Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 35

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 35
ÖFERMDI DRENOURINN. 129 spurði eftir presti. Hún kvað hann vera heima. Halldór sagði að sér þætti vænt um, ef hann gæti fengið að tala fáein orð við hann. Eftir stundarkorn kom prestur út. Peir heilsuðust. »Hvað kemur að þér, Halldór minn, að heimsækja okkur hér á Hrauni ?« »Og það það kemur nú ekki til af góðu, séra Björn.« »Nú—nú! Einhver ill tíðindi á ferðinni?* Við skulum koma hérnainn í stofuna, Halldór.« Um leið og þeir gengu inn kallaði prest- ur inn í eldhúsið, og bað að heita kaffi handa Halldóri. Regar þeir höfðu sezt fór Halldór að bera þetta í tal aftur. »Já, það var nú þetta tneð erindið hingað, prestur góðtir . . . . « Halldór var hikandi. Hann var að hugsa um hvort hann ætti að nota sömu aðferðina við prestinn og við kaupmanninn: segja, að svona vildi hann hafa þetta og svona yrði þetta að vera. Nei, Halldór hélt það væri bezt að fara gætilega í sakirnar. »Já, hvað var það, Halldór minn?« »Rað var viðvíkjandi ræflinum honumTuma. Þeir segja þarna við prófið, að hann sé ómögu- legur til nokkurs náms; og nú sé það undir þér komið, hvort þúteljir hatin fermingarfæran.* »Já, já, eg býst við því,« mælti prestur út í hött. »En svo dat mér í hug,« sagði Haildór og varð ísmeygilegur í rómnum, »hvort það væri nokkur efi á því að þú fermdir strákinn fyrir tnig, eg meina svona hvernig sem hann væri.« »Rað get eg ekki, Halldór. Það get eg ekki. Mitt verk nær ekki lengra í þessu efni, en að skrásetja inn í söfnuð guðs þær sálir, sem undirbúnar hafa verið undir það af öðrum, og hafa getað lært hina viðurkendu lærdóma um guð og hans ríki. Rað eiga skólarnir og heimilin að annast.« Halldóri fanst einhver broddur felast í þessu um heimilið. »Ekki trúi eg því, séra Björn, að þú missir hempuna eða himnaríki fyrir það að skjóta fermingu á einn unglingsgarm, þó hann væri ekki upp á það bezta, svona sem maður segir.« Rómurinn var dálítið þyngri. »Rað getur vel verið,« mælti prestur. »En þó veit maður aldrei hvað fyrir kann að koma. Og. þetta stríðir á móti embættisskyldu minni.« »Já, það er líklga, að það sé svo. En hart þætti mér að vera prestur og hafa ekki leyfi til að ferma þá, sem mér sýndist, hvað sem um það væri sagt. Mér finst að presturinn ætti að hafa Ieyfi til að koma með hvern sem væri að augliti guðs, og ekki þurfa að biðja neinn um það.« »Um þetta og annað eins má nú deilá, Halldór. En við verðum allir að taka tillit til einhvers, og beygja okkur undir það. Pað er eitt af mestu gæðum lífsins, að það kennir okkur að beygja okkur.« Halldór gamli fór að verða órór í sætinU. »Ef við þurfum þá ekki að beygja okkur svo, að við förum að sleikja skarnið af löpp- unum á þeim, sem við erum að lúta. Og það finst mér ekki nein sérstök gæði af lífinu. Pað væri ólíkt betri lærdómur, ef það gæti kent okkur að standa uppréttum, hvað sem á gengi.« Haildór gamli sparaði ekki pontuna á eftir þessu svari. »Já, hvað sem er um það, þá get eg ekki orðið við þessari bón þinni, Halldór. En út- eftir skal eg ganga í kvöld og spyrja dreng- inn nokkurra spurninga. Og því Iofa eg að gera ekki miklar kröfur.« Nú kom kaffið rétt í þessu. Reir slitu samtalinu um tíma meðan þeir drukku það. Svo þegar Halldór stóð upp og bjóst til að fara, endurtók séra Björn það, að hann skyldi ganga út að Hóli um kvöldið og tala við Tuma. »Eg trúi ekki öðru en að þú finnir hjá honum einhverja skímu úr kverinu og biblíu- 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.