Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 29
SÍMON DAT. 171 ist hann nefna M. de Fontelles. Colbert beygði höfuðið og Perrencourt gekk aft- ur að stólnum, krosslagði handleggina á brjóstinu og stóð þar með sama kæru- leysissvipnum og áður. Aftur leið dálítil stund, áður en konungur tók til máls. Rödd hans var róleg, en undir niðri var einhver titrandi þungi, eins og eftir ný- afstaðna mikla æsingu. Það vottaði fyrir brosi á vörum hans, en það var miklu fremur illgirnisbros en gleðibros. »Mr. Dal«, sagði hann, »maður sá, er stendur hjá yður, skemti mér einu sinni, þe gar eg hafði ekki annað að gera, með því að segja mér sögu um einhvern sér- kennilegan og merkilegan spádóm, sem á- hrærði yður. Hann sagðist hafa söguna frá vörum yðar sjálfs — og nafn mitt — eða að minsta kosti einhvers konungs — var þar nefnt í mjög nánu sambandi við yður. •— Þér skiljið, við hvað eg á?« Eg hneigði mig djúpt, og undraðist, hvað undir þessu mundi búa. -— Að vísu var það æði mikill barnaskapur af mér að hafa elskað mistress Gwyn, en naumast mundi þó vera hægt að kalla það drottin- svik. — En þá var næsta atriði spádóms- ins? Eg horfði á skjalið fyrir framan konunginn, en gat ekki lesið það, sem þar stóð; þá reyndi eg að lesa í svip M. de Perrencourts, en andlit hans var eins og lokuð bók. — »Ef eg man rétt«, hélt konungur áfram, eftir að hann hafði hlustað á eitthvað, sem systir hans hvísl- aði að honum, »þá var yður spáð, að þér ættuð að drekka úr bikar mínum. — Er ekki svo?« »Það er rétt, Sir«, svaraði eg, »þrátt fyrir að það, sem yðar Hátign nefnir hér, var endir og ekki byrjun spá- dómsins«. Snögglega glampaði glettnisbros á andliti konungs. En það hvarf undir- eins, og hann hélt áfram alvarlega: »Eg held mér nú aðallega við þetta. — Eg elska spádóma — og sérstaklega finst *nér það ánægjulegt að sjá þá rætast. — Þér sjáið bikarinn þarna —- þann sem er ekki alveg fullur. Þessi bikar var fyltur handa mér og hinn handa vini mínum, M. de Perrencourt. — Viljið þér nú ekki gera það fyrir mig að drekka úr bikarn- um — og láta spádóminn rætast!« Satt að segja fór mér að detta í hug, að konung-urinn hefði áður um kveldið drukkið úr öðrum bikurum og ekki leift eins miklu í þeim. En hann leit samt út fyrir að vera ódrukkinn, og allir við- staddir voru þögulir og þungbúnir á svip. En hvaða skrípaleikur var þetta — að láta vopnaða menn sækja mig og draga mig þarna inn eins og óbótamann til þess eins og' tæma einn vínbikar? — Eg hefði verið til með að tæma heila tylí't af frjáls- um vilja, ef mér hefði verið boðið það! »Yðar hátign óskar að eg tæmi þennan vínbikar?« spurði eg. »Ef þér viljið gera svo vel. Bikarinn var ætlaður mér«, svar- aði hann. »Það vil eg — af öllu hjarta!« hrópaði eg og bætti við um leið og mér datt í hug hvað mér bæri að segja: »Og eg þakka yðar hátign lotningarfylst fyrir þennan mikla heiður!« Það var eins og það færi ofurlítill titringur gegnum alla, sem sátu við borðið. Hertogaynjan rétti fram hendina, eins og hún ætlaði að grípa bikarinn, en konungur greip um hönd hennar og hélt henni. Perrencourt kipti stólnum frá borðinu, kom fram fyrir hann og stóð nú og beygði sig dálítið á- fram yfir borðið. Hann starði á mig. »Komið þér þá og takið hann!« sagði kon- ungur. Eg hneigði mig aftur djúpt og gekk að borðinu. Mér til undrunar sá eg, að Darrell einnig gekk fram við hlið mína og þegar eg staðnæmdist við borðið, stóð hann þar líka. Áður en eg hefði tíma til að hreyfa mig, gat hann rekið mig i gegn með sverðinu eða skotið kúlu gengum höfuðið á mér. Það leyndardómsfulla í öllu þessu fór að verka á taugar mínar, 22*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.