Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 35
FRANS FRÁ ASSISI 177 þörf, því það var fyrst á Laterankirkju- þinginu 1215 að það ákvæði var sett að samþykki páfa væri skilyrði fyrir stofn- un nýrra regla innan kirkjunnar. Fyrir þann tíma liöfðu ýmsir áhugamenn og á- hangendur þeirra fengið lausleg leyfi til þess t. d. að prédika, þó leikmenn væru aðeins. En annars var eftir lögum kirkj- unnar, biskupum einum og prestum heim- ilt að prédika. Frans gat því vænst að fá það leyfi fyrir sig og bræðurna. Það sem þó sérstaklega dró Frans til Róm, var löngun hans að heimsækja grafir postulanna Péturs og Páls og sjá eftirmann þeirra. Postulai’nir voru fyrir- mynd Frans og áhugamál hans var að innleiða aftur í kristninni sama lífið og lifað var á postulatímabilinu og í hinum fyrstu kristnu söfnuðum, þar sem enginn átti neitt en allir allt. Sumarið 1210 lögðu þeir svo land und- ir fót og héldu til Rómaborgar. Gekk ferðin greitt. Þeir gistu í klaustrum og hjá bændum og var alstaðar vel tekið. Assisibiskup var staddur í Rómaborg þegar þeir komu þangað. Sneri Frans sér til hans til meðmæla og leiðbeiningar og kom biskup honum í kynni við einn af merkustu kardinálum þeirra tíma Jóhannes af Coelestin. Bauð kardinálinn Frans og bræðrunum að búa hjá sér og reyndist þeim vel í hvívetna. Kynnti hann sér vel trúarskoðanir þeirra og lifnaðar- háttu og hjálpaði síðan Frans til að fá áheyrn páfa. Páfi var þá Innocentius III., einn hinn merkasti maður, sem setið hefir á Péturs- stóli. Er af mörgum skoðað svo, að um hans daga hafi páfavaldið og efling og álit miðaldakirkjunnar náð hámarki sínu, sem aldrei fyr né síðar. En það er naum- ast rétt. Er það fremur persónuleg glæsi- menska og ýmiskonar tilþrif Innocentius- ai' sjálfs, sem kasta ljóma yfir það tíma- bil, frekar en að kirkjan sem stofnun hafi átt allsherjar ítök og völd yfir hugum þjóðhöfðingja og almennings. Sannleik- urinn var, að fá tímabil í sögu katólsku kirkjunnar sýna rneiri andúð gegn páfa- valdinu og kirkjunni, en einmitt fyrri hluti 13du aldar, að undantekinni siðbót- aröldinni eða stjórnarbyltingartímunum urn 1800. Og sennilega hefir engum páfa verið sýnd önnur eins smán, bæði af há- um og lágum, eins og Innocentiusi, hvað eftir annað. Á laugardaginn fyrir páska, árið 1203 var hann að koma frá Péturskirkj unni áleiðis til Lateranhallarinnar, klæddur fullum páfaskrúða. Þá réðist skríllinn á hann með aurkasti og svo mögnuðum skömmum, að þær verða ekki eftir hafðar. Árið 1188 afnarn lýðurinn kristna tímatalið og bjó til nýtt. Var það miðað við endurreisn rómverska ráðsins 1143. Hvað eftir annað var Innocentius hrak- inn frá Rómaborg og að síðustu var höll hans, sem fram að hans dögum hafði í marga ættliði verið eign forfeðra hans, gjörð að almenningseign. Frá byrjun maímánaðar til októberloka 1204 var páf- inn fangi í Lateranhöllinni meðan óvin- irnir ræntu og rupluðu borgina. í sjálfu páfaríkinu var vald Innocenti- usar lítið og alstaðar voru tilraunir til að rífa sig undan yfirráðum hans, og hinar ýmsu borgir skapraunuðu honum með því að kjósa bæði borgarstjóra og bæjarráðs- menn, sem voru páfanum opinberlega andstæðir og jafnvel villutrúarmenn að skoðun kirkjunnar. Bannfæring, þetta þrautameðal kirkjunnar, var algerlega áhrifalaust. Ein borgin, Narni, sem brot- ið hafði gegn boðum páfa, var t. d. 5 ár í banni og brá sér hvergi. Rán og grip- deildir og ófriður milli borga var dagleg- ur viðburður, án þess páfi réði við. Jafn- vel andlega stéttin var honum baldin og 23

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.