Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 41
BÓKMENTIR
183
Bókmentir.
Æfisaga Snæbjarnar í Her-
gilsey. Síðara hefti. Bóka-
verzlun Þorst. M. Jónssonar.
Akureyri. 1930.
Fyrir nokkru kom út fyrra hefti þess-
arar bókar og var þá að góðu getið, eins
og bókin á skilið. — Síðara heftið stend-
ur ekki að baki því fyrra, en er að sumu
leyti eftirtektaverðara. — Það er, finst
xnér, eins og lesandinn hafi höfundinn
sjálfan að sumu leyti skýrar fyrir sér,
eftir því sem lengra líður á æfi hans. Er
það einkum á tvennan hátt að lyndis-
einkunnir hans koma glögglega fram. Það
er þegar hann segir frá hinum ytri við-
burðum, sem hann hefir tekið beinan þátt
í sjálfur, t. d. Englandsferðinni — þar
hefir leasndinn hann — eða mikið af því
verðmætasta í honum: skapið, festuna,
áræðið, sem alt sver sig í ættina við það,
sem við eigum bezt í íslenzkum lyndis-
einkunnum. — Þá kemur og draumspeki
Snæbjarnar skýrt fram í þessu hefti —
er það annar þáttur fornra, íslenzkra
lyndiseinkenna, draumspeki og dulræni.
•— Er þar sérstaklega eftirtektarverður
draumurinn og fyrirburðurinn klukkurn-
ar tvær (fyrir láti sonar höf.)
Hagorður er Snæbjörn í betra lagi og
birtast örfáar vísur eftir hann í þessu
hefti — hefðu vísurnar gjarnan mátt
vera fleiri og dreifðar um alla bókina,
lagðar inn við ýmsa viðburði, þar sem
þær áttu heima, hefði farið vel á því, að
vísur hefðu skýrt efnið líkt og í fornum
sögum. —
Það má með sanni segja, að saga Snæ-
bjarnar öll í heild gefi oss, fyrir utan all-
an þann alþýðlegan fróðleik, sem hún er
full af, ósvikna mynd af gömlum íslend-
ing, sem ekki hefir enn gleymt hinu
fræga karlmennskuboðorði fornra fræða:
>Glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana«.
Snæbjörn í Hergilsey hefir áreiðanlega
lifað eftir þessu boðorði — og mér liggur
við að halda eftir hinu líka:
»Vin sínum skall maðr vinr vesa —
þeim ok þess vin« o .s. frv.
— — Mynd höf. fylgir þessu hefti, en
hefðu átt að vera tvær. Hér er það tæp-
lega miðaldra maður, sem sýndur er, en
lesarinn hefði í raun og veru átt heimt-
ingu á að fá ekki einungis mynd af þeim
Snæbirni, sem fyrri partur sögunnar er
um, en líka — og öllu fremur —• af þeim
Snæbirni, sem söguna segir nú — kapp-
anum eins og hann er, þegar kveldið nálg-
ast. —
Sveinbjöm Egilson. Ferða-
minningar II. bindi, 1. hefti.
Útg. Þorst. M. Jónsson. Ak-
ureyri. 1930.
Síðasta ár var hér í ritinu skýrt nokk-
uð frá hinni merku bók, Ferðaminning-
ar, eftir Sveinbjörn Egilson. Voru þá.
komin 4 hefti, en af öllu mátti sjá, að
bókinni langt frá var lokið, enda var þess-
þá getið til, að framhalds mætti að öllum
líkindum vænta.
Þetta framhald er nú byrjað að koma
út; á þessu sumri sendi Þorst. M. Jónsson
út 1. hefti annars bindis. Það er óþarfi að
fjölyrða um það hefti, en þó má geta
þess, að það hefir öll hin sömu einkenni
og hefti þau, er á undan eru gengin. Það