Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 37
ÓFERMDI DRENGURINN.
131
hann ofl grátið sig þreyttan, grátið sig langt
burt frá allri æskugleði og barnsfögnuði. Hon-
um datt í hug að hlaupa á dyr. En þá mundi
hann eftir Halldóri og öllum áminningunum.
Séra Björn blaðaði í kverinu aftur og fram,
líklegast til að lofa Tuma að jafna sig. Loks
spurði hann:
»Geturðu sagt mér hver hefur skapað þig?«
»Guð,« svaraði Tumi eftir langa þögn.
»Já. Rað er rétt, en hefur hann ekki skap-
að fleiri en þig, Tumi minn?«
»Jú.«
»Hvað fleira?«
»HaIldór og Rauð og Skjöldu og . . og ..
og . . « Tumi mundi ekki eftir fleiru í svipinn.
Prestur brosti.
»AIIann heiminn, barn I Alt sem við sjáum
daglega, menn og skepnur og jurtir og sjó og
land. — Pað er nú svo.«
Tumi mundi ekki eftir að hafa heyrt þetta
fyrri.
Til hvers heldurðu að guð hafi þá skapað
þetla alt saman?«
»Til þess að eiga það,«
Náttúrlega á guð heiminn. En manstu ekki
eftir neinni grein, sem segir: »Og alt þetta
skapaði hann sér til dýrðar og skepnum sínum
til blessunar?«
Pað mundi Tumi ekki.
»Er guð þá ekki óumræðilega góður að
hafa skapað þetta alt seman ?«
»Jú stundum,«
»Hvenær helzt?«
»A sumrin.«
»Pví þá á sumrin ?« spurði prestur.
»Þá er altaf svo gott veður, mikið sólskin,
ekkert myrkur.«
»Nú. — Hverjum áttu alt það gott að
þakka, sem daglega kemur fram við þig ?«
»Halldóri,« svaraði Tumi hiklaust.
En hver lætur Halldór gera það gott?«
Við því þagði Tumi.
Prestur varpaði öndinni mæðilega.
Geturðu nokkuð sagt mér um Krist? Hver
var það?«
»Góður maður — fjarska góður maður.«
»Mikið rétt! En var hann svona algengur
maður, eins og þeir sem með honum lifðu á
þeim tíma ?« »
Steinhljóð.
Hvað gerði þá Kristur helzt? Manstu það?«
»Gekk á Genas . . . Gen . . .«
Hvað ? Gekk á hverju ?«
»Genas . . . Gekk á vatninu.«
»Nú. Einmitt það. Já. Hann gekk á Gene-
saret-vatni. Var það helzta starf Krists? Gerði
hann ekkert fleira ?«
Tumi rendi ráðaleysisaugum um alt húsið,
eins og hann væri að Ieita þar að einhverju,
sem Kristur hefði gert. Loksins stundi hann
upp: »Hann blessaði ungbörnin.«
»Já. Rétt er það. Hann blessaði ungbörnin.
En blessaði hann þá enga fleiri?
»Fariseana.«
»Á . . . nú ertu á rangri leið. Farisearnir
voru óvinir hans.«
Presturinn þagði andartak.
»Er nokkuð gott að líkjast Jesú?«
Tumi þagði.
»Er nokkuð betra að líkjast honum en
einhverjum öðrum, t. d. Halldóri?«
Nú var Tumi í vandræðum. Hann vissi að
Kristur var góður. En það var nú raunar Hall-
dór Iíka. Honum fanst því réttast að segja
ekkert um það.
Prestur sá að hann ætlaði ekki að svara.
»Hver þeirra heldurðu sé máttugri, geti
betur hjálpað þér, stutt þig í lífinu, gefið þér
styrk í freistingunum?«
»Halldór,« svaraði Tumi með mikilli vissu
í röddinni.
Séra Björn hristi höfuðið. Hann var að
hugsa um að fara ekki lengra. Ójú, nokkrar
spurningar enn.
»Voru menn altaf góðir við Krist, elskuðu
menn hann?«
Tumi mundi eftir mönnum, sem höfði elsk-
að hann, og öðrum sem höfðu hatað hann.
En það hélt hann, að ekki gæti verið. Pað
var víst bezt að þegja um það, 17*