Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 47
LAUSAVÍSUBÁLKUR.
93
er það að finna aldrei til þreytu. Eins og kunn-
ugt er, getum vér ekki stundað livíldarlaust nám
eða unnið óaflátanlega andlega vinnu, vegna
þess að heilinn þolir ekki ótakmarkaða áreynslu.
En þreytan virðist ekki eiga heima á öðru til-
verustigi en þessu. Og þó vér tölum iðulega
um andlega ofreynslu, þá er það aðeins heil-
inn, en ekki hugurinn, sem þreytist.
(Framli,)
Lausavísubálkur
Nýrra Kvöldvaka.
i.
Skagfirzkir heimagangar.
Safnað hefur Margeir Jónsson.
(Framh.J
Skúli Bergþórsson bjó á Meyjarlandi á
Reykjaslrönd eftir miðja 19. öld. Hann hefur
ort töluvert mikið, en kvæði hans eru flest
ort »í gamla stíU; þó eru til eftir hann ;góð-
ar stökur. Eiit vor réri Skúli við Drangey,
sem oftar. Þar var þá Björn Skram og fleiri.
Yfir verlíðina hafast menn við í kofum, sem
kallast »byrgi«. Var Björn sér í byrgi með
mönnum sínum, en Skúli í öðru. Létu menn
óspart fjúka í kviðlingum, og þótti ekki alt
vandað. Rá var það eitt sinn, að í byrgi
Björns var rætt um kveðskap Símonar Dala-
skálds. Lofuðu hann sumir en aðrir löstuðu.
Björn kvað þá þetta:
Símon spanna kátur kaus
Kjalars valinn bikar;
reglugrannan hefur haus — —
Lengra komst hann ekki, því í sama bili gekk
Skúli fyrir búðardyrnar, hafði hann heyrt vísu-
partinn og bætti við:
en hagmælskan er dæmalaus.
Regar Sfmon frétti vísuna, kvað hann
þetta:
Björn mig vildi höldum hjá
hrekja í mærðarblandi.
Fyrir skildi skaut mig þá
Skúli á Meyjarlandi.
Regar Bólu-Hjálmarskvæði komu út (líklega
fyrsta útgáfa 1879) og Skúli hafði lesið þau,
kvað hann þessa vísu, sem tekin er eftir eigin
handriti hans:
Ró að nokkuð blökk á brá
brögnum þyki kvæðin,
gullnar perlur glóir á
gegnum yfirklæðin.
Og við lát Hjálmars orti Skúli:
Hvílir undir helgum svörð
Hjálmar skáldið knáa.
Líka hans í hróðrargjörð
hölda veit eg fáa.
Oft og vel stórgerðum gekk
geðs að leyna stærðum.
Mótlætis af mörgum hlekk
margvíslega særðum.
Skúli sótti sjóróðra, sem aðrir Reykstrend-
ingar. Var það þá einu sinni að skall á sót-
svarta þoka meðan Skúli var á sjó. F*á kvað
hann:
Nú er þoka sjávar svört,
sézt ei langt á veginn.
Ró er ljósalína björt
Loftið gegnum dregin.
Ekki veit eg hvar Skúli hefur ort eftirfar-
andi vísu. En talað er, að hann hafi beðið
um gistingu á bæ einum, en húsfreyjan hafi
úthýst honum. Vísan er alkunn og er svona:
Pað er máske kölluð kurt
á kjálkanum hérna megin,
að rausnarkonur reki burt
Reykstrendinga greyin.
Guðmundur Ketilsson bjó á Sölvabakka í
Húnavatnssýslu, sem kunnugt er, þegar Natan
bróðir hans var á Þorbrandsstöðum. Orti
Guðmundur allmikið, meðal annars Ijóðabréf