Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 187 Vær er syndugum sálum svefninn á breiðum álum: Engu er unnt að breyta, einkis framar að leita, stefnan er norður og niður, og naustið — fiskjarkviður. Jóh. Frímann. Inga litla. (Gustaf Fröding). »Þú munt hafa aflað eitthvað af skötu núna, Jón minn?« sagði Árni kjaptur eitt sinn við Jón skötu, þegar hann kom af sjó. »Nóg í kjaptinn á þér«, svaraði Jón. Hún: Það er víst ekki gott að treysta ykkur sjómönnum. Þið eigið unnustur í hverjum hafnarbæ. Hann: En ungfrú góð! Þetta eru óhæfi- legar ýkjur. Eins og stendur á eg enga unnustu, hvorki í Barcelona eða í Yoko- hama. Inga litla, syng- þú aftur sönginn fyrir mig, því sál mín er svo einmana á lífsins þyrnistig, — því sál mín er svo einmana í sorgum. — Inga litla, Inga litla á vondum æfi-veg mun vísan þín þó hugga mig svo góð og ástúðleg, er villist eg í veglausum borgum. Inga, þú skalt syngja og sitja hjá mér, því silfrið alt, og ríkið hálft þá skal jeg gefa þér, og gullið skíra, er geymir æfi-borgin. En — ríkið, sem eg gef þér er hálf mín hljóða sorg og- hjarta mitt er gullið eina í minni snauðu borg. Inga litla, ógnar þér sorgin? Jóhann Frhnann, þýddi Skrttlur. Leigjandinn: Eg hefi beðið yður að koma hingað upp, því það rignir stöðugt gegnum þakið. Og það hefir éinlægt gert það, síðan eg flutti hingað. Hve lengi haf- ið þér hugsað yður að þessu héldi áfram. Húseigandinn: Eg get ekki sagt neitt um það. Eg er ekki veðurspámaður. Prófessorinn: Þessi vasi er 2000 ára gamall. Stofustúlkan: Verið alveg óhræddur. Eg skal fara eins gætilega með hann eins og hann væri nýr. Læknirinn: Þér skuluð svo gefa mann- inum yðar á hverju kvöldi þrjár fullar teskeiðar af þessu rneðali. Konan: Þá verðum við að kaupa eina teskeið til, því að við eigum ekki nema tvær. A: Læknirinn minn hefir bannað mér að fara í rúmið, þegar eg er nýbúinn að borða. B: En hvað gerir þú, þegar þú hefir borðað mikinn og góðan miðdegisverð? A: Þá legg eg mig á legubekkinn og sef á honum. Stóri maðurihn við litla manninn: Eg get lyft 200 kg. með beinum armi. Litli maðurinn: Það er ekki mikið, eg get stöðvað heila járnbrautarlest með hægri hendinni. Stóri maðurinn: Hvernig ferðu að því ? Litli maðurínn: Eg er járnbrautar- stjóri.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.