Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 17
TENGDADÓTTIRIN. 111 sagði hann. »Hún lætur sér ekki nægja, að eg sé eins og eg er, en reynir að breyta mér smátt og smátt. En hvað er þetta?« sagði hann og tók nafnspjaid, er lá á borðinu. »Hefir frú von Massow verið hér? Kom hún hingað til þess að kveðja? Hefir þú ekki boðið henni inn?« Margrét var staðin upp. »Nei. Eg bauð henni ekki inn. Móðir þín og Elísabet voru ekki heima og þeirri konu býð eg ekki inn.« »Og af hverju viltu ekki bjóða »þeirri konu« inn?« »Af því hún er fyrirlitleg daðursdrós, sem ávalt gerir sér far um að vekja hjá þér ást á sér og hún gefur mér ávalt í skyn, að það sé hún, sem hefði átt að verða konan þín en ekki eg.« íÞú talar óráð, Margrét.« »Nei, mér er fullkotnlega ljóst hvað eg segi. Mér varð þetta Ijóst, strax og eg sá hana, og þá vissi eg, að eg mundi hata hana alla mína æfi. Mér er kunnugt, að hún er elja mín og þú sýndir mér lítilsvirðingu, er þú fórst með mig í heimsókn til hennar, og þú sýnir mér lítilsvirðingu með því að leyfa, að hún komi hingað.« Margrét hafði talað af móði miklum og bar öll framkoma hennar þess Ijósan vott, að hún var reið. Giinther var einnig reiður og brann eldur úr augum hans, en hann stilti sig og sagði í háði: »Eg heyri, að þú ert sömu skoðunar og Eschendorff frændkona okkar, og hefir henni bæzt góður Iiðsmaður, þar sem þú ert. — En frú von Massow er ekki eins slæm og þú hyggur hana vera. Hennar versti galli er, að hún er ekki nógu varkár. Það sem þúsundir af öðrum konum gera í laumi, það gerir hún fyrir allra augum og því er hún Iítilsvirt af mörgum.« Hann lét á sig hanzkana og setti upp hattinn. »Vertu sæl,« sagði hann. »Eg vænti þess, að þú verðir í góðu skapi, þegar eg kem heim aftur. Nú fer eg yfir til frú von Massow til þess að biðja hana fyrirgefningar á háttalagi þínu í dag.« Pví næst kvaddi hann og fór. Pað var ákafur hiti úti og blæjalogn, svo Giinther var alveg uppgefinti, er hann kom til »Uhlenhorst«. Hann hitti frú von Massow úti og ætlaði hún að taka sér dálitla skemti- göngu. »Eg þoldi ekki við fyrir hita inni,« sagði hún, er þau höfðu heilsast. »Eg held það sé þrumuveður í aðsigi. Rað er varla hægt að draga andann hér úti.« Hann bauð henni að leiða hana og tók hún því með þökkum. Er þau höfðu gengið saman dálitla stund sagði hann: »F*ér lofuðuð mér fyrir skömmu að vera kyr heima og nú ætlið þér að fara burtu, þrátt fyrir loforð yðar.« Hún ypti öxlum. íRér hugsið ekkert um mig,«' hélt hann áfram. »Yður stendur alveg á sama, þótt eg sé aleinn hér heima.« »Hvað eruð þér að segja?« sagði hún. »þér segist vera hér aleinn. Eigið þér ekki unga, saklausa konu, sem hefir barnsleg augu og útlit og ljóst hár, alveg eins og þýzkar konur eiga að vera. En eftir á að hyggja! Rað er gátan, að henni skuli ekki geðjast að mér.« »Hún er barn enn og hegðar sér eins og barn. Eg kom hingað eingöngu til þess að biðja yður að fyrirgefa, hvernig hún hefir kom- ið fram gagnvart yður.« íRess gerðist engin þörf,« sagði frú von Massow brosandi. »Eg hefi veitt því eftirtekt, að hún er afbrýðissöm og annað gengur ekki að henni.« Nú tók að syrta í lofti og auðsætt var, að þrumuveður var í nánd. Snöggir vindar hristu trén og þeyttu upp stórum rykmökkum. Innan lítillar stundar fóru stórir regndropar að detta úr Ioftinu. ^Þaðkemuráreiðanlega þrumuveður,« sagði greifinn og Ieit í kringum sig.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.