Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 21
KYNJALYFIÐ.
67
hans. Og þegar kristni riddarinn hafði mat-
ast um stund eftir að Saraceninn var hættur,
sagði sá síðarnefndi með augljósri vanþóknun:
»Hrausti riddari, er það sæmandi, að kappi
sá, sem berst eins og hetja í ófriði, eti eins
°g hundur eða hungraður úlfur ? Jafnve! van-
trúaðann Gyðing mundi hrylla við þessari
fæðu, er þú leggur þér til munns með eins
mikilli ánægju og það væru ávextir af Para-
dísar tré.«
»Hugrakki Saraceni,* svaraði Evrópu-
maðurinn og leit undrandi upp. »Vita mátt
þú, að kristnir menn lifa ekki undir hinum
þröngu Móseslögum, en höfum — himninum
sé lof — Frelsarans boðskap og orð fyrir því
hvað við megum gera,« og þrátt fyrir vand-
lætingasemi samferðamanns síns endaði hann
máltíðina með því að súpa vel á leðurflösku
sinni.
»Pað er ekki einasta, að þú etir eins og
dýrin, heldur óvirðir þú þig með því að drekka
vínblöndu, sem þau ekki einu sinni mundu vilja
líta við.«
»Það vil eg láta þig vita, sérvitri Saraceni,
að þú lítilsvirðir gjafir Guðs eins og for-
faðir þinn Ismael. Prúgnalögurinn er þeim gef-
Inn, sem neyta hans með skynsemi, svo að sál
mannsins geti glaðst eftir erfiði, áreynslu og
þrautir hernaðarins, og vínið heldur honum
við í veikindum hans og Iinar allar hans sorgir.
Sá sem neytir þess í hófi má þakka Guði fyrir
góðan vínbikar, eins og honum ber að þakka
honum fyrir sitt daglega brauð, og sá sem
ekki kann að fara með gjafir himinsins, er ekki
meiri glópur í ölæðinu, en þú í þínu bindind-
indisofstæki.«
Við þessi sjálfbyrgingslegu orð var sem
eldur brynni úr augum Arabans, og hönd hans
greip um rýtingsskaftið allra snöggvast, en þá
mun hann hafa munað eftir heljarafli föru-
nautar síns, sem hann svo greinilega hafði
fengið að kenna á. Hann lét sér því nægja
að halda þrætunni áfram í orði, en vék þó að
öðru máli, sem hsnn mun hafa vitað að mundi
draga til þrætu, og mælti:
»Pú gortar mjög af frelsinu hjá þínum
þjóðflokki, eins og þú vitir ekki, að þar hvíla
á ykkur þau bönd, sem við Múhameðsmenn
teljum mikla gæfu að vera lausir við. í ykkar
hjónabandi er hver bundinn við eina einustu
konu, hvort heldur hún er veik eða heilbrigð,
frjósöm eða óbirja, hvort heldur hún færir þér
huggun, aðstoð og gleði eða ófrið og Ieiðindi.
Petta kalla eg sannarleg þrælalög.«
»Pað vitna eg til hans, sem er mestur á
himnum, og hennar, sem eg elska mest allra
hér á jörðu, að þú ert steinblindur heiðingi.
Taktu dýran gimstein og mölvaðu hann í tutt-
ugu stykki, heldur þú að öll brotin séu jafn verð-
mæt og allur steinninn var?«
»Barnalega spurt,« svaraði Múhamedsmað-
urinn. »Auðvitað mundu brotinn úr slíkum
steini eigi kosta hundraðasta hluta þess, sem
allur steinninn heill mundi kosta.«
»Þá læt eg þig vita, að ást sú, sem krist-
inn riddari fær til fagurrar og trúlyndrar konu,
er eins og heill gimsteinn, en tilhneiging sú,
sem þú fleygir í hinar mörgu konur þínar og
ambáttir, er verðlaus eins og gimsteinabrot.*
»Pú ert svo hrifinn af járnfjötrunum, eins
og þeir væru úr skíru gullu. Athugaðu þenn-
ann innsiglishring á fingri mínum. Gimsteinn-
inn í miðju er maðurinn, sjálfstæður og frjáls,
með bjargfast traust á manngildi sínu, en smá-
steinarnir í kring um hann eru konurnar, sem
að nokkru Ieyti fá Ijóma sinn af honum,
sem hann úthlutar eins og honum líkar bezt.«
»Mikilsvirti samferðamaður,« sagði kross-
riddarinn, »það get eg fullvissað þig um, að
ef þú fengir tækifæri til að kynnast einhverri
þeirri yngismey, sem við krossriddarar virðum
og elskum næst eftir himinsins dýrð, þá mundir
þú upp frá því fá viðbjóð á þínum kviklyndu
ambáttum.«
»Eg verð að viðurkenna, að þeir Evrópu-
riddarar, sem eg hefi komizt í kynni við, hafa
gumað svo af atgjörfi, yndisleik og inannkost-
um konu sinnar eða heitmeyjar, að hjá mér
hefur vaknað löngun til að kynnast einhverri
9*