Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 34
128 NYJAR KVÖLDVÖKUR. in, sem hæstur var við ferminguna. Rað er sama sem að vera hæstur í lífinu, vera mestur maðurinn, efstur.« Halldór tók hvíld á meðan hann snýtti sér og tók í nefið. Hann var sérlega óhófssamur átóbakinu, þegar hann fór að tala mikið. »Eða hvar heldurðu að eg hefði staðið nú, ef eg hefði ekki verið í kristinna manna tölu? Heldurðu að eg hefði verið eigandi að þeim reitum, sem mér hafa áskotnast, þó þær séu ekki miklar, ef eg hefði verið ófermdur?« Honum varð ósjálfrátt litið í kringum sig. Hann sá aftan á og yfir Hólsbæinn, fyrir- ferðamikinn og vel hýstan. Túnið lá í kring- um bæinn, afgirt, stórt og vel hirt, og lyfti þúfum og hólbörðum upp í vorloftið gróður- þrungið og sólhlýtt, eins og það væri að biðja um blessun vorsins. Lambærnar röltu um það nær hundrað að tölu, og tíndu makindalega grænu stráin. Sjö kýr ösluðu niðri í mýrunum og jafnmargir hestar kroppuðu sinuna af smá- þýfinu ofan við vallargarðinn. Halldóri varð svo mikið um, þegar hann sá þessa sönnun velmegunar sinnar, og mintist þess, að hann hefði verið útskúfaður bæði frá guði og mönnum, ef hann hefði verið ófermd- ur, að hann viknaði af eintómu þakklæti við skaparann og lotningu fyrir því að vera í krist- inna manna tölu. Tumi fór líka að horfa í kringum sig. En hann gat hvergi komið auga á velþóknun guðs á þessum fermda manni. Hann hafði einhvern óljósan grun um, að liann væri ákaflega ríkur og gæti keypt sér alt, sem hann Iangaði til: rúsínur, spil og kerti, þó hann raunar gerði það aldrei. En hann minti að hann hefði ein- hverntíma heyrt það sagt, að auður Halldórs mundi ekki stafa af því, að guð hefði svo mikla ást á honum. Eu hann lét ekkert í Ijós af þess- uni hugsunum sínum. Hann hélt þær væru syndsamlegar — óguðlegar, úr því ekki var hægt að ferma hann. Hann hamaðist því meir að sundra tóftinni og hlaða torfinu. Pegar Halldór gamli hafði náð aftur still- ingu sinni, bjóst hann til að ganga heim aftur. En það var eins og hann ætti eitthvað eftir. Hann stóð um stund þegjandi yfir Tuma. Svo mælti liann í föðurlegum róm: *Pú veizt, greyið mitt, að eg hef æfinlega viljað þér vel, og ætlast til, að þú yrðir sjálf- um þér heldur til sóma en hitt.« Halldór þagnaði. Hann ætlaðist til að Tumi áttaði sig vel á því, að hann meinti þetta og það væri alvara sín. En þetta var í raun og veru ekkert nýtt fyrir Tuma. Hann hafði stundum fundið til þess inst inn í afkimum sálar sinnar, að hann átti Halldóri alt það gott að þakka, sem fram við hann kom daglega. Og Tumi hafði fundið til þess einstöku sinnum, að það mundi vera gott að mega kalla hann föður sinn. Halldór tók í nefið, áður en hann tók til máls aftur. \ »Rað er nú ekki eftir nema ein leið til þess að koma þér í kristina manna tölu. Rað er að presturinn sjái aumur á þér. Eg er að hugsa um að ganga nú strax suður eftir og tala við hann. Eg ýti heldur undir hann, og eg trúi ekki öðru, en að hann geri það fyrir mig; fari í horngrýti, ef eg trúi öðru. Hann hefur alténd heldur verið á mínu bandi. Hann má til að gera það.« Og Halldór gamla fanst það svo sjálfsagt og víst, að það væri ekki eyðandi orð- um um annað eins. Tumi hlustaði á eins og í leiðslu. Hann átti svo bágt með að skilja í þessu öllu sam- an. En það fann hann ósjálfratt, að Halldór gamli, gráskeggjaði, hörkulegi og brúnasíði maðurinn, sem stóð yfir honum, var að reyna að bjarga honum yfir þá torfæru, sem hann áleit að mundi mæta honum örðugust og hættu- legust á lífsleiðinni. Og hann hljóp upp um hálsinn á gamla Halldóri. Hann gekk frá honum heim að bænum. En Tumi heyrði hann tauta á leiðinni: »Eg trúi því ekki, fari í horngrýti, ef eg trúi því!« Halldór gekk inn í hús þeirra hjónanna og smeygði sér í aðra treyju. Síðan gekk hann á stað. Hann var ekki nema fáar mínútur suður að Hrauni. Halldór hitti eina vinnukonuna úti og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.