Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 40
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hvernig hún fór að lifa. — En hún var mönn-
um einkar hvimleið vegna þess, að hún hafði
þann ágalla að betla og var oft frek og nær-
göngul í þeim efnum. En þó höfðu ménn
mestan ímugust á henni fyrir þá orsök, að hún
bar slík óþrif á sér, að enginn mátti koma
nærri henni, svo hann bæri þess ekki greini-
legar menjar. Hún fékst aldrei til þess að dvelja
svo lengi í stað, að hægt væri að þrifa hana
rækilega til. En hún var gengin mönnurn úr
greipum áður en menn vissu af.
Guðrún hafði farið svona við lát unnusta
síns. Hafði hann farið í sjóinn, hún orðið geggj-
uð á skapsmunum og aldrei náð sér síðan. —
Guðrún dró sig að kirkjudyrunum og bland-
aði sér í mannfjöldann. Pó vildi enginn koma
mjög nærri henni.
Hún byrjaði strax á því að biðja að gefa
sér, fáeina aura, leppdulu, matarögn og hitt og
þetta, sem hún taldi upp. Röddin var há og
skar í gegnum mann.
Betli hennar var ekki svarað. Sumir sögðu
henni að þegja. Aðrir, að hún ætti að dragn-
ast burt. Og enn aðrir, að hún ætti að biðja
hreppsnefndina. Þó söfnuðust menn utan um
hana og mynduðu stóran hring, og létu hana
hökta innan í honum. Ef hún ætlaði að snerta
einhvern skaust hann burt. En við það varð
hún enn áfjáðari og ákafari.
Loks var hún orðin svo þreytt á þessum
snúningum, að hún dró sig að kirkjudyrunum
og settist á steintröppuna.
Augnabliki síðar kom séra Björn út úr kirkj-
unni. Honum hnykti dálítið við, þegar hana
sá Guðrúnu sitja þarna. Samt hélt hann áfram.
En um leið og hann gekk r.iður, tók Guðrún
þétt utan um fótinn á presti svo hann stoppaðist.
»Ó, lofið mér að snerta fótinn á btessuð-
um guðsmanninum! Lofið mér að faðma hann
að mér! Rað styrkir mig, þreyttan vesalinginn.*
Guðrún vafði handleggjunum um fót prests og
lagði grátt, sneplótt höfuðið á hnéð hans eins
og barn, sem leggur kollinn í skaut móður
sinnar.
En prestur var því líkur útlits sem fóturinn
væri að brenna. Hann vissi ekki hvað flyttist
af Guðrúnu á hann.
»Sleppið þér, Guðrún mín, eg þarf að hiaða
mér! Sleppið þér! Sleppið þér! Heyrið þér
ekki manneskja!*
Rödd prestsins var svo vandræðaleg og biðj-
andi, að honum leið sýnilega ekki vel.
En Guðrún slepti ekki. Hún vafði sig enn
fastara upp að presti.
»Gefið mér einn fermingartoll, — hálfa —
eina krónu — fáeina aura — eitthvað. Eitthvað
látið þér það heita, sjálfur guðsmaðurinn á sjálf-
an hvítasunnudaginn.*
Séra Björn leit bænaraugum á mannfjöldann
í kring, sem altaf varð meiri og meiri. En
enginn hreyfði sig. Sumir brostu. Aðrir stikluðu
fram og aftur, kendu í brjóst um prestinn og
langaði til að hjálpa honum, en þorðu ekki.
Reir voru þó f sparifötunum.
En til allrar hamingju fyrir prestinn bar
vinnumann hans þar að.
Hann hrópaði til hans:
»Blessaður Páll, losaðu mig við kerlingar-
skömmina.*
Vinnumaðurinn gekk til þeirra, en stanzaði
í hverju spori. Hann var auðsjáanlega mjög
lítið ánægður með þessa fyrirskipun.
Hann tók á Guðrúnu eins og hún væri
baneitruð eða einhver vítisvél, sem gæti sprengt
alt í loft upp, ef komið væri við hana. Hann
losaði handleggina utan af fótlegg prestsins. En
um leið slepti hann henni svo snögt og hrana-
lega að hún steyptist áfram niður af tröppunum.
Krakkarnir skellihióu. Sumir aumkuðu kerl-
ingaraumingjann, að fá þessa byltu. En enginn
hreyfði sig til þess að rétta hana við og reisa
hana á fætur.
En Guðrún stundi og hljóðaði. Hún ætlaði
hvað eftir annað að standa á fætur, en brast
mátt tii þess.
Sutnir fóru að draga sig frá og bak við hina.
Þá hljóp Tumi fram úr hópnum.
Hann lók mjúklega utan um Guðrúnu og