Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 4
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Giinther sneri sér nú að frú von Massow og sagði: »Rér mintust á við frænda minn, hvað þér ælluðuð að starfa í sumar. Rér farið þó von- andi ekki að yfirgefa okkur nú.« »Jú, auðvitað, herra greifi,« svaraði hún. »Nú hef eg verið heima í þrjá mánuði, og þegar eg hef verið svo Iengi í sama stað, íek- ur mér vanalega að lelðast, því eins og yður er kunnugt, er eg mjög hneigð fyrir skemtanir og um þær er ekki mikið hér.« »Skemtunum munuð þér einnig eiga kostá hér, ef þér yrðuð kyr hér í sumar. Við mun- um gera alt til að yður leiðist ekki. — Mér er svo oft skapþungt, og nú ætlið þér að auka harma mína með því að fara brott.« Síðustu orðin sagði hann svo lágt, að engir heyrðu þau nema hún. Hún lyfti glasi sínu og drakk af og gerði hann það einnig. •»Hún er fögur eins og syndin,* hugsaði Margrét, þegar hún ásamt gestunum stóð upp frá borðum. Eftir máltíðina fóru gestirnir hingað og þangað um herbergin og sumir fóru inn í hljómsalinn. Margrét var þar og blaðaði í nokkr- um söngheftum. Hugsanir hennar voru langt burtu. Gúnther var enn á tali við frú Massow og kunni Margrét því illa. Elísabet kom nú til hennar og sagði: »Rú ert svo föl í kvöld, Gretchen. Ertu nokkuð lasin?« »Æ, eg veit það ekki. Eg kann ekki við mig hjá þessu íólki. Hér tala allir í einu, og eg skil ekkert af því sem sagt er. Eg man ekki eitt einasta orð af öllu því, sem sagt hefur verið hér í dag.« Gúnther hafði farið að spyrja Dossow um orustuna við Lissa, og sagði hann frá, hvað þar hefði gerst. Regar Elísabet hafði hlustað á þessháttar frásagnir áður, hafði sögumaður- inn venjulega sagt mest frá sjálfum sér og sín- um afreksverkum. Nú sagði Dossow frá eins og hann hefði hvergi verið nálægur. Þegar hann sagði frá því, að skipiá hefði verið umkringt af óvinum og sprengikúlum hefði rignt yfir það, þá talaði hann ekki um að það hefði verið hættulegt. Pegar von Berge og kona hans óku heim um kvöldið, sagði landráðið, sonur þeirra, að hann þyrfti að gera ýmislegt í næsta þorpi og gæti því ekki komið með þeim. En strax og vagninn var horfinn, gekk hann niður til strand- arinnar og ráfaði þar um alla nóttina. Enn hafði ekkert gerst. Elísabet hafði enn ekki heitið Dossow eiginorði, en hann sá, að það mundi verða innan skamms, og er hún væri orðin heitmær hans, yrði lifið sér gleði- laust. Því gæti hann nú gengið út í sjóinn og látið öldurnar skola sér brott. 9. KAPÍTULI. Maddama Wessel var alveg hissa á honum Willy sínum. Áður, þegar hann var heima, hafði hann varla stigið fæti út fyrir dyr. Nú var hann ávalt úti hingað og þangað og kom ekki heima nema við og við. Skapið var einn- ig breytt. Stundum talaði hann ekki eitt ein- asta orð heila og hálfa daga, en stundúm var haiin glaður og kátur og lék við hvern sinn fingur. Síra Dossow hafði einnig tekið eftir skap- breytingum sonar síns. En hann hafði það fyrir fasta venju að spyrja aldrei nema ráða hans væri leitað. Willy treysti sér ekki einu sinni til að skýra föður sínum frá tilfinningum þeim, sem skynsemi hans og drengskapur sögðu hon- um, að væri hégóminn einber. . Honum fanst sjálfum hann gera sig hlægi- Iegan og fyrirlitlegan í augum sjálfs sín, er hann á kvöldin ráfaði um í garðinum fyrir utan höllina »Wolsau« og einblíndi upp í gluggana á herbergi Elísabetar. Og þótt hann blygðaðist sín fyrir ístöðuleysi sitt, þá stóð hann stund- um tímunutn saman í garðinum og horfði upp til glugganna. Pví þótt hann bæri hreina og fölskvalausa ást í brjósti til Elísabetar, þá ásetti hann sér, að aldrei skyldi nokkur maður verða þess vísari og aldrei skyldi hún fá vitneskju um það. Hann var stórlátur að eðlisfari og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.