Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 3
TENGDÁDOTTIRIN.
Skáldsaga
eftir
E. JUNCKER.
Framh.
Elísabet brosti.
»f*að má heyra á yður, að þér hafið
dvalið langvistum á hafinu herra skipstjóri,*
sagði hún, »því annars hefðuð þér ekki drýgt
tvær syndir í sömu andránni.*
»Hvaða syndir hef eg drýgt, náðuga greifa-
dóttirpc spurði hann.
»í fyrsta lagi hafið þér drýgt þá synd að
tala um alvarleg málefni við kvennmann, og í
öðru lagi hafið þér drýgt þá synd að láta til-
finningar yðar í ljósi. F*að er ekki þeirra
háttur er ávalt dvelja á Iandi. Við roðnum, ef
við tölum skáldlegum og líkingafullum orðum
og skömmumst okkar fyrir að tala um annað
en það sem gerist dagsdaglega. Pér sögðuð um
daginn, að sjómenn væru hjátrúarfullir. Var það
satt?c
»Flestir þeirra eru hjátrúarfullir,« sagði hann.
»Eruð þér líka hjátrúarfullurpc
Eg, náðuga greifadóttir ? Eg trúi á það
góða og engla í mannsmynd — og sjálfan
mig. [Jað er víst venjulega nefnd hjátrú.c
»F*að er trú, sein kennir manni að treysta
sjálfum sér, herra skipstjóri, en eg er hrædd
um, að jómfrú Eschendorf frændkonu minni
finnist hana vanta kristilega auðmýkt og und-
irgefni.c
Hún þagnaði og leit niður fyrir sig. F*að
var eitthvert leiftur í þessum augum, sem
kom henni til að þagna. í fyrsla sinni nú
fanst henni, að hún sjálf væri fákunnandi og
sig skorti einurð.
Von Berge, Iandráðið, sat beint á móti
N. Kv. XI. 5.-6,
henni við borðið og gaf nákvæmar gætur að
öllum svipbreytingum í andliti hennar.
»Hvað ætlið þér nú að starfa í sumar?c
spurði frú von Massow gamla von Berge.
»Eg hefi hugsað mér,« sagði hann, »að
gróðursetja ný tré í garðinum mínum og gera
nýtt svínagerði. Ef þér hafið nokkra ánægju
af að skoða svínagerðið, þegar það er full-
gert, er yður velkomið að koma yfirum til
mín einhverntíma, þegar tími yðar leyfir.
Eg veit að yður þykir svo gaman að skoða
þesskonar byggingar.c
»Hver hefur sagt yður það?c spurði hún
undrandi.
»Núna í morgun sá eg yður sjálfur hlaupa
um allar fjárréttirnar niðri á Saltfióanum með
honum frænda mínum.c
»Petta er mesta óráð, Gúnther.c sagði
hann við greifann. »Hvað ætlar þú að gera
þegar haföldurnar velta hvítlöðrandi yfir Salt-
flóana og eyðileggja alt, bæði lifandi og dautt?«
»Eg ætla fyrst að sjá þær koma, frændi,«
svaraði Gúnther. »Vonandi lifir hvorugur okk-
ar það, að hafið flæði yfir Saltflóana.c
»Pað er nú varla mikil hætta á, að við
munum drukkna,« sagði von Berge, »en hjarð-
mönnunum getur verið hætta búin, en það
stendur víst ölium á sama, hvað um þá verður.«
»Pað væri hræðilegt,« sagði Margrét angist-
arfull, »ef sjórinn flæddi yfir Saltflóana og slys
yrði að. F*að væri miklu betra, Gúnther, að
hætta við þetta alt saman áður en ógæfan
steðjar að.« 13