Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 25
KYNJALYFIÐ. 119 ar, féll hún hálfgert óafvitandi og nióti vUja hennar í lóð fátæka Leopardriddarans mann- vænléga, sem lítið átti annað en sverð sitt og hertýgi. Og þelta val hennai var raunar alls eigi óskiljanlegt. Þvi engin af hirðmeyjum Rikarðar konungs gat neitað því, að Leopard-riddarinn væri einna mannborlegasli og svipfríðasti ridd- arinn í öllum krossfarahópnum og sannaðist á honum hið forna orðtak: »AMar vildu meyj- arnar með Ingólfi ganga». Ást til hans fór því smált og smátt að festa rætur í barmi hinnar ættstóru Edithar, sem var náfrænka Ríkarðar knnungs, oghenni varð stöðugt kærara að hlusta á frásögur um hreysti hans og göfuglyndi, sem einatt bárust henni til eyrna. Og þótt horfurnar væru eigi glæsilegar, að þau mundu geta náð saman, gat hún þó eigi ráðið við þær hugsanir sínar, að mála framtíð sína bjarta og unaðsríka við hlið hans. Kenneth riddari dirfðist aldrei að ráðast yfir þá múra, sem staða og metorð höfðu reist á milli hans og konu þeirrar, sem stóð jafn- nærri Englandskrónu sem Edith. Ástarþrá hans var því þögul og óframfærin og full af lotn- ingu, en þó auðsæ fyrir glögt auga. Rað kom því fyrir, að þessi hefðarmey, sem farin var að endurgjalda ást hans, áfelti hann í huganum, fyrir að gera ekki neina til- raun til þess að brjótast yfir múrinn milli þeirra, Og hún fór sjálf að hugsa um, að hún yrði líklega að hætta sér út fyrir almennar sið- venjur og hirðsiði til þess að gefa honum undir fótinn, en stolt hennar og siðavendni gerði uppreisn gegn þvf, svo ekkert varð af því. Ró þóttist Kenneth riddari fullviss um, að hinni fögru prinsessu var eigi með öllu sama um hann, því ástin ræður yfir mörgum tungu- málum. En aldrei fyr en þennan morgun hafði hún gefið honum jafnfagurt og augljóst merki um það. Kenneth riddari var nú einn í kapellunni hjartanlega glaður yfir tákni því er hin tigna mey hafði gefið honum. Hann kraup enn og baðst fyrir í myrkrinu, bað fyrir henni, sem allur hugur hans snerist um. Pegar minst varði ómaði skerandi pípu- blástur gegtium kapelluna. Relta hljóð átti illa við þær guðræknislegu hugsanir, sem riddar- inn var í og kyrðina í kringum hann. Honuin fanst því hann verða að vera við öllu búinn, spratt á fætur og þreif til tígilknífsins. Svo heyrðist skrúfnagla eða snælduhljóð, rifa kom á gólfið og ljósglætu lagði þar upp utn. Síðan opnaðist hlemmur í gólfinu og klunnalega vaxinn dvergur kom upp með Ijós í hendi. Hann sneri Ijósinu í kringutn sig svo vöxtur hans og andlit sæist sem bezt. Allur var hann ólaglegur, en þó voru augu hans gáfuleg og eigi óviðfeldin, á eftir honum kom upp úr gólfinu önnur skepna í mannsmynd, dvergvax- in og í kvenbúningi og ekki geðslegri á að líta en dvergurinn. Bæði voru þessi skötuhjú í rauðum flauelsfötum. Kennelh riddari slóð undrandi og starði á þau. Rau byrjuðu svo með fettum og brettum að sópa gólfið í kap- ellunni og vanst þeim það starf fremur seint. Regar þau voru komin þangað þar sem ridd- arinn stóð, hætlu þau að sópa, staðnæmdust hvort við hliðina á öðru. Rau létu Ijósbirtuna fyrst leika um sig, lýstu svo framan í riddar- ann og ráku svo upp ofsalegan og mjög óviðkunnanlegan hlátur. »Hver eruð þið, sem vanhelgið guðshús með hæðnishlátri og skrípalátum,« spurði ridd- arinn. »Eg er dvergurinn Nebaktamus,« svaraði dvergmennið með þeirri rödd, sem minti á garg næturhrafnsins. »Og eg er Gínerva konan hans hjartkæra,« sagði hún enn skrækrómaðri. »Svo eg segi eins og er,« sagði dvergur- urinn, »þá erum við óhanúngjusamt furstapar, sem höfðum vernd undir vængjum Jóisalakon- ungsins, þar til vantrúarinnar höfðingjar—him- insins eldur eyði þeim! — ráku hann út úr sinni helgu borg.« »Engan hávaða hcr,« var nú hrópað frá

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.