Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 46
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR A: Getur þú ekki skift fyrir mig tíu króna seðli í tvo fimm króna seðla? B: Það get eg vel. A: Lánaðu mér þá annan þeirra. Nýgift kona við mann sinn: Heyrðu mig, elskan mín! Er nokkuð annað til i veröldinni, en ást? Hann: Nei, nei, elskan mín. Aðeins ást. — En eftir á að hyggja, hvaða miðdegis- mat fáum við í dag? A: Fyrirgefið, er spiritistafélagið hérna ? B: Já..... A: Gæti eg fengið að tala í fimm mín- útur við konuna mína, sem er dáin? B: Hvað viljið þér tala við hana? A: Eg vildi einungis fá að vita, hvað hún hefði gert við ermahnappana mina? Frú A: Þau eru fremur lítil tréin í garðinum yðar. Frú B': Já, en eg vona að þau verði orðin stór, þegar þér heimsækið mig næst. Lars Olsen kom inn í lyfjabúð og bað um flösku af morfíni handa tengdamóður sinni. Lyfjasveinninn: Morfín er eitur, en hafið þér lyfseðil? Lars Olsen: Nei, en eg hefi mynd af henni. Dómarinn: Þér hafið barið manninn yðar. Og nú viljið þér skila við hann, en hversvegna ? Hún: Eg get látið dómarann vita það, að eg kæri mig ekki um að eiga mann sem hefir glóðarauga. Þegar Elsa litla sá regnbogann í fyrsta skifti, sagði hún undrandi: Pabbi, hverskonar auglýsing er nú þetta ? Á dansleik. Hún: Það eru aðeins tveir hlutir, sem gera það að verkum, að þú getur ekki oi'ðið góður dansmaður. Hann: Hverjir eru þeir? Hún: Það eru fæturnir á þér? Kennarinn: Stíllinn, sem þú áttir að skrifa um herbergið þitt, er orðrétt skrif- aður, sem stíll bróður þíns. Nemandinn: En við höfum líka sama herbergið báðir. Hún: Heldurðu að þú haldir áfram að elska mig jafnmikið og þú gerir nú, þeg- ar við erum gift? Hann: Já, góða mín, eg elska ekkert eins mikið og giftar konur. A: Það er merkilegt, hvað þeir eru fljótir að byggja hús nú á dögum. B: Fyr meir voru þeir miklu fljótari að byggja. Róm bygðu þeir á einni nóttu. A: ? B: Já, þú veizt, að Róm er ekki bygð á einum degi. Prófessorinn: Það eru 20000 stjörnur á himriinum. Hefðarfrúin: Já, eg sé það. A: Eg rökræði aldrei við heimskingja. B: Nei, auðvitað, þér eruð þeim ein- lægt sammála.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.