Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 5
GUÐINN, SEM DEYR 147 -— Þér er kalt, Guðmann minn. — 0, jæja. — Hann lagðist niður aft- ur og andvarpaði þolinmóðlega eins og maður, sem hefir lært að láta sér örlögin lynda og taka því sem að höndum ber. — Hann verður ári kaldur á heiðinni á morgun, er eg hræddur um, ef hann held- ur áfram að vera á norðan. 0, já, Þorlákur minn. — Eg held svo sem eg þekki hann.... í svona eitthvað um þúsund ár höfum við nú verið að berj- ast við hann — þann hvita — þarna norð- an úr höfunum. Við ættum nú að vera farnir að þekkja hann. — Æi, húsbóndi minn, sagði Eggert í hálfum hljóðum og ók sér. — Ekki vænti eg, þú eigi svolítinn pinna — bara svona ofboðlítið til að ylja sér á? — Heyrðu Eggert minn, viltu ekki fara heim á bæinn, vekja upp og biðja kven- fólkið um að leggja á þig heita bakstra — það gerir það ugglaust, ef þú skilar kveðju frá mér! Eggert hló við, en hláturinn var líkast- ur hiyglu, og hann skalf svo að tennurn- ar glömruðu. — Bara svolítinn dreytil, húsbóndi minn! — Vitleysa, drengur minn! Farðu að sofa — þú fékst sopa áðan. — Æ, það er svo fjandi kalt, húsbóndi minn, maldaði Eggert í móinn með aum- kunarlegri rödd. — Jæja, látum okkur þá hafa það, sagði Þorlákur og tók til hnakktöskunn- ar, sem hann hafði undir höfðinu. Hann opnaði töskuna og sýndi félögum sínum þrjár þriggjapelaflöskur. — Það er rétt ein handa hverjum — og meira fáurn við ekki — ekki fyr en i sum- í kauptíðinni, sagði hann brosandi. — Ellinni höldum við í heiðri — súptu á fyrst Guðmann minn! Guðmann tók vi'ð flöskunni og saup á. Svipurinn í hinum raunalegu augum breyttist, augnaráðið varð hlýrra, en um leið eins og fjarlægt, það var því likast að hann horfði á eitthvað hugljúft — í fjarska. — Súptu nú á Eggert minn, drektu ær- legan sopa svo þér hlýni, sagði Þorlákur. Eggert drakk ósleitilega. — Æ-i-æ, sagði hann, lygndi aftur augunum af nautn og strauk sér með hendinni niður yfir brjóstið og magann, eins og hann væri að þreifa á verkunum sopans í inn- ýflunum, hélt svo flöskunni milli beggja handa, klappaði henni og rendi til hennar hýrum ástaraugum, svo fór hann að kyrja hið alkunna erindi, þar sem þorstlátt skáld vottar flöskunni ást sína: »ó, mín flaskan fríða« o. s. frv. Hann saup á aftur, þegar hann var bú- inn með versið. — Nei, nei, hættu nú drengur minn, hrópaði Þoi’lákur hlægjandi, — hafðu við hóf og láttu okkur hina fá svolítið bragð líka, áður en þú hellir öllu saman í þig. — Aðeins ósköp lítið blessað tár ennþá, húsbóndi minn — þetta er lífið úr brjóst- inu á mér! sagði Eggert niður í flösku- hálsinn. Flaskan tæmdist fljótt og hinir þrír ferðalangar gleymdu um stund kuldanum, erfiði ferðarinnar, þreytu og þunga dag- anna og andvökum næturinnar, gleymdu vorinu, sem ekki kom, og vetrarveðri, ó- færð og hættum, sem heiðin geymdi þeim til morgundagsins. Þorlákur tók tappann úr annari flösku. — Drektu Guðmann! sagði Þorlákur með einskonar hrifningu í málrómnum — drektu, karl minn, og láttu vínandann verma aldrað blóð! Eggert! Þú ert kvæða- maður, láttu okkur njóta þess, farðu að kveða! Guðmann gamli lét ekki dekstra sér. — 0, andvarpaði hann — það er alveg eins og vorið — eins og sólskin og sunn- 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.