Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 8
54
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hún var reið og krefti ósjálfrátt hnefana
í bræði sinni. Mývargurinn flögraði í stórum
hópum í kríngum hana og olli það henni
óþæginda.
Regar hún kom til prestsetursins gekk hún
hægtuppgarðinn.Prestsetursgarðurinn íSchöneic-
hen var mjög vel hirtur og kunnu allir þar vel
við sig. Hann líktist mest garði í klaustri, því
öðru megin við hann stóð kirkjan en hinu-
meginn íbúðarhús prestsins og peningshúsin.
Kirkjuveggirnir voru úr steini, en meðfram
þeim var gróðursettur vafningsviður, sem al-
veg huldi þá.
Pegar Elísabet kom inn í anddyrið, hitti
hún þar gamla konu, sem virtist eiga mjög
annríkt.
»Guð hjálpi okkur, náðuga ungfrú, þér
hittið illa á, því hér er alt á tjá og tundri, eg
er að taka til í herbergjunum hans Willys, því
presturinn á von á bréfi frá honum á hverri
stundu og úr því kemur liann strax heim.
Elskulegi drengurinn minn, eg get tæplega
hugsað mér það, en eg hefi fóstrað hann frá
blautu barnsbeini og nú er hann yfirmaður á
stóru herskipi og þar að auki hefir hann verið
í stórri sjóorustu.«
Nú varð gamla konan að þurka tárin úr
augunum. Elísabet fór inn í herbergið, því
dyrnar voru opnar. Var þar stór bókahlaði á
gólfinu og kassi einn með fiðrildum í. En
ýmsar myndir lágu á víð og dreif um alt
gólfið.
»Er hann líkur þessari mynd?« spurði El-
ísabet og tók mynd, sem lá ofan á bókahlað-
anum og gerð var með rauðkrít. Var það tnynd
af laglegum unglingspilti. »Já, hann er alveg
eins,« sagði maddama Wessel og andlit henn-
ar varð alt að einu brosi. »En nú er hann
' orðin stór og mikill maður. Pað var leiðin-
legt, að þér skilduð ekki vera heima, náðuga
greifadóttir, þegar hann var heima að heim-
sækja föður sinn fyrir fjórum árum.«
»Er presturinn heima?« spurði Elísabet
»Hann ætlaði að lesa með mér enskuna í
dag.«
»Já, hann er inni í skrifstofunni. Skelfing
var það gott, að þér skilduð koma í dag, því
þegar þér eruð hér, er hann miklu glaðari en
ella.«
»Sýnist yður, maddama Wessel, að hann
hafa breyzt mikið nú upp á siðkastið?« spurði
Elísabet.
Gamla konan tók af sér glerugun og horfði
alvarlega á Elísabetu.
»Náðuga greifadóttir,« sagði hún. »Um
næstu páska eru 33 ár síðan eg kom hingað
sem ráðskona. Prestkonan var þá nýlega dáin
og Willy lá í vöggu. í 33 ár hefi eg gætt
þess, að á hverjum laugardegi, meðan hann
var að semja ræðuna sína, væri hér eins kyrt
og rólegt og í kirkjunni. í 33 ár hefir hann
ekki brúkað aðra flibba en þá, sem jeg
hefi þvegið. Og haldið þér svo þar sem eg
hafi umgengist hann svo lengi, að eg verði
ekki vör, ef presturinn hefir orðið fyrir einhverju
mótlæti. Og hann hefir sannarlega nóg hrygð-
ar og áhyggjuefni; fyrst kom stórtog þykt bréf
frá kirkjuráðinn og síðan eru skammir um hann
nálega í hverju blaði.«
»Hann hefur sannarlega mörg áhyggjefni,«
sagði Elísabet. »En nú ætla eg að fara inn
til hans, því hann bíður eftir mér.«
Hún gekk að skrifstofunni og barði að
dyrum. Presturinn var þar inni og er hann
heyrði barið, kallaði hann: »Kom inn« og
þegar Elisabet opnaði hurðina, kom hann
glaður og brosandi móti henni með pípuna
sína í hendinni.
»Við förum út í garðinn og setjum okkur
þar,« sagði hann, og tökum Shakespeare okkar
með okkur. Hvað vorum við að lesa síðast ?«
»Richard annan* svaraði Elísabet.
Pví næst fóru þau út í laufskálann og
studdust við lítið steinborð, er þar var. Elísa-
bet las fyrst hátt dálítinn kafla og því næst tók
presturinn bókina og gaf skýringar á því, er
þurfti. Prestinum þótti vænt um Shakespeare
og hafði gert sér mikið far um að skilja rit
hans til hlítar. Komst hann þá venjulega í
gott skap, er hann tók að lesa í Shakespeare