Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Blaðsíða 50
144
NÝJAR KVÓLDVÖKUR.
Ketil velgja konurnar,
kaffið svelgja forhertar,
ófriðhelgar alstaðar,
af því fjelga skuldirnar.
Vísan flaug á svipstundu uni sveitina og
þótti smellin. Ýmsum nágrannakonum Hans
sveið vísan og ein þeirra orti á móti:
Hans í Hvammi hefur vamma tungu;
áfram þrammar armgleiður
útá skamma-torfærur.
En það sagði Hans kunningjum sínum að sér
þætti verst, að í vísunni skyldi standa »út á«
en ekki »yfir skammatorfærur«.
Lengra nær frásögn Pálma ekki.
Löngu síðar, þegar Prúður Jónsdóttir í Mið-
húsum f Blönduhlíð heyrði vísuna kvað hún:
Bændur svína brúka sið:
belgja vínið sinn í kvið,
skynsemd týna og skemma frið
skæla trýnið út á hlið.
Jón Asgeirsson frá Pingeyrum, hestamaður-
inn góðkunni, gisti einu sinni í Valadal hjá
Pétri Pálmasyni föður Pálma kaupmanns á
Sauðárkrók, og þeirra bræðra. A leiðinni heim
að bænum kvað Jón þetta við samferðamenn
sfna.
Við skulum koma í Va'adal,
vænan hitta Pétur.
Mínum góða gjarðaval
gefur enginn betur.
Reið Jón svo heim, og bað Pétur bónda
að hlynna vel að reiðhesti sínum, og þá kvað
hann þetta:
Svo að sloti sultinum,
sárum þrotin trega,
reiðar Gota gullfögrum
geíðu notalega.
Einu sinni bað Jón mann nokkurn að út-
vega sér reiðhest »Hverja kosti á hann að
hafa?« spyr maðurinn. Jón svarar:
Stutt sé bak, en breitt að sjá,
brúnir svakalegar.
Augun vaki ærið smá;
eyrun hrakin til og frá.
Leggja nettur liðasver,
lag sé rétt á hófum :
harður, sléttur, kúftur hver,
kjóstu þetta handa mér.
Eitt sinn, sem oftar fór Jón af Blönduósi.
Hafði þó fengið vel í staupinu, og sté á bak
hjá Sæmundsens búðinni, sló 'í klárinn og
kvað við ranst:
Héðan glaður held eg frá
húsum Mammons vina,
skuldafrí eg skelli á
skeið um veröldina.
í annað skifti var það, að Jón datt af baki
og hruflaði sig á nefinu. Mætti hann þá Jóni
Porvaldssyni á Geirastöðum, skáldmæltum
manni, hispurslausum í orðum og athöfnum.
Pegar Jón Porvaldsson sá nafna sinn þannig
útleikinn kvað hanti:
Núna hrasað hefur sá,
hér um fjas þó lini.
Nú er Iasið nefið á
nafna, glasavini.
Hinn svaraði þegar:
A skáldafundum framhleypinn
fær sér stundum »pínu«
Prátt hjá sprundum þaulsætinn,
Porvalds kundur nafni minn.
Jón á Geirastöðum var drykkfeldur, en
kunni þó að stilla til hófs í því efni. Einu
sinni keypti hann í sláttarbyrjun vín á tveggja
potta tunnu. Notaði hann það í kaffið sitt á
morgnana meðan það entist, og gaf kaupamanni
með sér. Þegar þrotið var úr tunnunni kvað
hann
Slær til heljar unaðseld
angurs éljastrengur,
öls er beljan orðin geld,
ei kann selja lengur.
A efri árum sínum kvað Jón svo:
Ellin skorðar líf og lið,
legst að borði röstin.
Eg er orðin aftan við
ungdóms sporðaköstin.
(Meira.)