Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 22
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ar bænir og raulaði þrjú iðrunarsálmvers, en á milli heyrðust andvörp hans og krampakendar grátstunur, sem báru vitni um að sálmurinn gekk honum mjög til hjarta, og að iðrun hans og guðrækni var hrein og sönn. Riddarinn baðst og fyrir klökkur í huga, og skoðun hans á húsráðanda breyttist nijög við þetta bænahald. »Mun hann þó ekki vera heilagur maður þégar alt kemur til alls,« hugs- aði hann. Þeir stóðu samsíða upp frá bænahaldinu og riddarinn stóð hjá húsráðanda, eins og lærisveinn hjá mikilsvirtum meistara, sem hann ber sanna lotningu fyrir. Litla stund stóðu mennirnir þegjandi; svo tók einbúinn til máls og mælti um leið og hann benti á fjarlægt horn í herberginu: »Sjáðu sonur, þarna í horninu muntu finna blæju, náðu henni fyrir mig.« Riddarinn varð við þessum tilmælum og blæjuna fann hann inn í skáp, sem höggvinn var í bergið og hulinn var með umfeðmings- reyr. Blæjan var nær því rifin í tvent og hér og þar sáust á henni dökkir blettir. Einbúinn horfði á hana mjög klökkur og tilfinningar hans brutust út í kramþakendum andvörpum, og var svo að sjá, sem honum væri varnað máls um stund. Um síðir veik hann sér að riddaranum og mælti: »Innan stundar muntu fá að Iíta þá dýrmætustu eign sem jörðin geymir. Helgidóm, sem eg brot- legur stórglæpamaður er eigi verður að lyfta augum til. En meðal annara orða, þú færir mér kveðju frá Ríkarði EngIandskonungi?« »Eg kem frá hinu háa ráði krossfaranna. En þar sem konungur Englands er sjúkur, hef- ur mér eigi hlotnast sá heiður að vera sendi- boði hans.« »Hvaða jarteikn hefir þú?« spurði einbúinn. Skotinn var fyrst í vafa um hvort hann ætti þegar að sýna manni þessum fult traust, en brátt hvarf tortrygnin, þegar hann hugsaði um hina áhrifamiklu guðsdýrkun hans, og hann mælti: »þekkiorðið er: Konungurinn þyggur ölmusu af ölmusumanninum.« sRetta er rétt,« svaraði einbúinn. »Og eg þekki þig vel. En þeir sem standa á verði hrópa jafnt til vina sem óvina og mín varð- mannsstaða er mjög miki!sverð.« Síðan gaf hann riddaranum vísbending um að fylgja sér eftir og fór aftur fyrir altarið og þrýsti þar á leynifjöður og lukust þá upp járn- dyr í veggnum hávaðalaust. Einbúinn lét drjúpa nokkra dropa af olíu á hurðarhjörin og lét ljósbirtuna leggja inn í rúmið fyrir innan hurð- ina og kom þá til sýnis mjótt steinrið höggvið út í bergið. »Taktu blæjuna og bittu fyrir augu mér,« sagði einbúinn og andvarpaði. ^Rað væri bæði synd og ofdirska ef eg dirfðist að horfa á þá dýrð, sem þú brátt nnint sjá.« Riddarinn batt blæjuna um höfuð einbúans án þess að mæla orð frá munni. Hann fetaði svo upp riðið án þess að reka sig á, sem sýndi að hann var vanur við að ferðast þar um með bundið fyrir augu. Lainpan bar hann og lýsti riddaranum upp steinriðið. Brátt komu þeir inn í lítið autt rúm og voru þar járndyr í einu horninu. »Leystu skóna af fótum þínum,« sagði ein- búinn, »því brátt komum við á helgan stað, rektu út allar holdlegar hugsanir, því það er dauðasynd að ferðast með þær yfir landamæri hins heilaga staðar.« Riddarinn varð við þessum tilmælum og tók af sér skóna. Um stund stóð einbúinn niðurlútur og baðst fyrir og sagði svo riddaranum að drepa þrisvar á dyr. Hann gerði það og dyrnar opn- uðust af sjálfu sér að því er virtist. Um Ieið varð hann sem steini lostinn af sterkri ljósbirtu, er streymdi út til hans og angandi ilmi. Hann hörfaði aftur á bak og var eigi þegar búinn að jafna sig á hinum snöggu umskiftum milli þessa sterka ljóss og hinnar daufu birtu, sem hann hafði verið í. Hann jafnaði sig þó skjótt og fór inn í hinn upplýsta sal. Sá hann þá að birta sú hin mikla kom frá mörgum silfurlömpum sem full- ir voru af tærustu olíu, sem breiddi þægilegan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.