Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Framtíðardraumarnir rætast líka sjaldan,* sagði hún og fór að tína blöðin af hesliviðar- grein, sem hún hélt á. »Maður hefur ekki vald á ókomna tímanum, svo alt fer vanalega öðru- vísi en maður hefur gert ráð fyrir. Eg held eg geti nu sagt yður hvernig framtíð mín muni vérða.* »Já, gerið þér það,« sagði Willy hlæjandi. »Eg skal minnnast þess, sem þér segið og að mörgum árum liðnum getum við rifjað það upp fyrir okkur og séð hvort þu hefur verið forspá eða ekki.« Elísabet hló og rétti honum nokkur jarð- ber, sem hún hafði tínt. Hann tók nokkur þeirra og sagði brosandi: ^Retta er framtíð yðar — — « »Var það draumaframtíðin eða sú sanna eða þær báðar?« spurði hún. »Draumafram- tíð mína hefi eg ávalt hugsað mér skáldlega og breytingaríka og frábrugna Iífi annara kvenna, Mér finnst eg hafa nægilega hæfileika og krafta til þess að standa móti hafróti lífsins. En nú kemur sú sanna framtíð og hún er þannig, að nú í haust, þegar eg var tuttugu, og fimm ára ætla eg að gera það sem skyld- an og skynsemin býður mér að gera, en sem er þó algjörlega fráhverft eðli mínu og skaps- munum.« »Og hvað er það?« »Rá giftist eg honum von Berge, frænda mín- um.« Þessu svari hafði hann sízt af öllu búizt við. Honum fanst hann verða að segja eitt- hvað, en honum var ómögulegt að segja eitt einasta orð ; hann hallaði sér upp að tré einu og stóð þar. Elísabet tíndi nokkur blóm upp af jörðinni. »Eg ber mikla virðingu fyrir von Berge,« sagði hún. »Eg veit, að í sambúð við hann mun eg helga krafta mína nytsamari starfsemi og eg mun gera hann hamingjusaman, og ættfólk mitt segir að, það sé gæfuríkt hlut- skifti. — En eigum við ekki að snúa við?« .Bíðið þér við« sagði hann og strauk hendinni um augun. Pér hafið aldrei sagt, að þér elskuðuð frænda yðar.« Elísbet tók af sér hattinn og settist á fallinn trjábol. Blómin, sem hún hafði tínt, lágu í kjöltu hennar. »Rér hafið aldrei sagt, að þér elskuðuð frænda yðar,« sagði Willy aftur. »Nei« sagði hún og fór að búa til vöndul úr blómunum, »af því að ástin, eins og flestir lýsa henni, er hlutur sem eg botna ekkert f. Ef til vill kynnist eg henni einhvern tíma seinna. Kanske eg fái líka sál eins og Úndína, þegar eg gifti mig.« »En hann« sagði Willy ákafur, »vill hann ganga að þessum skilmálum, hann, sem þekkir lífið og mennina betur en flestir aðrir. Ætli hann vildi trúa.......« hann þagnaði skyndi- Iega eins og hann væri hræddur um að segja of mikið. Elísabet horfði á hann og sá hversu augna- tillitið var hvast — og alt í einu fanst henni skyndileg breyting verða á öllu í kringum sig. Henni fanst skyndilega alt hverfa í kring- um sig. Henni heyrðist regndroparnir falla á blöðin einhversstaðar langt í burtu og henni heyrðist músarindill, sem hafði leitað skjóls undan regninu í holu einni rétt hjá henni, tísta einhversstaðar í fjarska. En hann horfði á hana með þessum hvössu augum, sem sama hugrekk- ið lýsti úr, hvort sem þau horfðu á sólina eða horfðust í augu við dauðann. Ahrif þeirra fengu hana til að gleyma öllu og vöktu hjá henni nýja, óákveðna Iöngun til mikillar og óskiljan- legrar sælu, Og á sama augnabliki vissi hún að hann elskaði hana, hún vissi það, eins og hún hefði fengið einhverja opinberun, að hann elskaði hana meira en alt annað. Alt f einu stóð hún upp. Rað var hætt að rigna, en á stöku stað láku regndropar enn ofan af trjánum. Hún setti upp hattinn og þegjandi gengu þau heim á Ieið. »Viljið þér gefa mér þennan blómvönd?* spurði Wiily, þegar hann hjálpaði henni ofan f bátinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.