Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 13
TENGDADÓTTIRIN. 107 Hann hneigði sig aðeins lítið eitt til sani- þykkis. »Enn hvað joér eruð fölur í andliti, herra skipstjóri,« sagði Margrét. »Eruð þér veikur?* Willy strauk hendinni yfir ennið ogsagði: »Pað er svo voðalega heitt hérna. En nú er komið að okkur að dansa.« Eftir þetta var Willy utan við sig og óró- legur á dansleiknum. Hann hafði fyr um dag- inn orðið þess var, að það syrti í lofti. Hann hafði veitt því eftirtekt, að aðallinn hafði ým- igust á sér, af því hann var af borgaraættum og sonur prests, sem var álitinn »fríþeinkari«. Það var aðeins af kurteisi gagnvart Randau greifa og von Berge, svo og frú von Massow, sem álitu hann jafningja sinn, að honum hafði verið boðið til skemtana hjá aðlinum, sem að þessum undanteknum, leit á hann með líiils- virðingu og sat um að reyna til þess að fá einhverja átyllu til þess að geta útilokað hann frá boðum sínum. Regar hann um daginn hafði komið til mótsins aleinn og hafði ekki gefið aðrar skýr- ingar á burtveru Elísabetar en þær, að hestur- inn, sem hún hefði riðið, hefði verið of ólmur, þá var það strax alment álitið, að það mundi ekki vera sú sanna ástæða. Auðvitað tóku menn einnig eítir framkomu Elísabetar gagn- vart honum á dansleiknum og við það jókst það, sem áður var aðeins grunur og var nú talin full vissa. Var brátt pískrað um það, að Dossow skipstjóri mundi hafa sýnt Elísabetu svo mikla ókurteisi, að hún hefði orðið að flýja hann. Doktor Jessien hafði sezt að inni í reyk- ingasalnum og sátu þar hjá honutn nokkrir kunningjar hans og vinir. Var orsökin til fjar- veru Elísabetar þar einnig á dagskrá. Bar nú von Brinken liðsforingja þar að og gaf hann svohljóðandi skýrslu í málinu: »Stofujómfrúin, sem er annars mjög lagleg stúlka, hefir sjálf sagt mér, að greifadóttir Randau, hafi í morgun komið þeysandi heim, og hafi hún litið út fyrir að vera í mjög æstu skapi. Hafi hún strax farið inn og lokað sig inni ailan daginn og ekki viljuð tala við nokk- urn mann. Og svo sannarlega, sem eg heiti von Brinken, skai eg í dag verða þess vísari, hvernig þessu er farið.« »Já, það er eg viss um,« sagði doktorinn, »að yður veitir það auðvelt. En viljið þér ekki segja mér, ungi maður, svo eg eigi hægra með að átta mig á málinu, hver það er, setn þér elskið núna? Hvort það er von Randau greifadóttir eða frú von Massow eða stofu- jómfrúin?* En von Brinken var nú lagður af stað inn í danssalinn, án þess að hafa svarað doktorn- um. í dyrunum mætti hann Gúnther, og von Berge skömmu seinna. »Nú, þú ert kominn aftur,« sagði Gúnther hlæjandi, þegar hann sá landráðið. »Þú ert nærri því verri en konan mín, þegar henni hefir dottið eitthvað í hug. Vitið þér, doktor, að þessi ættjarðarvinur, setn var kosinn á rík- isþingið, hefir nú lagt niður þingmensku og nú vill hann, að eg sje kosinn í sinn stað? En nú verður þú, kæri Hermann, að finna ein- hvern, því til þessa starfa er eg með öllu ó- hæfur.« »En það er skylda þín, Gúnther, að láta kjósa þig. Rú ert miklu meiri gáfum gæddur en eg og hefir miklu meiri hæfileika og ert alveg sjálfkjörinn til þess að verða þing'maður.« ^Rað er ekkert vit í því, kæra landráð,« sagði doktorinn brosandi, »að gera greifann að þingmanni. Hann er alheimsborgari og það er ekki hægt að heimta af honum, að hann béri skyn á, hvað bændunum”er heillaríkast til rekst- urs búskaparins á smábýlum sínum. Hann svífur eins og örnin hátt uppi í skýjunum, og nú á að fara að tjóðra hann niðri á jörðunni og láta hann safna hunangi eins og býflugur. Doktorinn hafði sagt þetta svo undarlega, að greifinn og landráðið fóru að skellihlæja. »En mergurinn málsins er,« sagði landráð- ið, »að Gúnther er annara um ættjörð sína og elskar hana meira en nokkur annar. Pví þegar stríðið var seinast og hann lá dauðvona suður á Egyptalandi, þá reis hann strax úr rekkju, og 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.