Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 32
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Friðrik J. Rafnar. Saga híns heilaga Frans frá Assisi. (Sniðin eftir bók Jóhannesar Jörgensens o. fl. ritumj. Þráin eftir að lifa í einrúœi og biðja Guð fjarri öllum mannabygðum, var altaf mjög rík í Frans. Hvar sem hann fór um ítalíu, er enn þá bent á smá jarðhús og hellira, þar sem hann ýmist hafði búið um stundarsakir, eða farið þangað til þess að biðjast fyrir, þegar hann dvaldi í nágrenninu. Var þetta að vísu ekki sér- kennilegt fyrir Frans, því margir af helgum mönnum kirkjunnar voru einsetu- menn, sem eyddu löngum tíma æfi sinn- ar langt frá öðrum mönnum, milli þess sem þeir unnu að útbreiðslu fagnaðarer- indisins. Sagan segir að í helli þessum við Pog- gio Bustone hafi Frans háð þunga bar- áttu. óttinn við eigin spillingu, og trúin á náð Guðs og kærleika, börðust um yfir- ráðin í sálu hans. Hann fann æ betur og betur til ábyrgðar þeirrar sem fylgdi því starfi, sem hann hafði valið sér og komu hvað eftir annað orð postulans í hug: »f engu gefum vér neitt ásteytingarefni, svo ekki verði þjónustan fyrir lasti« (II. Kor. 6, 3). Hann bað og bað, en lengi vel fanst honum eins og synd hans og sekt íþyngdi honum æ meir, og hann vera með öllu ó- fær um að vísa öðrum veg. »Guð, vertu mér syndugum líknsamur« var bænin, sem honum sífelt bjó í huga. Um tíma lá honum við að örmagnast undir byrði sektarmeðvitundarinnar. Dapur og kjark- laus starði hann ofan í hyldýpi örvænt- ingarinnar. Þá gjörðist það undur þarna í hellinum, sem oft gjörist þegar mannssálin hefir (Framh.)' með öllu gefið upp trúna á sjálfa sig, og á' ekkert annað til, en að grípa í trúna á Guð sem síðasta úrræði. Frans fann alt í einu. stórfelda breytingu í huga sínum, og fyr- ir sálareyrum hans hljómuðu orðin:. »Vertu hughraustur sonur, syndir þínar- eru fyrirgefnar«. Hann var í eigin augum orðinn réttlættur við Guð. Nú var hann fyrst orðinn fær um að taka til starfa. Áður hafði hann afneitað föður og móður, afsalað sér húsi og heim- ili, eignum og fjármunum. Nú fyrst var hann orðinn þess megnugur að afneita sjálfum sér. Hann var orðinn réttlættur við Guð fyrir trúna. Úr því hefst líf hans. sem heilags manns. V. Einusinni, að áliðnum degi, var drepið: á dyr á launklefa biskupsins í Assisi. Var þar Frans úti fyrir og bað um viðtal við biskupinn. Hafði biskup þessi jafnan reynst Frans föðurlegur vinur og kom Fi-ans oft til hans og sótti þangað ráð og traust, og stundum sennilega fjárstyrk og hjálp. Smátt og smátt var bræðrunum að fjölga, en þá uxu framfærsluörðugleik- arnir um leið. Nýlega höfðu 4 bræður bætst við og sjálfur kom Frans með þann fimmta úr för sinni um Rietidalinn. Vai' það ungur og glæsilegur riddari, Angelo Tancredi að nafni. Mætti Frans honum á götu í Rietiborg, stöðvaði hann og sagði: »Nú ert þú nógu lengi búinn að bera belti, sverð og spora. Nú er tími til kominn að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.