Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 18
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR gaf yður hana, væri svo mikill, að ekki gæti hjá því farið, að konungur Frakk- lands mundi gera eitthvað til endur- gjalds«. Hann horfði fast í augu mín, en leit svo undan. Eg er viss um að honum hefir fundist hann ekki geta lesið neitt af svip mínum, svo að bezt væri að láta mál- ið falla niður. Án þess að segja neitt frek- ara beygði hann höfuðið lítið eitt í kveðjuskyni og fór út. f sama vitfangi var Barbara við hliðina á mér. Andlit hennar Ijómaði af kátínu. »Ó, Símon, Símon!« hvíslaði hún ásak- andi. — »En eg elska yður, Símon — fyr- ir þetta«. Áður en eg vissi af, sá eg hana fljúga upp tröppurnar eins og tunglskins- geisla. Eftir þetta alt saman fanst mér að rúmið mundi vera bezti og öruggasti stað- urinn fyrir mig og leitaði því til herberg- is míns. Eg hafði of mikið í höfðinu, til þess að geta hugsað um hvert einstakt atriði, og hjartað barðist í brjósti mér af fleiri en einni tilfinningu. »Á morgun ætla eg að tala við M. de Perrencourt«, hugsaði eg með mér um leið og eg lagði höfuðið á koddann og sofnaði. — XIII. KAPITULI. Lciun forvitninnan'. Jónas Wall kom inn til mín næsta morgun talsvert fyr en hann var vanur. Samt var eg alklæddur, óþolinmóður eftir að geta tekið mér eitthvað fyrir hendur og reiðubúinn til að mæta því, sem að höndum bæri. — Eg hafði ekki séð Jónas löngum og löngum síðustu dagana, lét hann aðeins gera það sem nauðsynlegast var og flýtti mér eins og eg gat að losna við hann aftur, því hann var satt að segja ekkert skemtilegur. — Þennan morgun veitti eg honum óvenju mikla athygli, hann var eitthvað öðruvísi en hann átti að sér. Eg spurði hann vingjarnlega hvað hann vildi, en hann gaf því engan gaum, heldur kom beina leið til mín og hreytti úr sér: »Þessi kona, sem kom til yðar i Lundún- um einu sinni, þegar þér voruð úti, er hérna í Dover. — Hún biður yður að þegja yfir því, en koma til sín eins fljótt og þér getið. — Eg get fylgt yður«. Eg hrökk saman og starði á hann. Eg þóttist vera búinn að Ijúka við þann kapitula — en ætluðu nú forlögin að neyða mig til að byrja á honum aftur? — Það var líka undarlegt að Jónas Wíall skyldi vera sendiboði hennar. »Er hún hér í Dover? Til hvers?« spurði eg ósjálfrátt. »Til að syndga — eg efast ekkert um það«, svaraði Jónas. »Eg fer ekkert«. »Hún sagði, að það væri mál, sem áhrærði yður — og ef til vill ein- hvern annan«, mælti Jónas. Eg hugsaði mig um. Hirðfólkið mundi ekki koma á fætur fyr en eftir tvær klukkustundir. Eg hafði því nægan tíma til að fara og vera kominn aftur, áður en eg þyrfti að vera til taks hjá hertoganum — og menn hafa altaf einhverja undarlega þrá eftir að sjá aftur þá, sem þeir hafa unnað, jafnvel þótt ástin sé horfin og endurfundirnir verði oft fremur til hrygðar en ánægju. Tíu mínútum seinna klifraði eg niður klettinn, sem kastalinn stendur á, með Jónasi og hann fylgdi mér, án þess að hika eða efa sig nokkursstaðar, gegnum mjó stræti og stanzaði að síðustu frammi fyrir gömlu óásjálegu húsi. »Hérna býr hún«, sagði Jónas og benti á dyrnar og gretti sig allan um leið eins og hann hefði bragðað eitthvað ramt. Eg gat ekki verið í vafa um nærveru hennar, því eg heyrði hana syngja glaðlega inni í húsinu. Eg hafði hjartslátt og var helzt að hugsa unr að snúa við. En það var um seinan. Hún var búin að koma auga á okkur og kom nú hlaupandi og opnaði hurðina upp á gátt. Eg fylgdi bendingu hennar og kom

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.