Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 31
SÍMON DAL 173 dropum úr bikarnum, og runnu þeir nið- ur á hendina á mér. Eg fann einkennileg- an sviða. En konungurinn kallaði aftur: »Drekkið þér, sir!« Nú hikaði eg ekki lengur. Eg náði aftur valdi yfir sjálfum mér og hugsaði sem svo, að hvert sem hlutverk mitt kynni að vera í þessum ó- skiljanlega leik, þá skyldi eg leika það til ■enda. Eg hneigði mig fyrir konungi og hrópaði: »Guð varðveiti yðar hátign!« og bar bikarinn aftur upp að vörum mínum; um leið sá eg hertogaynj una hylja andlit- ið með höndunum og Perrencourt beygja sig enn lengra fram yfir borðið, og eg heyrði stutt, niðurbælt hljóð frá Darrell. Eg ætlaði að tæma bikarinn í einum teig. En þegar eg fékk vínið á tunguna, fann eg eins og sviða, og bragðið var ein- kennilega ramt. — Vínið var súrt, hugs- aði eg með mér, og um leið hugsaði eg Jónasi þegjandi þörfina fyrir að hafa keypt þennan óþverra. -— Nú varð eg að standa þarna og verða mér til skammar fyrir að hafa sent vini mínum þetta, og út yfir tók, að hann hafði boðið konung- inum það! — Snögglega, þegar eg hafði rent fyrsta gúlsopanum niður, sá eg Per- rencourt fleygja sér fram yfir borðið. Eg sá hann eins og í þoku, því að það var engu líkara en að eg væri að missa sjón- ina. Alt fór að hringsnúast í kringum mig og fyrir eyrum mínuni var niður eins og frá brimi við klettaströnd. Eg heyrði konu hljóða, og hönd, snör eins og elding, skauzt út úr þokunni; eg fékk skarpt högg á úlfliðinn, bikarinn féll á gólfið og fór í þúsund mola, en vínið flóði fyrir fótum mínum. Eg stóð hreyfingarlaus og sá andlit M. de Perrencourts beint á móti niér, það var ekki lengur rólegt, en ná- fölt og með djúpum dráttum. Þetta var það síðasta sem eg sá, því alt hvarf í myrkri. Eg greip með hendinni um ennið og reikaði; heyrði glamur af sverði, sem féll á gólfið. Eg gat ekki staðið, en féll og fann að eg féll í útbreiddan faðm ein- hvers. Orðin: »Símon! Símon!« heyrði eg sögð með grátraust í eyra mér.... Og enn- þá eitt heyrði eg, áður en eg misti með- vitundina alveg, það var rödd, hávær, stolt rödd þess, sem talar til þess að láta hlýða sér. Hún hringdi í eyrum mínum eftir að alt annað var mér horfið, og eg vissi líka hver átti hana, það var M. de Perrencourt, sem ávarpaði sjálfan Eng- landskonung: »Bróðir!« hrópaði hann, »eins og Guð er uppi yfir okkur, þá er þessi maður saklaus, og blóð hans kemur yfir höfuð okkar, ef hann missir lífið«. Eg heyrði ekkert meira. Myrkur og þögn inniluktu mig og alt var horfið. (Framh.). Útþrá. Nú er nótt. Ein jeg vaki, ein jeg vaki yfir hverju andartaki barnanna, sem blupda rótt. Alt er hljótt. Himnesk ró, og helgur friður. heyrist þíður lækjarniður. Þrungin magni þögul nótt. Kyrt og blítt kveður ljettur klukkna hljómur. kynleg hulda, töfraómur; verður mjer um hjartað hlýtt. Djúp er þrá. Dulinn máttur dýrðarheima dregur andann langt í geima. — Fjarlægð gerir fjöllin blá. Hugrwn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.