Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 23
KYNJALYFIÐ.
69
F*RIÐJ1 KAPÍTULI.
Þegar hermennirir höfðu matast og hvílt
sig um stund, fóru þeir að búa sig til ferðar.
Hjálpuðu þeir hvor öðrutn að laga á sér her-
klæðin, sem þeir að nokkru leyti höfðu afklæðst
meðan þeir mötuðust, og að söðla hesta sína.
Áður en þeir lögðu af stað, fékk kristni
riddarinn sér vænan teig af lindarvatninu og
mælti við förunaut sinn: »Mér er forvitni á að
vita hvað þessi ágæta uppspretta er nefnd,
því eg mun ávalt minnast hennar með ánægju
og þakklæti, og aldrei hefi eg orðið fegnari
svaladrykk en þessu lindarvatni í dag.«
Á vorri tungu nefnist hún »giinsteinn eyði-
merkurinnar,* sagði Saraceninn.
»Það nafn ber hún með réttu,« sagði
kristni riddarinn glaður í bragði. »Á ættjörð.
minni eru óteljandi uppsprettulindir, en varla
inun nokkur þeirra verða mér jafnminnisstæð og
þessi uppspretta, sem veitir svölun og endur-
næring þar sem þess er mest þörfin.«
Að svo mæltu stigu þeir á bak hestum
sínum og héldu ferðinni áfram gegnum eyði-
mörkina. Nokkuð var þá farið að draga úr
hádegishitanum, og kælandi vindblær leið yfir
sandauðnirnar og þyríaði upp fínni sandmóðu.
Riddararnir riðu um stund hljóðir samsíða.
Saraceninn réði ferðinni og hafði leiðbeiningu
af fjallshnjúkunum í fjarlægð, sem þeir stefndu
að. í fyrstu var sem hann væri ekki fyllilega
viss á stefnunni, en er nær dró fjöllunum virt-
ist hann átta sig til fulls á leiðinni og fór þá
að yrða á förunaut sinn.
»Þú hefur spurt mig um nafnið á lindinni
góðu, sem við yfirgáfum fyrir skömmu,« sagði
hann. »Leyfðu mér nú að spyrja um nafn þitt,
mannsins, sem eg hef áttst bæði ilt og gott við
í dag?«
»Nafn mitt er enn þá ekki þess virði, að
nefnast. Þó er því ekki að leyna, að eg með-
al krossins herskara nefnist Kenneth og er kend-
ur við sofandi Leópard, sem eg ber sem skjald-
merki. Heima á ættjörð minni ber eg annað
nafn, en það mun Iáta illa í eyrum hérlendra
manna. Og háttvirti Saraceni, leyfðu mér nú í
staðinn, að spyrja þig um nafn þitt, og hvað
arabiskur ættstofn hefur þann heiður að telja
þig sem afsprengi sitt?«
Kenneth riddari, það gleður mig, að eg á
ekki erfitt með að bera fram eða nefna nafn þitt.
Þú spyrð um nafn mitt og ættstofn. Eg er eng-
inn Arabi, eins og þú heldur, og þó er eg
kominn af ættstofni, sem var eins viitur og
herskár og arabiskar höfðingjaættir. Eg er nefnd-
ur Ilderim Fjallaljónið, og í Kúrdistan, þar sem
eg er upprunninn, telst enginn ættstofn göfugri
en Seldshuarnir, og af þeim stofni er eg kominn.«
»Eg hef heyrt, að ykkar stóri soldán sé af
því bergi brotinn,* sagði riddari Kenneth.
»Spámanninuin séu lof og þakkir, sem veitti
fjölluin vorum þá sæmd, að senda úr skauti
þeirra hann, hvers orð er sigur,« sagði Sara-
ceninn með lotningu. »Ekki er eg nema eins
og ormur í mold í samanburði við konung
Egyftalands og Sýrlands, og þó er nokkurt til-
lit tekið til mín í heimkynni mínu. — En með-
al annara orða, með hvað marga menn komst
þú að heiman í þennan ófrið?«
»Svo eg segi sann!eikann,« svaraði Kenn-
eth, »gat eg með miklum erfiðismunum eigi
safnað saman nema rúmum fimmtíu mönnum
að meðtöldum bogaskyttum og þjónustumönn-
um. Gæfan hefur ekki leikið við mig, því þessi
sveit mín er nú úr sögunni, sumir hafa fallið,
nokkrir hafa strokið, en flestir hafa sýkzt og
dáið. Einungis einn af mönnum mínum er nú
á lífi, en hann er hættulega sjúkur, og eg er
á pílagrímsferð hans vegna.«
• Kristni maður,« sagði Ilderim. »Eg hef hér
fimm örvar í örvamæli mínum, lagðár arnár-
fjöðrum, ef eg sendi eina þeirra til tjalda minna
rísa upp eitt þúsund riddarar, stíga á hésta sína
og koma til fylgis við mig, og með öllum 5
örvuntim get eg safnað til mín 5000 riddurum,
en sendi eg boga minn, mun jörðin skjálfa undir
fylkingum tíu þúsund ríðandi hermanna, og
svo kemur þú með fimtíu sveina í herferð gegn
því landi, sem eg byggi, og er einn af þess
minstu forvígismönnum.
Það veit skaparinn og allir helgir menn,«