Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 9
TENGDADÓTTIRIN. 55 en í dag var hann óvenju dapur í bragði og bráði lítt af honum við lesturinn »Alt er undir því komið* sagði hann, »að vera í samræmi við sjálfan sig og vera í sam- ræmi við lífið. En mörgum hefir veitt það erfitt, bæði konungum og öðrum.® Það var svo mikill sorgarsvipur á andliti prestsins, að Elísabet lagði bókina frá sér og hætti að lesa. Skömmu síðar var kallað á prest- inn og gekk hann þá inn, en Elísabet fór út í garðinn. Hún gekk fram og aftur um garðinn nokkra stund. Loks staðnæmdist hún við hliðið er vissi úi að akrinum og hallaði sér upp að því. Hún var hrygg og reið yfir þessum ofsókn- um gegn vini sínum gamla prestinum, sem hún áleit með öllu ástæðulausa. Sólin var nú gengin undir. Bíflugurnar fiýttu sér heim til búa sinna, og úr þorpunum heyrð- ust hróp hjarðsveinanna, er ráku féð heim úr haganum. Nú sá Elísabet mann koma gangandi eftir nijórri götu, er lá yfir akurinn. Hver gat þetta verið, sem var svo seint á ferð? Hann fór heldur ekki alfaraveg, heldur veg, sem enginn fór nema þeir, sem heima áttu á prestsetrinu eða voru þar nákunnugir. Maður þessi var hár vexti og liðlegur í öllum hreyfingum. En alt í einu datt henni í hug hver þetta mundi vera, Þegar hann skömmu síðar kom að hliðinu, ópnaði hún hurðina og dreyfði öllum blóm- unum, sem hún héll á, á jörðina. »það var gott, að þér komuð núna. Föð- Ur yðar mun þykja mjög vænt um að sjá yður.« »Eg þakka yður, ungfrú, fyrir þessa heim- komukveðju. Við sjómennirnir erum hjátrúar- fullir, og eg tel það góðs vita, að hitta yður hér. En getið þér sagt mér, hvar faðir minn ér?« »Hann er inni í skrifstofunni — nei, þarna kemur hann. Hann hefir ekki séð yður, því hann fer hliðargötuna. Rér skuluð bíða hér, því hann kemur hingað bráðum.« Hann fór að ráðum hennar og fór bak við nokkur tré, er stóðu þar. Það marraði í sand- inum undir fótum hans, en presturinn hafði ekki séð neinn koma og var því alveg grunlaus. En þunt er föðureyrað. Presturinn hafði strax þekt fótatak sonar síns. Og þegar son- ur hans kom frá trénu, sem hann hafði falið sig bak við, tók faðir hans móti honum með útbreiddan faðminn. Elísabet hafði læðst brott. Hún skýrði maddömu Wessel frá, að sonur prestins væri kominn heim, og varð hún af því harla glöð. »Er það ekki gaman, að hann skuli vera kominn heim?« sagði hún við Elísabetu og lagaði hettunaá höfuð sér. En hún fékk ekkert svar. Elísabet kallaði á þjóninn, sem kominn var að sækja hana og beið fyrir utan dyrnar og því næst ók hún heim. VII. KAPÍTULI. Um þessar mundir hafði Gúnther nýtt fyr- tæki með höndum, sem hafði þá kosti til að bera, í hans augum, að honum sjálfum hafði fyrstum manna hugkvæmst það og, að allir aðrir töldu það mestu fásinnu. Hann var því ávalt nú í góðu skapi. Hann áetlaði sér að kaupa allstórt landflæmi, sem lá í grend við jarðeignir hans, rétt við sjóinn og var nefnt »Saltflóarnir.« Par ætlaði hann að setja á stofn fjárræktarbú með ensku sniði. Féð átti að kaupa á Englandi og flytjast til Þýzkalands og 'átti það aðeins að vera fé af bezta kyni. Herra Lúthke, sem var greifanum gramur af því að hann hafði selt Klausturakurinn á leigu, hlotnaðist nú sú ánægja að láta í Ijósi við greifann hina megnustu vantrú á fyrirtæki þessu. Pað mundi verða mjög dýrt, «oggreif- inn væri nú í peningavandræðum,« Gúnther hafði aðeins svarað bústjóra sín- um með brosi. Með þeirri kurteisi, sem var honum svo eiginleg, þegar hann var í góðu skapi, hafði hann klappað á öxl gamla manns- ins og sagt brosandi:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.