Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 11
TENGDADÓTTIRIN. 105 hugsaði ekki um hættuna, sem hún var stödd í, og að þetta var í fyrsta sinni, sem hún reið þessum hesti. Hún hugsaði aðeins um það, að henni fanst hún hafa orðið fyrir vonbrigðum, að lítið hefði verið úr sér gert og hún sjálf lítilsvirt. Hún varð að taka til einhverra örþrifa- ráða til þess að sefa skap sitt. Hún kom nú að breiðum skurði og sló í hestinn til þess að fá hann til þess að stökkva yfir hann. Stökkið var hættulegt, en það hepn- aðist. En um Ieið og hesturinn kom yfir á bakkann, fældist hann og prjónaði. En af þess- ari snöggu hreyfingu rann rýtingurinn úr slíðr- unum. Elísabet ætlaði að slíðra hann aftur, en af því hesturinn var svo órólegur, mistókst henni það, og í stað þess að stinga honum í slíðrin, stakk hún honum beint í brjóstið á sjálfri sér. Þegar hún sá blóðið renna niður hanzka sinn, varð hún hrædd. Henni sortnaði fyrir augum og hún misti meðvitundina. Willy hafði komið að í tæka tíð og náði hann í tauminn á hesti hennar. Hann stökk nú af baki sjálfur og tók hana því næst af baki og lagði hana gætilega niður í grasið. Hún hafði lokað augunum og löngu, svörtu augnahárin lágu eins og kögur niður fyrir bleika hvarmana. í fyrsta sinni kraup Willy nú við hlið þeirrar konu, er hann elskaði. í fyrsta sinni nú nefndi hann hana með skírnarnafni hennar, en hún heyrði ekki til hans. Hann lyfti höfði hennar og nú sá hann, að hún var sár, særð af hans knífi. í skyndi tók hann klæðin frá brjósti hennar. Á miðju bringu- beininu var Iöng og djúp rispa, sem talsvert blæddi úr. En sárið var ekki hættulegt og hann sá, að það mundi fljótt gróa. Hann tók vasa- klút sinn og lagði hann yfir sárið, því næst tók hann slæðu hennar og batt henni utanum. Þegar Elísabet nokkru seinna opnaði augun lá hún í grasinu og hvíldi höfuð hennar á mosavöxnum trjábol. Nokkur skref frá henni stóð Willy og hafði hann leitt hestana saman og bundið þá við tré eitt. Hún var mjög föl í andliti. Stóð hún nú á fætur og kom þá Willy til þess að hjálpa henni. »Þakka yður fyrir,« sagði hún. »F*að geng- ur ekkert að mér.« »Ef þér haldið yður ferðafæra, væri bezt að halda áfram,« sagði hann. »Já, eg er reiðubúinn til þess að halda áfram.« »Það er hyggilegast, að eg teymi hestana með fram brekkunum, og þegar við komian inn á skógargöturnar, getum við stigið á bak aftur.« Elísabet lagði slóðann á reiðkjól sínum yfir handlegg sér og gekk á undan, en Willy teymdi hestana á eftir. Þegar hún aftur var sezt á bak, tók hún eftir umbúðunum. Hún roðnaði af blygðun. Á þessu augnabliki hataði hún þenn- an mann, sem henni fanst hún verða að skamm- ast sín fyrir. En hún gat ekki stunið upp einu einasta orði. Willy þagði einnig. Þegar þau komu út á þjóðveginn sagði Elísabet loks: »Viljið þér ekki, herra skipstjóri,« sagði hún eins rólega og henni var unt, »fara til móts- ins og bera barónsfrúnni kveðju mína og af- sökun á því að geta ekki komið. Nú ríð eg heim. Pér getið sagt henni hvað sem yður dettur í hug — aðeins ekki sannleikann.« »Én eg get ekki látið yður fara eina, hest- urinn er svo ólmur,« sagði hann. »Þér þurfið ekkert að óttast, herra skip- stjóri,« sagði hún. íÞví þótt eg þoli ekki að sjá blóð, þá er eg samt sem áður enginn heigull.« Því næst sló hún í hest sinti og reið brott. 11. KAPITULI. Um kvöldið var mikið um dýrðir í »Uhl- enhorst« höllinni og skemtu menn sér ágæta vel, og þrátt fyrir hitann var dansað mikið. Bar- ónsekkjan skemti sér ávalt við dans og aldrei hafði það enn komið fyrir, að hún þreyttist | dansi. Gluggar og dyr stóðu opnar og lagði svalan næturandvarann inn í herbergin, sem öll önguðu af ilmi blómanna, er þau voru skreytt með. ' 14

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.