Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 21
KYNJALYFIÐ. 115 bæði af forvilni og fyrir það, að þeir hefðu vonast eftir að fá einhverja vitneskju um fram- tíðina hjá jafnlærðum og stórvitrum manni. Hann hefði háan stjörnuturn þar, sem hann sæti tímum saman og athugaði gang himin- tunglanna, einkum reikistjarnanna, og bæði kristnir og Mtíhameðsmenn hefðu þá trú, að hægt væri að skynja um forlög manna, með því að þekkja til hlítar gang stjarnanna og mismunandi breytta afstöðu. Þetta var aðalinntakið úr frásögn emírsins um þennan einkennilega mann. Kenneth var í miklum vafa um hvort brjálsemisköst einsetu- ntannsins ættu rót sína að rekja til geðofsa ag trúarofstækis, eða þau væru uppgerð ein til þess hann gæti lifað þar óhultari. En hvernig svo sem þessu var varið, furðaði hann sig á því, hve mjög Múhameðsmenn sáu gegnum fingur við hann, þar sem honum var kunnugt um trúarofsa þeirra, og þó liðu þeir þennan ofstækismann kristninnar og svarinn óvin Mú- hameðstrúarinnar mitt á meðal sín. Honum virtist og sem eitthvert leynilegt samband mundi vera milli Saracenans og einsetumannsins, eins og þeir mundu vera gamalkunnugir. Hann ein- setti sér því að gefa þessum einkennilega manni nánar gætur og vera eigi of bráður að koma fram með erindi sitt. Einsetumaðurinn kom nú aftur inn til þeirra, krosslagði hendur á brjósti og mælti með há- tíðlegri raust: »Lofað sé nafn hans, sem lét lúna kyrlátu nótl koma á eftir hinum starfandi og byltingasama degi, og gaf svefninn til þcss að hvíla hinn þreytta líkama og endurnæra hina stríðandi sál.« Báðir hermennirnir sögðu »Amen«, stóðu svo upp frá borðinu og bjuggust til að leggj- ast fyrir á þeim stað, sem einbúinn benti þeim til. Hann hneigði sig svo fyrir hverjum þeirra og yfirgaf herbergið. Riddararnir hjálpuðu hvor öðrum til að af- klæðast þeim herklæðum, sem þeim hlaut að vera óþægilegt að sofa í. Svo lögðust þeir fyrir og hver um sig las sína kvöldbæn í hljóði. Báðir voru mennirnir þreyttir og hvíld- arþurfi og sofnuðu því brátt. FJÓRÐI KAPITULI. Kenneth riddara var óljóst hve lengi hann hafði legið í fasta svefni, þegar hann var vak- inn með því að þrýst var á brjóst hans svo fast að hann hrökk upp. í svefnórunum fanst honum sem hann væri að fást við einhvern kraftajötun, en brátt áttaði hann sig, þegar hann sá einbúann standa við hvílu sína með silfur- lampa í annari hendinni, en styðja hinni á brjóst sér. »Vertu þögull,« hvíslaði Theodorik, þegar riddarinn opnaði augun og horfði á hann undrandi. »Eg þarf að segja þér nokkuð, sem hinn vantrúaði má ekki heyra.« Petta sagði hann á frakknesku en ekki á mállýzku þeirri, sem hann áður hafði talað. »Stattu upp,« mælti hann ennfremur, »og kastaðu yfir þig kápunni, fylgdu mér svo þegj- andi.« Kenneth stóð á fætur og tók sverð sitt. »Petta er óþarft,« hvíslaði einbúinn. »Við förum þangað, sem einungis andleg vopn geta nokkru orkað,« Riddarinn lagði aftur sverðið niður með hvílu sinni, þar sem það hafði verið um nótt- ina og bjóst til að fylgja húsráðanda. Tígilkníf sínum stakk hann þó á sig, enda var það föst venja hans að skilja hann aldrei við sig. Hann fylgi svo einbúanum undrandi yfir þessu næt- urflakki og var í nokkrum vafa um hvort þetta væri ekki draumur. Peir komust fram í fremra herbergið án þess að vekja emírinn. A altarinu lá opin sálmabók og þar Iogaði á lampa, sem lifði á dag og nótt. Hegningarsvipan Iá þar á gólfinu fléttuð saman af hör og koparþráðum. Hún var blóðstorkin og bar vitni um að ein- búinn hefði fyrir skömmu l.amið s:g með henni. Theodorik kraup niður á steinbrík framan við altarið og benti Skotanum að krjúpa við hlið sér. Hann las svo í hálfum hljóðum nokkr- 15’

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.