Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Síða 33
ÓFERMDI DRENGURINN. 127 aði Halldór um Ieið og hann lyfti umdir torfu- endann með Tuma. »Jæja greyið mitt,« byrjaði Halldór, »útséð er um það að þú komir í skóla framar. Reir eru búnir að fella þann dóm yfir þér, að þú getir ekki lært. Finst þér það ekki efnilegt?« Rað sást ekki á Tuma að honum kæmi þetta nokkuð við. »Rað er nú undir prestinum komið hvort þú verður fermdur eða ekki,« sagði Halldór gamli og varpaði mæðilega öndinni. Tumi glápti upp á hann og sagði ekkert og skildi ekkert. Halldór hélt áfram. »Er það ekki fremur glæsilegt fyrir þig að verða án fermingarinnar fyrir heimsku og leti? Heldurðu að þú verðir ekki hafður í hávegum settur með höfðingjum, þegar menn vita að þú ert ófermdur?« Gamli Halldór þagnaði um stund, svo Tumi áræddi að spyrja: »Er þá nokkuð ljótt að vera ekki fermdur?* Halldór gamli stanzaði. Honum ofbauð fá- vizkan. Ró byrjaði hann að ganga aflur um gólf á hólnum, sem fyrstu vorgrösin voru að lita grænan. »Nokkuð ljótt! Nokkuð ljótt, drengur! Er nokkuð Ijótt að vera guðlaus? Spurðu að því?« Tumi senti skekli upp á hlaðann um leið og hann skaut úrsér: »GuðIaus?« Honum var ekki fyllilega ljóst hvað húsbóndi hans meinti með því. »Já, guðlaus! Veiztu það ekki, barn, að allir, sem ekki eru fermdir, eru líka guðlausir?« Tumi hafði enn ekki fengið neina skýringu á því, hvað það væri að vera »guðlaus,« svo hann spurði í mesta sakleysi: »Hvað er það að vera guðlaus? Er fjarska ljótt að vera guðlaus?* Nú gekk alveg fram af Halldóri. Hann gekk fast upp að hlaðanum til Tuma: Guð hjálpi þér, garmurinn þinn! Hvort það sé Ijótt að vera guðlaus! Hvað það sé að vera guðlaus! Já, guð hjálpi mér, hvaða ógn er að heyra þetta.« Og gamla Halldóri var svo mikið niðri fyrir að það var ekki fyr en eftir langan tíma, að liann gat farið að hugsa til þess að útlista þetta fyrir Tuma. Og röddin var svo þrungin af ákafa, að Tumi átti ekki slíku að venjast af Halldóri. »Hvað heldurðu það sé að vera guðlaus annað en það að vera óguðlega illur maður, framúrskarandi vondur, trúa ekki neinu góðu orði, ákalla aldrei guðsnafn, biðja guð aldrei nokkurs hlutar; vera eins og skepna, eins og grjót, sem ekkert vinnur á. Rað er að vera guðlaus.« Halldór gamli tók allan hólinn í fá- einum skrefum. Tumi hafði ekkert að segja við þessu. Hann hafði fengið glögga lýsing á því, hvað væri að vera guðlaus. En honum fanst nú raun- ar sú lýsing ekki eiga að öllu leyti við sig. Rað gæti vel verið, að hann væri guðlaus eins og Halldór sagði, en honum fanst hann ekki vera neitt framúrskarandi vondur fyrir það. Hann hafði séð fullorðnu mennina — fermda fólkið, gera margt ljótt, sem hann hafði aldrei gert. Aldrei hafði hann blótað; aldrei sparkaði hann í hundana, svo þeir ýlfruðu af sársauka. Aldrei hafði hann drepið smáfugla, eða barið hestana, þegar þeir settust fastir í einhverri keldunni með klyfjar, sem þeir svitnuðu og stundu undir. En maður mátti líklega gera alt, ef maður var fermdur. Halldór gamli byrjaði enn. Röddin var bæði ásakandi og gremju blandin: »Já, dreng- ur minn, það er voðalegt að vera ófermdur. Rað eru ekki nema einhverjir lánleysingjar, sem þurfa að bera þann kross. Reir menn eiga sér aldrei viðreisnar von. Peir eru eilíflega glataðir.* Hann snerist altíeinu aðTuma: »Eða hef- urðu eklci heyrt, hvað allir foreldrar láta sér umhugað um, að börnin þeirra komist vel og sómasamlega í gegnum ferminguna, í kristinna manna tölu ? Eða heldurðu að það sé einskis- vert að vera í kristinna manna tölu ? Nei, hró- ið mitt, það er mikils vert í lífinu. Reim manni er ekki neitt hættuspii að yfirgefa foreldrahús-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.