Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 11
SÍMON DAL 153 utan við bústað hertogaynjunnar nema þá í fylgd með henni einstaka sinnum, þegar hún heimsótti konunginn. — Hitt franska hirðfólkið, sem tók þátt í heim- sókninni, skemti sér eftir föngum úti við, skoðaði bæinn og nágrennið og hertoga- ynjan sjálf sást oft úti með Monmouth, sem stundum fór i smá skemtiferðir með gestunum um nágrennið. — Drotningin og hertogaynjan af York komu nú einnig frá Lundúnum og það varð ekki til þess að draga úr slíkum útiskemtunum. En M. de Perrencourt lét ekki leiðast í freistni. Hann setti aldrei fót sinn út fyrir veggi kastalans, og var sjaldan sýnilegur þar inni líka. i þrjá daga eftir að hann kom sá eg hann aldrei, en eftir það varð eg nokkuð oft á vegi hans og því meira sem eg sá af háttum hans, því meira undrandi varð eg. Það var ekki af neinni óframfærni eða vöntun á sjálfstrausti, að hann sást svo sjaldan. Hann var ekki á nokkurn hátt feiminn, þegar hann var með höfðingj- um, meira að segja í návist konungsins tók hann ekki fremur tillit til hans, en þótt hann hefði verið í návist einhvers þjónanna. Það var auðséð, að hann vildi hafa orð að segja með, þegar til stórmálanna kom. Þegar ráðstefnurnar voru haldnar og engir aðrir en þeir allra nánustu fengu að vera viðstaddir — meira að segja Monmouth varð að fara út, þá stóð M. de Perrencoui't hnakkakertur á bak við stól hertogaynjunnar, og beygði höfuðið lítils- háttar til þeirra, sem gengu aftur á bak út úr dyrunum með bukti og beygingum '— það var auðséð á öllu, að hann áleit ná- vist sína alveg sjálfsagða. Sumir sögðu (það var haft eftir Ar- hngton lávarði) að M. de Perrencourt Væri frændi og ráðamaður hinnar frönsku ^eyjar, Louise de Quérouaille, og þar sem konungurinn hefði sínar ástæður til að vilja þóknast henni, þá yrði hann að taka alveg sérstakt tillit til M. de Perren- court. Þetta var ekki ósennilegt. En eg hafði nú mínar hugsanir í sambandi við komu hans, alls hátternis og ekki sízt í sambandi við stjörnuna, sem prýddi brjóstið á M. Colbert. Eitt kveld var haldin ráðstefna inni' hjá konungi. Flest allir — þar á meðal Monmouth og Carford — urðu að fara út. Monmouth var við slík tækifæri venju- lega í slæmu skapi. Að vísu var hann vel ánægður með að þurfa ekki að þreyta sig á að hlusta á málefni, sem vörðuðu ríkið, en honum fanst hann vera lítilsvirtur og hafður að hornreku. Hann og fleiri fóru þá venjulega út að skemta sér eða til her- bergja sinna. Þannig var það einnig þetta kveld. Eg hafði sezt úti i horni í gangin- um og var í svo djúpum hugsunum, að eg tók ekkert eftir fyr en eg var orðinn al- einn. Ekkert heyrðist nema fótatak her- mannanna, sem stóðu á verði. Eg fór að hugsa um að eg yrði að fara að hreyfa mig áður en dyrum ganganna yrði lokað. — Og um leið datt mér í hug, að það væri einkennilegt að M. de Perrencourt væri sá einasti úr öllu fylgdarliðinu, sem hefði herbergi sín hér, þar sem aðeins nánustu ættingjar konungsins bjuggu — og að hann skyldi vera látinn búa í herbergj- um sem lágu mitt á milli herbergja York hertoga og hertogaynjunnar. Alt í einu heyrði eg fótatak í stiganum. Varðmaðurinn spurði um inngangsorð næturinnar, og eg þekti málróm Mon- mouths þegar svarað var. Þótt ljósið í ganginum væri fremur dauft, sá eg þó rétt á eftir hertogann og Carford nálg- ast. Þeir leiddust. Hertoginn hristi þó Carford af sér hlægjandi og sagði nokk- ur blótsyrði. »Nei, eg ætla ekki að standa á hleri«, hrópaði hann, »eftir hverju ætti eg líka að vera að hlusta? Haldið þér að 20

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.