Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 25
SÍMON DAL 167 nægjusvip — því hversu vitlaust, sem það var að trúa öðru eins, þá höfðu örlög- in nú hagað því svo, að tveir hlutar spá- 'dómsins voru komnir fram. Eg hafði elsk- ; að það, sem konungurinn elskaði, og enda ] þótt æska mín væri of heilbrigð til að iláta bugast, þá fann eg þó enn til sviða í sárinu, sem það hafði veitt mér. — Og eg vissi það, sem konungurinn leyndi — það •er að segja, sennilegt var nú, að hann Ihefði æði mörgu að leyna — en sú vitn- eskja, er eg hafði fengið, kostaði mig það, slö eg nú sat, þar sem eg var kominn, innilokaður og með vopnaðan fangavörð fyrir utan dyrnar. i huganum bað eg prestinn leyfis til að mega nú óska mér einhvers, sem minni metnaður væri í en : síðasti hluti spádómsins; eg mintist þess sem Quinton lávarður einu sinni hafði sagt við mig, að vínið í bikar konungsins væri görótt — og mig langaði ekkert til að drekka það. Satt að segja var mér alt annað en rótt innan rifja, þar sem eg ýmist lá eins og trédrumbur í rúminu, eða gekk fram og aftur í klefanum eins og villidýr í búri... Eg kærði mig ekki vitund um alt ráða- brugg Buckinghams. Mér var sama um afbrýðisemi Nelly, og mér kom ekkert við, hver yrði næsta ástmær konungsins — jafnvel þótt eg, eins og aðrir heiðarlegir menn á þeim dögum, hataði katólskuna, þá mundi eg hvorki hafa mist svefns né matarlyst, þótt konungurinn hefði orðið páfatrúar. — Ugnlingur hættir ekki að þarfnast miðdegisverðar fyrir það, þótt hann heyri að hásæti hrynji, og það þarf að vera eitthvað, sem er honum náskyld- ara, ef hann á að liggja andvaka á nótt- um af áhyggjum. -—- En eg skelfdist við að hugsa til þess, sem átti sér stað hér í sölum konungsins. — Þeir voru að selja heiðvirða og saklausa konu, voru að meta - hana og virða, áður en kaupin voru gerð. Eg hafði hugsað mér að koma í veg fyrir það, en eg var sjálfur ósjálfbjarga.... Kveldið kom og það varð dimt. Mig fór að lengja eftir kvöldmatnum, og hugsaði mér, að borða vel og drekka eitt eða tvö glös af víni; þetta varð til þess að eg mundi aftur eftir Jónasi, og eg blótaði honum í hljóði fyrir svikin, að hafa ekki látið sjá sig síðan um morguninn. Eg ein- setti mér að gefa honum duglega áminn- ingu og setja honum tvo kosti, annað- hvort að gæta skyldu sinnar eða fara næsta dag. En hann kom ekki. Eg lagði mig upp í rúmið og ætlaði að reyna að sofa frá öllu saman; en eg hafði naumast lokað augunum, þegar eg hrökk upp aft- ur við að heyra mannamál fyrir utan dyrnar. Það var einhver sem talaði við fangavörðinn: »Sjáðu, þarna er skipun konungsins. Opnaðu nú hurðina, karl, og flýttu þér!« heyrði eg sagt í fremur höst- ugum róm. — Hurðin flaug upp. Eg stökk fram á gólfið og hneigði mig, því frammi fyrir mér stóð Buckingham hertogi. Hann virti mig og herbergið fyrir sér og brosti. Það var einn stóll í herberginu og eg flýtti mér að bjóða honum hann. — Hann settist og fór að taka af sér hanzkana, sem voru lagðir með kniplingum. »Eruð þér maðurinn, sem eg þurfit að finna?« spurði hann. »Eg ímynda mér það, yðar hágöfgi«, svaraði eg. »Gott«, mælti her- toginn, »Monmouth hertogi hefir talað máli yðar við mig«. Eg hneigði mig í þakklætisskyni. »Þér eruð frjáls«, bætti hann við, og þér eigið að hafa yður á burt héðan úr kastalanum áður en tvær stundir eru liðnar«. Eg var ringlaður, en hann virtist alveg rólegur — »Þetta eru boð konungsins«, mælti hann eftir ofur- litla þögn. »En« hrópaði eg, »ef eg á að verða burtu úr kastalanum innan tveggja stunda, hvernig á eg þá að geta orðið við ósk yðar hágöfgi?« »Eg sagði að þetta væru boð konungsins«, mælti hann, »en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.