Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Page 44
138
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
síður hinumegin en hérna megin grafarinnar. Og
vér getum því alveg eins treyst þeim lögmál-
um, sem höfundur tilverunnar hefur sett þar,
eins og hér, og þurfum því ekki að kvíða
framtíðarörlögum vorum né ástvina vorra.
IV.
Himnariki,
Öll trúarbrögð halda því fram að til sé til-
verustig, er þau nefna himnaríki,"og kenna jafn-
framt, að menn hljóti himneskt sælulíf eftir
dauðann, ef þeir lifi vel hér í lieimi. Múhameðs-
trúar menn og kristnir skoða hina himnesku
sælu sem laun, umbun eða náð, sem guð veiti
þeim, setn honutn hafa verið þóknanlegir. Aftur
á móti kenna það flest önnur trúarbrögð, að
hin himneska sæla sé eðlileg afleiðing af góðu
líferni, og því hinu sama höldum vér guðspek-
ingar fram. En jafnvel þótt öll trúarbrögð lýsi
dýrð himnaríkis í skrúðmiklu og skáldlegu
máli, þá hefur þeim þó ekki tekizt að lýsa
henni svo rækilega, að menn hafa yfirleitt
þótst þess sannfærðir að þar væri um veruleik
að ræða. Alt sem ritað hefur verið um himna-
ríki, virðist vera svo öfgakent, að það Iíkist
fremur æfintýrum eða kynjasögum, en því sem
menn geta búist við að hafi við einhvern sann-
leika að styðjast. Auðvitað viljum við trauðla
kannast við, að svo sé um þær lýsingar af
himnaríki, sem vér höfum heyrt um, síðan við
vorum í bernsku. En ef vér heyrum þær lýs-
ingar, sem haldið er fram í öðrum trúarbrögð-
um, þykjumst vér sjá á þeim æfiníýrablæinn.
í helgiritum Brahma- og Búddha-trúarmanna
getur að lesa skáldlega lýsing á himnaríki,
og þar er sagt, að það séu víðáttumiklir ald-
ingarðar, og viðirnir í þeim séu allir gull og
silfurmeiðir og aldinin dýrmætir gimsteinar. Og
vér mundum ekki geta að þvf gert að brosa að
slíkum sögum og aumkva Brahma- og Búddha-
trúarmenn fyrir einfeldnishátt þann, að láta kenna
sér slíkt, ef vérgætum ekki alveg eins búizt við, að
þeim mundi þykja viðlíka ótrúlegt að himna-
ríki sé eins og oss hefur verið kennt, stórborg
upp á himinhvelfingunni nreð gullstrætum og
perluhliðuin. Sannleikurinn er auðvitað sá, að
lýsingarnar á hiinnaríki fá á sig þennan æfin-
týrablæ af því að höfundar þeirra hafa allir
reynt að lýsa því, sem þeim hefurekki verið unt
að lýsa með orðum. Indverskir helgiritahöf-
undar hafa vafalaust séð hina skrautlegu aldin-
garða konunga í Austurlöndum, þar sem hag-
lega gerðir gull- og silfurmeiðir og dýrindis
gimsteinar í aldinalíki voru enganveginn sjald-
séð garðprýði. Hinsvegar hafa hinir kristnu rit-
höfundar ekki þekt neitt slíkt. Hann hefur átt
heima í fagurri borg — að líkindum í Alex-
andríu. Og þá er hann hefur viljað koma sam-
tímismönnum sínum í skilning um fegurð
himnaríkis, hefur hann gripið til þess að líkja
því við mikla borg, sem væri auðvitað gerð
úr margfalt dýrara og fegurra efni en borgin,
sem hann átti heima í. Reir hafa sem sé allir
reynt að gefa mönnum einhverja hugmynd um
himnaríki með því að líkja því við það, sem
þeir þektu tilkomumest hér í heimi.
En það eru fleiri en helgiritahöfundarnir
sem hafa séð og athugað þetta dýrlega tilveru-
stig. Og þeir hafa sumir hverir reynt að lýsa
því, jafnvel þótt þeim hafi auðvitað ekki tekizt
það betur. Meðal þeirra eru nokkrir af oss guð-
spekisnemendum. I sjöttu handbók vorri hefi
eg gert eina slíka tilraun. Vér Iíkjum nú ekki
dýrð og fegurð himnaríkis við gull og ger-
semar heldur miklu fremur við töfrafegurð vor-
loftssins um sólarlagsbil, því að sú fegurð
virðist oss himneskari en flest annað, sem séð
verður á þessu tilverustigi. En vér sem höfum
átt kost á að sjá og athuga þetta óumræðilega-
dýrðlega tilverustig, vitum best, að oss hefur
ekki tekizt betur að lýsa því en helgiritahöf-
undunum. Reir sem lesa lýsingar vorar á
himnaríki, munu ekki fá gert sér rétta hug-
mynd um það fyr en þeim gefst kostur á að
sjá það sjálfir.
Himnaríki er engin ímyndun eða draumur
heldur dýrlegur veruleiki. En til þess að geta