Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 26
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUP. því horni kapellunnar, sem riddarinn hafði komið inn um. »Þegið þið heimskingjar, burt með ykkur, störfum ykkar er nú Iokið!« Jafnskjótt og dverghjónin heyrði þessi orð, slöktu þau ljós sín og hurfu ofan um gólfið, og var þá riddarinn einn eftir í myrkrinu. Var honum það léttir að vera laus við þessi ógeðs- legu hjú. Eftir útliti þeirra að dæma, málæði, fettum og brettum var hann eigi í vafa um, að þau voru af þessu lítilsvirta fólki, sem höfðingjafjölskyldur höfðu einatt sér tii skemt- unar til að sjá fíflalæti jreirra og ámátlegt háttalag. Hefði Kenneth riddari hitt þessi hjú annarstaðar og eigi á jafnhátíðlegri stundu, hefði hann ef til vill eins og sumir aðrir haft gaman af þeim; en eins og þá stóð á fyrir honum varð hann sárfeginn að verða laus við þau. Fáum mínútum eftir að þau voru horfin var dyrunum, sem hann hafði komið inn um lokið upp með hægð. Riddarinn skundaði þangað og stóð Iampinn enr. við þröskuld- inn og bar daufa birtu í kringum sig, en ein- búinn kraup enn í sama stað álúlur og auð- mjúkur og mátti ætla að hann hefði kropið þarna meðan riddarinn hafði dvalið í kapell- unni. »Nú er öllu lokið,« sagði hann, »og bæði hinn aumasti syndari á jarðríki og eins sá sem heimsins mestu sæmd og hamingju hefir hlotnast, verða að yfirgefa þennan stað. Taktu því Ijósið og fytgdu mér ofan riðið.i því ekki má eg taka bindið frá auguni mínum fyr en eg er kominn nokkuð frá þessum helga stað.« Riddarinn hlýddi þessari fyrirskipun þegj- andi, og rataði leiðina aftur til hýbýla ein- búans. Theodorik tók þar af sér blæjuna og lagði hana aftur á sinn stað, andvarpaði og mælti: »Hinn bannfærði glæpamaður er kominn aftur í hið skuggalega fangelsi sitt, þar sem hann má leika lausum hala þar til hinn hæsti dóm- ari býður að hinni verðskulduðu hegningu verði fullnægt.« Svo sneri hann sér að riddar- anum og mælti: »Farið nú og leggist til hvíldar. Pér getið sofið og megið sofa, en eg hvorki get eða má.« Af virðingu fyrir hinni miklu alvöru, sem fylgdi orðum einbúans fór riddarinn inn í innra herbergið án þess að koma með forvitnislegar spurningar, en áður en hann lokaði dyrunum eftir sér sá hann að einbúinn fletti klæðum af öxlum sér og herðum og lamdi sig vægðar- laust með svipunni og heyrði stunur hans og andvörp undir þessari sjáifshirtingu, F*að fór hrollur um riddarann og hann gruflaði yfir hvaða stórsynd það mundi hafa verið, sem þyngdi hjarta einbúans og veldi því samvizkubiti, sem hin þyngsta sjálfshirting gæti þó ekki bætt úr. Hann baðst fyrir í hljóði, fullvissaði sig um að emírinn svæfi og lagðist svo til hvíldar, Hann sofnaði brátt enda höfðu hinir ólíku at- burðir dagsins og næturinnar þreytt hann, en nú fékk hann hvíld. Næsta morgun átti hann tal við einbúann um ýms áríðandi málefni viðvíkjandi erindi sínu þangað og þeirra vegna varð hann að dvelja þar nokkra daga. Hann stundaði guð- ræknisiðkanir á hverjum degi eins og pílagrím sómdi, en í kapelluna kom hann ekki, þar sem hinir undarlegu og lítt skiljanlegu atburðir höfðu mætt honum. FIMMTI KAPITULI. Nú víkur sögunni þangað, sem Ríkarður Ijónshjarta, konungur Englands, lá með her sinn í herbúðum milli Jean d’ Acre og Askalon, Með þeim her hafði þessi stórláti konung- ur hugsað sér að halda sigurinnreið í Jórsali, og það er ekki ólíklegt, að honum hefði auðn- ast það, ef öfund sú er hinir aðrir höfðingjar krossferðarinnar báru til hans, hefði ekki Iagt óvinnandi tálmanir í veg fyrir hann. Samherjar hans stygðust við stórmensku hans og einræði, og gramdist fyrirlitning sú, sem hann einatt sýndi þeim, þótt þeir væru jafningjar hans að tign, þótt þeir gætu eigi kept við hann í hreysti, áræði og allri herstjórn. Ósamkomulagið milli

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.