Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 10
104
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Dossow hafði eingöngu tekið þátt í þessari
hátíð, til þess að forðast umtal það, er af því
mundi leiða, ef hann hafnaði boðinu. En það var
hans fasti ásetningur að vinna bug á ást þeirri,
er hann bar í brjósti til Elísabetar, og honum
fanst það eins og próf á staðfestu sinni að
verða nú að vera heilan dag með henni.
Pau voru nú komin til skógar og riðu í
gegnum hann. Svalinn í skóginum hresti bæði
menn og hesta eftir reiðina í sólskinshitanum
Skiftu menn sér nú í flokka og var ákveðinn
staður, þar sem allir skyldu hittast.
Elísabet og Willy riðu skógargötu eina
mjóa. Riðu þau svo nálægt hvort öðru, að
reiðkápa hennar straukst við stígvél hans, eitin-
ig veitti honum erfitt að halda hinum niður-
hangandi skógargreinum svo Iangt frá henni,
að þær kæmu ekki við andlit hennar.
»Hafið þér ekki kníf á yður,« sagði hún,
»svo þér getið skorið eina grein handa mér.
Eg þarf að hafa eitthvað til þess að reka burtu
flugurnar með, sem ónáða hestinn minn.«
WiIIy tók upp úr vasa sínum skrautlegan
damaskusrýting, sem hann átti, og skar grein
af bækilré einu og rétti henni greinina.
»Petta er fallegur rýtingur.c sagði Elísabet.
»Má eg líta á hann?«
Hann rétti henni rýtinginn.
»Pað gaf mér hann einusinni .Múhameds-
trúarmaður einn, sem eg hafði gert lítilsháttar
greiða. Lítist yður rýtingurinn góður, gerið þér
mér gleði með því að þiggja hann af mér.«
»Hjartans þakkir fyrir,« sagði hún. Hún
festi hann við úrfesti sína og stakk honum
undir beltið. Aldrei hafði henni þótt jafnvænt
um neina gjöf.
f*au riðu nú sem leið lá gegnum skóginn.
Er þau höfðu riðið um hríð, stöðvaði Elísa-
bet hest sinn og sagði:
»Pessi staður þykir mér fallegastur hér í
skóginum og hér hefi eg dvalið margar yndis-
stundir.*
Pau voru nú komin fram til sjávar. Bratt-
ar brekkur, vaxnar bækitrjám, lágu þar fram
að hafinu.
»Pykir yður ekki vera hér fagurt um að
litast?« sagði Elfsabet og ljómaði gleðin úr
augum hennar.
»Jú,« svaraði hann og hallaði sér áfram í
hnakknum og andaði að sér sæloftinu. »En
fegurst af öllu þykir mér hafið, sem er heim-
ili mitt. Innan skamms fer eg þangað aftur og
þá líður langur tími þangað til eg yfirgef það.«
»Pér ætlið þó ekki að yfirgefa okkur og
fara burtu?« spurði Elísabet um Ieið og hún
beygði sig niður að makkanum á hestinum og
klappaði honum á hálsinn. »Vill faðir yðar
leyfa yður að fara strax aftur?«
»Honum er það fullkunnugt, að þetta er
hlutskifti sjómanna. Honum er einnig kunnugt
um ætlun mína og við erum alveg sammála.
Eg hefi sótt um leyfi til þess að verða sendur
til Austur-Asíu og geri ráð fyrir að leggja
bráðlega af stað.«
»Er þetta ófrávílcjanleg ætlun yðar?«
»Já, það er alveg fast ákveðið,* og svipur-
inn á andliti hans og auguatiilit Iýstu því
greinilega, að honum var alvara. Elísabet föln-
aði. Var það af því hún hafði svo lengi hugs-
að um, hvern mann hann hefði að geyma?
Eða var það éf til vill af því, að síðustu vik-
una hafði hún ávalt hugsað um þessi augu,
sem höfðu sagt henni greinilegar en hægt var
að skýra frá í orðum, að hann elskaði hana?
Hafði hún þessvegna verið svo kát í dag ? Og
nú ætlaði hann að fara burtu, jafnhreykinn,
rólegur og ánægður með sjálfan sig og þegar
hann kom þangað.
Hún sneri hesti sínum við.
»Hvað er orðið af hinu fólkinu?« spurði
hún hvatlega. »Við verðum að reyna að ná
því.«
»Pá verðum við að fara sama veg til baka
aftur,« svaraði Willy, »það er ofmikil áhætta
að ríða hér fram með brekkunum.*
»Nei,« sagði hún. »Eg hefi oft gert það
áður, og með því móti styttir maður sér mik-
ið Ieið.«
Hún sló í hestinn með keyrinu og svo
riðu þau áfram yfir þúfur og stórgrýti., Hún