Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 14
156 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nú rétt frammi fyrir henni og Monmouth, og það virtist líða langur tími, áður en hann talaði. Sannleikurinn var sá, að eg bjóst við að heyrá Monmouth bölva komu- manni, skipa honum burtu, og segja hon- um að vera ekki að skifta sér af því, sem honum tignari menn hefðu fyrir stafni. En ekkert slíkt orð kom af vörum Mon- mouts, nei, ekki eitt einasta orð — og M. de Perrencourt þagði. Carford laumaðist tröppu af tröppu niður, læddist yfir gólf- ið og stóð að lokum næstum því við oln- boga Frakkans. — En M. de Perrencourt þagði'stöðugt. Hægt og hægt, eins og eft- ir skipun, sem honum væri ógeðfelt að hlýða, losaði Monmouth tökin á Barböru, fór frá henni, hröklaðist aftur á bak, þangað til hann studdi bakinu við vegg- inn. Hendurnar héngu niður með síðun- um, og hann starði á manninn, sem hafði komið inn til að trufla hann, sem virtist hafa vald til að kúga vilja hans og hverja hreyfingu. — Þá loksins talaði M. de Per- rencourt og rödd hans var bjóðandi og alt annað en vingjarnleg: »Þakka yður fyrir hertogi«, mælti hann, »eg var viss um að þér munduð sjálfir uppgötva yfirsjón yð- ar — þetta er alt önnur stúlka en þér hélduð — þetta er mistress Quinton. Mig langar til að tala við hana. Viljið þér gera svo vel og láta okkur vera ein- sömul ?« Sjálfur konungurinn mundi ekki hafa talað í slíkum tón til sonar síns — og York hertogi mundi ekki einu sinni hafa þorað það. Sjálfsagt var þessi M. de Per- rencourt mikils metinn í sínu eigin landi, en eg bjóst nú samt við að sjá hinn ör- lynda hertoga stökkva fram og slá hann í andlitið. Meira að segja eg, sem hafði verið kominn á fremsta hlunn með að grípa fram fyrir hendurnar á honum sjálfur, fann sárt til þeirrar móðgunar, sem honum var sýnd -— hvernig hlutu þá ekki tilfinningar hans sjálfs að vera? Nokkur augnablik heyrði eg andardrátt hans, hraðan og erfiðan eins og hjá manni sem með valdi bælir óhemju-til- finningar niður hjá sér. Þegar hann svar- aði var röddin hás af ástríðu, sem hann varð að halda í taumi. »Hér, sir, og allstaðar annarstaðar, þurfið þér aðeins að tala til þess að yður sé hlýtt!« Hann beygði höfuðið eins og í auðmýkt, líkt og hann með þessari hreyf- ingu vildi breiða yfir að málrómurinn var ekki nægilega auðmjúkur. — M. de Per- rencourt sagði ekkert meira. Hann hneigði sig lítið eitt og beið auðsjáanlega eftir að skipun sinni væri hlýtt. Mon- mouth sneri sér einu sinni að Barböru, en augu hans leituðu til M. de Perrencourts. Carford kom tii hans og bauð honum arminn. Hertoginn lagði hönd sína á öxl vinar síns. Eitt augnablik stóðu þeir þannig kyrrir; svo hneigðu þeir sig báð- ir í einu mjög djúpt fyrir M. de Perren- court, sem svaraði kveðjunni með því að beygja höfuðið lítilsháttar. Þeir fóru út úr salnum. Um leið og þeir gengu fram hjá mér, sá eg að andlit hertogans var nábleikt af reiði og hann virtist eiga erf- itt með að ganga, svo Carford varð að styðja hann. Eg hélt niðri í mér andanum í fylgsni mínu. Þeir hurfu upp, og þau tvö sem stóðu niðri við vegginn voru ein eftir í salnum. Eg hafði um annað að hugsa nú, en að réttlæta mig fyrir að eg stóð á hleri. For- vitnin batt mig við fylgsni mitt eins og með járnhlekkjum. Alt það sem mér hafði fundist leyndardómsfult við þennan merkilega mann, alt frá því eg lenti í æf- intýri mínu í Canterbury og þar til nú, hringdi í heila mínum, og eg hlustaði eins nákvæmlega eins og eg gat. En, nei, M- de Perrencourt var gerður úr öðrum leir en hertoginn af Monmouth. Eg heyrði ekki nema óminn af orðum hans. Það voru engar upphrópanir eins og hjá her-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.