Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 23
KYNJALYFIÐ.
117
ilm út frá sér. Hann sá nu, að hann var kom-
inn inn í litla gotneska kapellu, sem eins og
bústaður einbúans var höggvinn inn í berg,
en sá var munurinn, að allur frágangur á kap-
ellunni var listaverk, í staðinn fyrir að hroð-
virknislega hafði verið gengið frá að höggva
út bústað einbúans. Hvelfing kapellunnar var
meistaralega höggvin út og skreytt, og með-
fram hliðunum voru svipfagrar súlur, sex hvoru
megin, en í stúkunum milli þeirra voru högg-
nar myndir af herrans tólf postulum. í öðrum
enda kapellunnar stóð altarið. Bak við það
hékk dýrðlegt tjald úr persnesku silki útsaum-
að með gullþræði. Ætla mátti að þetta væri
fortjald fyrir einhverjum helgum dómum, sem
þessi skrautlega kapella hefði verið gerð til að
geyma. Riddarinn þóttist viss um að þessu
væri þannig varið, og hann gekk fyrir altarið
kraup þar niður og baðst fyrir.
Skamma stund hafði hann beðist fyrir, þeg-
ar hann truflaðist við það, að hið dýrðlega for-
tjald dróst til hliðar eins og af sjálfu sér. í
stúku þar á bak við var skápur úr íbenvið og
í honum stóð lítið sýnishorn af gotneskri kirkju
mjög haglega geit. Hann horfði undrandi á
þetta, én þá lukust þar upp tvær léttar
vængjahurðir og um leið heyrði hann yndis-
Iegan kvennasamsöng sem byrjaði sálminn:
»Dýrð sé guði í upphæðum«. Um leið og
söngurinn dó út lokuðust flauelsdyrnar og
tjáldið dróst fyrir.
Söngurinn hafði mikil áhrif á riddarann og
hann kraup niður og iauk með andakt við bæn sína.
Svo stóð hann upp og fór að líta eftir
einbúanum. Hann sá hann niðurlútan við kap-
elludyrnar og leit út fyrir að hann þyrði ekki
inn fyrir þröskuldinn. Blæjuna hafði hann
enn þá um höfuðið. Riddarinn gekk til hans
til þess að yrða á hann, en einbúinn varð
fyrri til og mælti í hálfum hijóðum:
íDveldu hér lengur, þú hamingjunnar barn,
sem mátt skoða þessar dásemdir, öll dýrðin
er eigi enn á enda.« Svc reis hann á fætur og
iokaði dyrunnm að sér, hurðin féll svo vel að
riddarinn naumast gat séð hvar hún var.
Skotinn var nú orðinn einn í kapellunni
án annara vopna en tígilknífsins; þó var hann
öruggur, ókvíðinn og einráðinn í því að taka
því með stillingu er að höndum bæri og gekk
með rósemi um í kapellunni fram eftir nótt-
unni. Undir morguninn heyrði hann að silfur-
klukku var hringt. Hvaðan klukknahljóðið kom
gat hann eigi fullkomlega áttað sig á. Ressi
hringing var bæði dularfull og hátíðleg þar í
næturkyrðinni og riddarinn dró sig inn í horn
í kapellunni gagnvart altarinu til þess að bíða
þar eftir því, sem hringing þess boðaði.
Lengi þurfti hann ekki að bíða, því brátt
dróst silkitjald til hliðar og skær kvennasam-
söngur barst honum til eyrna. Pað var morg-
unsálmur katólsku kirkjunnar, sem svo yndis-
lega hljómaði fyrir eyrum hans. Söngurinn
nálgaðist og vængjahurðirnar opnuðust og
inn í kapelluna gengu nú fyrst fjórir hvít-
klæddir kórdrengir með bera handleggi og
fætur, báru þeir reykelsisker sem ilminn lagði
frá um alla kapelluna, næst þeim komu sex
syngjandi ungmeyjar, svört blæja og axlaband
gaf til kynna að þær voru nunnur og höfðu
unnið heitið, á eftir þeim komu aðrar sex
meyjar með hvítar blæjur sem benti á, að
þær voru klaustursystur, sem um tíma dveldu
í klaustrinu til að kynnast lífinu þar og kven-
leguin dygðum. t*ær fyrnefndu báru stóra rósa-
kransa, en þær síðari smærri kransa fléttaða af
rauðum og hvítum rósum. F*ær gengu hring-
inn í hring í kapellunni í hátíðlegri skrúðgöngu
og veittu Kenneth enga eftirtekt, enda þótt
þær gengu svo nærri honum að jafnvel klæði
sumra þeirra snertu hann.
Kenneth riddari var nú í engum vafa um,
að hann væri kominn hér í klausturkapellu,
þar sem frómlundaðar kristnar meyjar fyr og
nú þjónuðu drotni. Mörgum slíkum klaustrum
hafði verið eytt eftir að Múhameðsmenn náðu
yfirráðum yfir Palestínu; en nokkur voru þó
enri við lýði. Klausturfólkið hafði í sgmum
þeirra keypt sér rétt til þess að fá að vera þar
óáreitt og þjóna guði, og á stöku stöðum
höfðu sigurvegararnir verið svo veglyndir að