Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 40
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR gestirnir, og hai'ði alla sett hljóða við orð djáknans. Þegar djákni kom út á hlaðið, fann hann prest þar. Prestur sneri sér að hon- um allreiður og átaldi hann harðlega. Kvað hann nú ekki annað liggja fyrir þeim en missir æru og embættis og Brim- arhólms-járn. »Eg kemst frá þessu öllu, prestur minn, þó eg talaði dálítið af mér«, sagði djákn- inn — »en þú lendir á Brimarhólmi nema eg hjálpi þér; eg hefi í raun og veru ætl- að þér það, síðan þú reifst af mér húðina — og síðan hefir þú altaf séð svo um, að þú bærir meira úr býtum en eg, þegar við höfum aflað einhvers. — En af því að altaf hefir verið vel með okkur, þá get eg nú ekki fengið af mér að reyna ekki að hjálpa þér, ef þú vilt fara að mínum ráð- um. Þú skalt nú fyrst fá mér svo sem eins og hundrað dali — eg veit þú átt þá og meira til — og eg skal svo bjarga okkur báðum úr klípunni — biskupinn lætur sér aldrei nægja með minna en hundrað dali«. Prestur sá, að hann átti ekki annars úrkosta, en að ganga að þessu, fær hann djáknanum féð og biður hann að flýta sér að ná fundi biskups og bæta úr glópsku sinni. Djákni segir, að prestur skuli fara inn með sér og láta ekki á neinu bera; er prestur fyrst tregur til en lætur þó til leiðast. Fara þeir inn aftur og er biskup orðinn all óþolinmóður. »Hvað varstu að tala um stolinn uxa, djákni?« mælti hann, »þú verður að skýra frá málavöxtum!« »Ekkert er hægara, herra biskup«,, svaraði djákni. »Við síra Jón minn og eg stálum uxa frá herramanninum einu- sinni, þegar við vorum á leið frá kirkju. Við slátruðum honum og skiftum á milli okkar, og það gekk alt saman vel, þangað til við komum að húðinni — þá stakk eg upp á, að við skyldum togast á um hana, því eg bjóst við, að eg væri sterkari en síra Jón minn; en það fór nú öðruvísi; blessaður presturinn reif af mér húðina og eg datt beint á dausinn, já, og eg meiddi mig — en þá fauk í mig við bless- aðan prestinn minn«. »Hvernig fór svo?« Biskupinn vai* heldur farinn að byrstast. »Já, svo, herra biskup, já — svo vaknaði eg!« svaraði djákninn. »Þetta var þá aðeins draumur?« spurði biskupinn og andaði léttara. Presturinn hló dátt, en djákninn svaraði auðmjúkr lega: »Auðvitað, herra biskup. — Hvað hefði það svo sem átt að vera annað?« Nú varð hlátur mikill við borðið; og biskupinn brosti náðarsamlega til djáknr ans og mælti til safnaðarins: »Kæru, kristnu bræður og systur, lifið í eindrægni eins og þessir kennifeður yð- ar — takið þá yður til fyrirmyndar í öllu!« -----Prestur og djákni lifðu lengi eftr ’ ir þetta í bezta gengi og voru mikils- metnir og öðrum til fyrirmyndar til. æfi- loka.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.