Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 7
TENGDADÓTTIRIN. 101 Hún kinkaði kolli og rétti honutn hann. t*ví næst setti hún sig á þófiuna og lagði hendurnar í kjöltu sína. ^Reir hafa verið farnir að verða hræddir um yður,« sagði Willy eftir dálítinn tíma,« því þeir standa þarna inn á bakkanum bróðir yðar og doktor Jessien.« »Loksins komið þér,« kallaði doktorinn. Jómfrú Eschendorff er nær dauða en lífi af hræðslu og hefir sent bæði greifann og mig að leita að yður dauðaleit.« Báturinn lagði nú að Iandi og doktorinn hjálpaði Elfsabetu upp úr bátnum. »Þér eruð svo alvarleg, að þér brosið ekki þegar gamall vinur yðar kemur og tekur á móti yður.« • Pað liggur ágætlega á mér, kæri doktor,« sagði hún hlæjandi. »Og þér voruð sendir af stað til að leita að mér dauðaleit,* sagði hún þegar þau gengn upp bakkann. »Satt að segja þá stalst eg á brott úr skólanum eins og óþekk og hyskin skólastelpa, af því mig grun- aði, að frænka mín mundi að vanda lesa yfir mér einhvern pistilinn um að eg skyldi sem fyrst gegna köllun minni og gerast klaustur- jómfrú. Henni þykir víst mjög gaman að tala um það« sagði doktorinn brosandi. »Hún hefur átt í Iöngu stríði við frú von Berge um þetta, því hún heldur því fram að sanna hamingju og ánægju finni maður hvergi nema í hjú- skapnum. En þér eruð jafnilla fallinn til að vera klausturjómfrú og eiginkona.* »Af hverju haldið þér það, doktor? Haldið þér að eg geti ekki verið eiginkona og gert mann minn hamingjusaman. »Mín skoðun er sú að þér munuð hlaupa á brott frá fyrsta manninum yðar. Annar mað- urinn yðar mun yfirgefa yður, en í sambúð við þriðja manninn munuð þér lifa, en sú sambúð verður hvorki ástrík né innileg.« »Þér álítið, að eg muni ekki vera fær um að bera ólánið þegar það steðjar að, með stað- festu og þolinmæði?« »Ef þér hefðuð einhverja mögulegleika til þess að Iosa yður við ólánið, munduð þér strax gera það.« Samtalinu milli Elfsabetar og doktorsins lauk nú án þess þau fengu rætt frekar um þetta, þvi greifinn og Willy höfðu náð þeim og kvöddu þau nú skipstjórann, og héldu til klaustursins. Willy hélt nú heimleiðis, en hann fór ekki alfaraveg, heldur gekk hann eftir stígum, er lágu hingað og þangað um skóginn. Það var orðið áliðið dags og komið undir sólsetur og varpaði sólin rauðleitum geislum á trjákrón- urnar. Rádýr eitt kom fram úr skóginum og Ieit flóttalega á ferðamanninn, er var þarna einn á gangi, og héri einn hljóp yfir veginn rétt fyrir framan hann, en Willy veitti þessu ekki neina eftirtekt. Fyrrum hafði Willy haft sérstaklega mikla ánægju af að athuga alt, er gerðist kringum hann, er hann var úti á víðavangi, en nú veitti hann ekki neina eftirtekt því, er gerðist í kring- um hann. Það sem honum hafði fyrrum þótt mjög lítilfjörlegt og auðvelt, virtist honum nú vera sér um megn að koma í framkvæmd. Með ugg og kvíða varð hann að viðurkenna, að öll sín framtíðaránægja og von væri að engu orðin, ef hann ekki næði ástum Elísabetar. Þegar hann kom heim til sín á prestsetrið var orðið aldimt og Ijós höfðu verið kveikt. Faðir hans gekk um gólf í borðstofunni. Er Willy kom inn, leit hann til hans með rauna- legu og rannsakandi augnatilliti, en ekki spurði hann son sinn, hvað dvöl hans hefði valdið. »Jeg bið þig að fyrirgefa mér, að eg hef látið þig bíða eftir mér,« sagði hann glaðlega. »Mér dvaldist í skóginum. Það er svo fallegt þar um þetta leyti árs.« Maddama Wessel kom nú með kveldverð- inn, en Willy bragðaði varla á matnum. Til þess að leyna geðshræringu sinni, talaði hann um hitt og þetta, um uppskeruna, blómgarð- inn og ýmsar endurbætur, sem gera þyrfti. Gamli presturinn svaraði fáu, en hann var vingjarnlegur og blíður eins og hann átti vanda til. Þegar maddama Wessel hafði borið af

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.