Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 15
TENGDADÓTTIRIN. ÍOQ »Jú. Eg held mig gruni, af hverju það er. Margrét hefir verið undurfögur í kvöld og all- ir hafa veitt því eftirtekt nema þú, því þú hafðir aldrei augun af frú von Massow. Það hefir Margrétu ekki líkað og eg lái henni það ekki.« Gúnther hafði sett sig í hægindastól og krosslagt fæturna. Hann hló hálfgerðan kulda- hlátur og sagði svo: »Erindi mitt hingað var ekki að tala um sjálfan mig. En eg kom til þess að vita, hvað hefði gerst með þér og Dossow skipstjóra í skóginum í morgun.* Elísabet átti ekki von á þessari spurningu. Hún roðnaði út undir eyru og greip svo fast um borðplötuna, sem var úr marmara, að knú- arnir hvítnuðu. »Hefur hann verið að guma af afreksverk- um sínum?« »Eg held honum hafi ekki gefist tækifæri til þess,« sagði Gúnther rólega. »En þú heíir ekki verið nógu varkár og nú eru ýmsar kvik- sögur á sveimi. En vilt þú nú ekki segja mér sannleikann. Eg er bróðir þinn og það er skylda mín að gæta heiðurs þíns og vernda hann.« »Eg skil þig ekki, Gúnther. Eg fæ ekki séð, að heiður minn komi þessu máli neitt við. Eg vildi ráða ferðinni og reið meðfram brekk- unum, þótt hann réði mér frá þvf. En hestur- urinn fældist og eg meiddi mig á rýtingi, sem hann hafði nýskeð gefið mér. Pú veizt, að eg má ekki blóð sjá, þá líður yfir mig og svo fór einnig í þetta sinn. Eftir það langaði mig ekki til þess að halda áfram ferðinni, svo eg sneri við.« »Er svo sagan ekki Iengri?« »Nei.« »Og Dossow skipstjóri hefir ekki sýnt þér neina ókurteisi? Pú lagðir ekki á flótta frá hon- um? F*ú særðist ekki í viðureign við hann?« Eiísabet horfði á hann undrandi. »Hvernig getur þér komið slíkt til hugar? Milli okkar hefir ekkert annað gerst en það, sem eg nú hefi sagt þér.« »Undarlegt er kvenfólkið,* sagði Gúnther. »Dossow skipstjóri er sannarlegur heiðursmað- ur. En af einhverri dutlungasemi, þá hegðar þú þér þannig gagnvart honum, að jafnvel slæpingar og amlóðar leyfa sér að mannskemma hann í orðum.« »Hvað áttu við?« »Von Brinken liðsforingi þykist hafa kom- ist á snoðir um, að Dossow skipstjóri hafi sýnt þér svo mikla ókurteisi í morgun, að þú hafir orðið að ieggja á flótta undan honum. Rví næst hefir hann opinberlega móðgað bæði skip- stjórann og föður hans. — Og ef eg á að segja mína skoðun, þá gat maður haldið af framkomu þinni gagnvart skipstjóranuni, að hann hefði gert sig sekan um einhverja óhæfu. Afleiðingarnar af þessu eru einvígi milli Doss- ow skipstjóra og von Brinken Iiðsforingja.« Elísabet svaraði engu. Allur roði var horf- inn úr kinnum hennar og hún starði á ljósin í Ijósastjakanum, náföl í andliti. »F*ú ert víst orðin syfjuð,« sagði Gúnther og geispaði. »Nú fer eg að sofa. En þú þarft ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því, að skipstjórinn muni falla í einvíginu. Hann skýtur tíu sinnum betur en von Brinken.« F’egar Gúnther var farinn stóð Elísabet upp og gekk að rúmi sínu, féll á kné og lagði höf- uðið á rúmfötin. »Hann er heiðursmaður,« sagði hún grát- andi. »Hann elskar mig og eg læt það við- gangast, að hann sé móðgaður opinberlega, mín vegna.« 12. KAPITULI. Tveim dögum eftir dansleikinn hjá frú von Massów. var Gúnther á fundi inni í borginni. Var hann nú á heimleið. Hiti var mikill og vildi ökumaður hlífa hestunum, en greifinn rak á eftir honum og skipaði honum að hraða ferðinni eins mikið og unt væri. Gúnther hafði lofað konu sinni, að hann skyldi vera kominn heim fyrir tveim tímum og var hann nú að hugsa um, hvað hún myndi segja og gera, er hann kæmi. í síðastliðinn ■

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.