegin grafarinnar. Pað líður þó að
jafnaði ekki á löngu, áður en framliðinn mað-
ur, sem kvíðir því að lenda í helvíti, hittir ein-
hvern þann látinn mann að máli, sem getur
komið fyrir hann vitinu, frætt hann um það,
að hann þurfi ekkert að óttast; hann geti lifað
á þessu nýja tilverustigi alveg eins eðlilegu lífi
og hér í heimi.
Og smátt og smátt kemst hann svo að
þeirri niðurstöðu, að jafnvel þó margt sé í þess-
um heimi, sem hann er nú kominn í, nákvæm
eftirmynd af því, serri hann hefir þekt alla
æfi, þá er þó Iíka margt, sein kemur honum
mjög nýstárlega fyrir sjónir. Sérstaklega hlýtur
12