Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 35
ÓÞARFUR ÓTTI. 81 fegurð og fjölhæfa þekkingu á svo mörgum sviðum, var kona, sem var fær um að heilla Hinrik hettnar, sem sjálfur var svo gáfaður og kunni svo vel að meta andlegt atgjörfi, og sem henni fanst standa sér miklu framar, henni, sem einungis átti þann verðleik að élska manninn sinn yfirmáta heitt, svo heitt, að henni fanst hún mundi glöð offra lífinu fyrir hann eða hamingju hans, ef á þyrfti að halda. Evelyn Seldom var sögð frá Ameríku. Orð lék á því að hún værí vellauðug og fljúgandi gáfuð. Engum sem sá hana duldist heldur, að hún var fríð sýnum og skartkona mikil. Alt heldra fólk í Parísarborg sóttist því eftir vin- áttu hennar og kunningsskap, svo hún varð brátt þekt stjarna í samkvæmislífi þessarar miklu borgar. Rað var þar, sem þessi glæsilega kona hafði kynst majór Montagne og hinni fögru en hæglátu konu hans. Olivetta hafði þegar fengið óbeit á þessari glæsikonu, sem bar sjálfstraustið utan á sér og var svo örugg í allri framkomu, og með sárri sorg hafði hún tekið eftir því, að þessi drós dró Hinrik hennar að sér með fegurðar og sjálfs- öryggisafli. Hún gat eigi að þvi gert, að hún fór að bera sjálfa sig saman við þessa amerísku stúlku og komst að þeirri sorglegu niðurstöðu, að ef til styrjaldar drægi milli þeirra, hefði hún litlar líkur til að ganga sigri hrósandi af þeim hólmi. Að visu var það bót í máli, að jafnvel þólt það dyldist henni ekki, að ungfrú Seldoin hefði mikil áhrif á mann hennar, virtist ást hans til hennar eigi minka fyrir það. Hann var eftir sem áður jafnumhyggjusamur, nærgætinn og góður við hana. Blíðlæti hans og fagur- gali við hana hafði aldrei verið meiri. Henni lá því við að hata sjálfa sig fyrir að tortryggja hann, en hún réði eigi við tilfinningar sínar, og sannarlega var það hart, að þegar þau voru í samkvæmum, var þessi ameríska drós stöðugt við hlið hans, þótt hún tæki eftir því, að hanu við og við væri að senda sér ástúðlegt augna- tillit. Aumingja maddama Olivetta gladdist því ekki lítið af því, þegar maður hennar síðustu dagana i águstmánuði 1914 bað hana einn dag- inn, þegar hann kom heim af ráðherrastefnu, að taka farangur þeirra saman, af því þau yrðu að flytja til Bordeaux eftir nokkra klukkutíma. Petta gladdi hana enn meir, þegar hún heyrði að í ráði væri, að þau byggju þar hjá mág- konu hennar og æskuvinstúlku, systur Hinriks, sem gift var stórkaupmanni Chamberton, sem átti prýðilegt íbúðarhús í dalnutn norðan við bæinn. Hún var í mikilli vináttu við þau hjón og hafði stöku sinnum áður heimsótt þau með manni sínum. Regar það varð hljóðbært að ráðaneytið ætlaði að flytja til Bordeaux hafði Chamberton þegar boðið mági sínum að búa hjá sér, og sagt að nægilegt rúm væri í húsi sínu fyrir þau. Montagni-hjónin höfðu þegar feginssamlega tekið þessu boði. Rað var því, sem fargi væri létt af ungu frúnni við að komast burt úr París og úr ná- grenni við konu þá, sem hún óttaðist svo mikið. Hún var því glöð og létt í lund, þeg- ar hún ók með járnbrautinni til Bordeaux, og fyrstu dagana þar lék hún við hvern sinn fing- ur, enda mátti svo segja, að allir bæru hana á höndum sér, og á hverju kvöldi kom maður hennar út til hennar, þegar hann hafði lokið störfum sínum í ráðaneytinu, svo hún fór að verða sannfærðari og sannfærðari um, að hræðsla sín hefði verið ástæðulaus, ok engin önnur en hún ætti ást hans óskifta. En öryggisástand hennar var ekki langvarandi, og skugga efa- semda og sorga dró yfir áður en varði. Kvöld eitt kom mágur hennar heim og færði henni þær fréttir, að maður hennar hefði neyðzt til að gista inn í borginni, af því hann hefði svo mikið að starfa í herstjórnarráðinu. Hann yrði að vinna þar fram á nætur, svo helzt væri útlit fyrir, að hann gæti ekki komið heim næstu daga, því að hann mælti ekki eyða þessum tveim klukkustundum, sem færu í ferðina fram og aftur, frá því að sofa. Ró mundi hann reyna að fá sig lausan eitt kvöld í viku til þess að koma heim og dvelja hjá henni og drengnum þeirra, H

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.