Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 12
196 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Hin fagra frú gekk eins og gyðja um með- al gesta sinna. Var hún klædd undurfögrum gulum kjól, gerðum af atlaski, og granatblóm- um hafði hún stungið í hárið. Var það unun hverjum manni að horfa á þau dansa saman, hana og Gúnther. Ressar tvær drembilátu per- sónur sýndust skapaðar hvor handa annari. í samanburði við frú von Massow var Mar- grét eins og dálítil álfamær. Var hún að vísu fögur sýnum, en til þess að njóta fegurðar hennar, varð maður að vera í nánd við hana, ella naut maður hennar ekki. Hún hvarf alveg í margmenni, og var ekki cftirtekt veitt. Sat hún nú hjá tengdamóður sinni og jómfrú von Eschendorff og hlustaði á samræður þeirra, er lutu að frú von Massow og háttsemi hennar, er þær töldu rnjög hneykslanlega. Varð hún því glöð, er Elísabet kom til hennar og bað hana um að hjálpa sér að laga á sér hárið og gengu þær þá inn í eitt lítið hliðarherbergi. »Rú skemtir þér vel í kvöld,« sagði Mar- grét við Elísabetu meðan hún var að laga á henni hárið. »í salnum eru keskiyrði þín á allra vörum og gamli vinurinn þinn, hann Brinken, fylgir þér eins og skugginn. Hann hefir alveg yfirgefið frú von Massow.« Elísabet hló kuldahlátur. iSamræðurnar á dansleikjunum eru allar eins,« sagði hún. sRær þreyta mann ekki. En eg verð að viðurkenna, að þegar eg hafði ver- ið eliefu sinnunf spurð að, hvort mér þætti gaman að dansa og eg í einlægni hafði ellefu sinnum sagt »já«, þá gat eg. ómögulega stilt mig um að bæta við þegar eg varð spurð um það í tólfta sinni, að mér þætti alveg eins gaman að Ieika »pantaleik«, því þar væri alt fyrirfram ákveðið, sem maður ætti að segja, eins og á dansleik.« Margrét hló og festi síðustu hárnálina. Kom nú Dossow skipstjóri og sótti hana til þess að dansa við hana »Francaise« og þær hættu þá samræðunum. Margrét félck hagað því þannig, að hún og Elfeabet voru hvor á móti annari í dansinum. En lítil skemtun var það henni, því þótt mág- kona hennar hefði verið glöð og skemtileg meðan hún var að festa á henni hárið, þá varð hún strax og dansinn byrjaði þögul og fálát og hafði sig lítt frammi. Willy hafði enn ekki orðið þess var, að Eiísabet hefði nokkru sinni litið til sín í öllum dansinum. Hún lét eins og hún sæi hann ekki. Loks hljómaði kailið »changes Ies dames* og þá stóð Elísabet hjá honum meðan þeir, er á undan voru í dansinu dönsuðu. »Eg hefi heyrt, að.þér munduð fara burtu í næstu viku, herra skipstjóri,« sagði hún kulda- lega og breiddi út blævæng sinn. Hann Ieit til hennar undrandi. »Hver hefir sagt það?« spurði hann. Hún veifaði blævængnum hægt um 3iidlit sér og sagði svo, án þess nokkra svipbreyt- ingu væri hægt að sjá á andliti hennar: »Eg man nú ekki í svipinn hvar eg heyrði það. Rað var víst einhver að tala um það rétt áðan.« »Hingað til hefir yður ekki skort hugrekki til þess, greifadóttir,« sagði hann og brann eldur úr augum hans, »að segja það, sem yð- ur hefir búið í skapi. Af hverju segið þér mér ekki að fara burtu, því yður sé minningin um daginn í dag ógeðfeld, og að mig viijið þér ekki framar auguin líta, því eg sé sá eini, sem viti hvað gerst hafi.« »Og hvað munduð þér gera, ef eg segði yður að fara?« »Rá hefðuð þér rétt fyrir yður, greifadóttir — að einu atriði undanteknu — —« »Og hvað er það?« »Að þér elskuðuð mig eins innilega, eins og eg elska yður.« Rað hafði ekki verið ætlun hans, að segja þetta, en orðin flugu af vörum hans, án þess hann vissi af, og hann varð sjálfur skelkaður, er hann heyrði sig segja þau. — Nú gengu dansmeyjarnar aftur í dansinn og næst þegar þau dönsuðu saman Willy og Elísabet, hvíslaði hún að honum: »Rér verðið að fara.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.