Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 7
GUÐINN, SEM DEYR 149 i 'vínsvímuna og þreytuna af höndum sér. Eftir litla þögn hélt hann áfram með nokkuð óstyrkri og titrandi, en þó skýrri rödd: — Ef til vill er enginn til, sem skilur þetta, eg ekki heldur. Þú þekkir fjallið þarna úti á nesinu, þar sem eg bý, það næstum því hangir yfir bænum, og báðum megin við túnið skýtur það öxlunum fram og lokar fyrir alt út- sýni, nema til sjávar. Þar úti sjáum við <ekki mikið af heiminum, og veturnir eru langir og dimmir, við sitjum full af eftir- 'væntingu — eftir hverju? Jú, vorinu! Við bíðum og væntum og hlustum á meðan 'vetrarstormarnir gnauða á þekjunni. En þegar maður kemur upp á fjallið — þar •er víðsýnt —. Þú veizt, að í björtu veðri getur maður séð þaðan langt, langt út yf- ir hafið. Eg hefi staðið þar uppi og horft á hafísinn koma til landsins. Eg hefi séð fjöll á siglingu og stórar, samanskrúfað- • ar, hrufóttar ísbreiður með grænleita bliku í köntum og sprungum. Mér var ljóst að hann var á leið til okk- ar með dauðadóm yfir vorblíðunni, með sjálfan helkuldann alla leið norðan frá heimsskauti. Og þó var eg að litast um eftir gjöfum hans. Því að Guð er góður, og stundum sendir hann okkur, sem bú- um á annesjum Norðurlands, gjafir með ísnum — hvalreka og rekavið — heila trjástofna, en þrátt fyrir það hefi eg jafnan fundið helkuldann læðast gegnum merg og bein, það var eins og hjartað hélaði í brjóstinu á mér, því að nú kom vorið ekki. Og stundum þegar ísinn var búinn að liggja lengi, og það var einstöku dagur, sem veðrið var bjart, þá fór eg upp á fjall og starði út yfir hina enda- lausu, hvítu breiðu, þangað til eg fékk glýju fyrir augun, í von um að mér mundi auðnast að sjá, þó ekki væri nema ósköp litla vök einhverstaðar, svolítinn depil hláan, auðan sjó. En hafísinn andar. Hrímþokan er andi hans. Og á meðan eg stóð og starði, gaus hún inn yfir landið, lokaði allri útsýn, og hrímið stakk í brjóstið eins og nálar. Það gekk beint til hjartans og blóðið fanst mér frjósa. Vorið inni í brjósti mér dó. Hvert einasta ísár drap eitthvað af því... o.... Eg hefi verið að hugsa.... Hvað hefi eg getað hugsað? En hver veit nema þetta land hafi ver- ið numið í trássi við Guð. Hver veit, hvað Guð getur hafa hugsað sér að gera með það? Ef til vill ætlaði hann það ekki mönnunum, þeir gátu látið það vera — liggja eins og það lá ósnortið frá alda öðli og eilífðardögum: Land náttúrunnar — Guðs land — þar sem sól og vor áttu að heyja eilífðar stríð við ís og vetur og sigra eða bíða ósigur — Guði einum kom það við. Hvaða erindi áttu þá mennirnir þangað — hversvegna áttu þeir að vera að troða sér inn á taflborð Drottins? Það hafði aldrei verið tilætlun Guðs, þetta land ætlaði hann sjálfum sér, en ekki öðr- um. Eg er nú bráðum gamall fauskur. En þegar eg núna á dögunum stóð þarna uppi á fjallsgnýpunni og starði eftir von- um, sem enginn gat eygt, fanst mér, að eg vera miklu eldri. Mér fanst alveg eins og eg hefði lifað í þúsund ár — verið til, vonað, biðið og harmað eitthvað, sem deyr — þetta sem altaf er að deyja inni í brjóstum okkar. Mér fanst eg sjálfur vera hinn harði víkingur, landnámsmaðurinn, sem bar stunu í brjósti, þegar hann í hafi sá fjall- ið Kaldbak, þar sem framtíðarheimili hans átti að byggjast. Er það ekki hjarta- stuna víkingsins í hendingunum, þegar hann kveður: »Köld eru kaup, ef hreppik Kaldbak, en létk akra« ? 'i

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.