Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 27
KYNJALYFIÐ. 121 hans og hinna krossfararhöfðingjanna lamaði allar meiri háttar hernaðarframkvæmdir. Eink- um ríkti mikil tortryggni á báðar hliðar milli Ríkarðar og Filips Frakkajöfurs, og átti það rót sína að rekja til gamalla viðburða. Af þess- um ástæðum og fleirum þyntust sveitir kross- faranna meir og meir, bæði fyrir það að marg- ir hreint og beint struku burt á laun og ýms- ir lénsmenn yfirgáfu herinn með sveitir þær, sem þeim höfðu fylgt, af því þeir þóttust sjá að takmarki leiðangursins, að vinna borgina helgu, mundi aldrei verða náð. Austurlanda veðráttan hafði einnig áhrif á Norðurálfu' herinn, og því fremur, sem margir krossfarar voru óreglu menn og léttúðarfullir, sem var í beinni andstöðu við augnamið og tilgang krossfaranna. En fyrir óreglulegt líferni féllu hermennirnir fremur fyrir afleiðingu hins mikla hita um daga og hins kalda döggfalls um nætur. Ennfremur bættist við að margt af liðinu féll í orustum og skærum við þá van- trúuðu. Soldán Saladín, sem talinn er einhver merkasti þjóðhöfðingi Austurlanda að fornu °g nýju, hafði orðið að kaupa dýrt þá reynslu að hinir léttvopnuðu hermenn hans dugðu illa að fást við hina albrynjuðu vestanhermenn í stórorustum, en í smáorustum veitti honum einatt betur; naut hann þá ofl Iiðsmunar eink- um eftir að Norðurálfuliðió fór að fækka. Um þessar mundir var krossfaraherinn umkringdur af stórum sveitum af léttfæru riddaraliði, sem þeir að vísu áttu í öllum höndum við, gætu þeir fengið þá til algerðrar orustu, en riddarasveitirnar gáfu lítt færi á sér, voru snarar til undanhalds og svo létt- færar, að krossfararnir þurftu ekki að hugsa til að ná þeim. Hins vegar voru þeir með sí- feldum áhlaupum og útverðir hersins höfðu aldrei frið fyrir þeim og í þeim skærum féll margt manna. Reir töfðu fyrir vistaflutningi til hersins svo annað veifið horfði til vand- ræða. Járnvilji Ríkarðar konungs og óbilandi starfsþol réði þó að sumu leyti bót á þessum vandræðum. Altaf var hann á hestbaki, þeysti milli forvarðanna með nokkra af sínum hraust- ustu mönnum, reiðubúinn til að skakka Ieikinn þar sem hætta var á ferðinni. Hann rétti við sveitir forvarðanna hvað eftir annað þegar þær voru komnar að flótta fyrir ofurefli óvinanna og sneri einattvörn í sókn, þegar Múhameðsmenn þóttust handvissir um sigur. En svo fór þó að ekki einu sinni Ríkarður Ijónshjarta þoldi til lengdar áhrif hinnar breytilegu veðráttu þar auslur frá, þrátt fyrir hans afarsterku líkams- byggingu, enda hjálpaði til hin mikla líkamlega og andlega áreynsla, að illkynjuð hitaveiki, sem lá þar í landi, náði tökum á honum svo hann lagðist rúmfastur og varð eigi fær um að mæta á ráðstefnum foringja krossferðarinnar. Meðan hann lá á sóttarsæng tók ráðið þá ákvörðun að semja um þrjátíu daga vopnahlé við Saladín. Rað var eigi gott að gera sér grein fyrir, hvort Ríkarður undi betur aðgerð- aleysinu fyrir þetta ófriðarhlé. Rað ergði hann að vísu, að svo lengi var tafið fyrir að ná því markmiði, sem var áform hans að ná, en á hinn bóginn gladdi [jað hann, að hinir aðrir höfðingjar krossfaranna liöfðu skotið loku fyrir, að vinna sér nokkra herfrægð meðan hann var rúmfastur, því hann unni þeim eng- rar slíkrar frægðar. Pað sem Ríkarður Ijónshjarta aftur þoldi iila og jók honum áhyggjur, var hið almenna framkvæmdaleysi, sem melr og meir náði yfir- tökunum í herbúðum krossfaranna eftir að hann féll í valinn og þær fregnir er hann fékk hjá þeim, sem stunduðu hann í veikindunum, bentu á að herinn væri að missa hugrekki og sigurvonir. Friðartíminn var eigi notaður til þess að styrkja og hressa herinn og efla hugrekki hans og búa alt undir að taka sig upp og sækja fram til Jórsala og taka borgina umsvifalaust. Rvert á móti var farið að gaufa við að víg- girða herbúðirnar með görðum og gröfum eins og mest væri umvert, þegar friðartíminn væri á enda, að geta varist í stað þess að sækja þegar fram og ná takmarkinu. 16

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.