Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 33
FRANS FRÁ ASSISI 175 þú skiftir á beltinu og mittisreipi, sverð- inu og krossi Jesú Krists, sporunum og forinni á vegunum. Fylg mér og eg mun slá þig til riddara í her Jesú!« Angelo fylgdi honum þegar. Voru nú orðnir allmargir í flokknum, : sem ala þurfti önn fyrir. Fyrst hafði það gengið vel. Fólkið var þeim velviljað all- Jlest og lét þá sjaldan fara bónleiða eða svanga frá dyrum sínum. En svo fór það að þreytast á þeim og sérstaklega spiltu ættingjar þeirra fyrir þeim eins og þeir . gátu. Fór svo þegar fram liðu stundir að . gjafirnar urðu bæði færri og minni, og al- gengt var að núa þeim um nasir, að lítil ástæða væri til að gefa þeim og ala, sem áður hefðu átt allsnægtir, en kastað þeim út í veður og vind. Húsnæði það, sem þeir félagar áður höfðu notast við, var nú orðið altof lítið, svo þeir fluttu í gamlan skúr þar nálægt, sem klaustrið á San Salvatore átti. En skúr þessi var svo þröngur, að Frans varð að úthluta hverjum einstökum legu- rúmi og skrifa nafn hans fyrir ofan, og draga svo merkilínur báðumegin, sem sýndu hve mikið hver mátti breiða úr sér. Að öðrum kosti komust ekki allir fyrir. En samkomulagið var gott, svo allt bjarg- aðist. Guðsþjónustur sínar héldu þeir fyr- ir framan stóran trékross úti fyrir skúrn- um, en bænarsamkomur í hellirum skamt frá. Kallaði Frans þá fangelsin, sökum þrengsla. Öllum í nágrenninu var kunnugt um líðan og kjör þeirra bræðra og biskupinn í Assisi hafði frá byrjun fylgst með Frans og félögum hans með áhuga og samúð. Þegar Frans kom nú til hans, reyndi hann með hægð og lægni að koma honum til að byggja af því, sem biskup- inn skoðaði altof mikla vandlætingu við sjálfan sig og lengra gengið en kirkjunni kæmi til hugar að krefjast af nokkrum manni. Reyndi biskup að fá Frans til að samþykkja að eitthvað mættu þeir eiga, þó ekki væri meira en svo, að þeir væru trygðir gegn sulti, og sérstaklega var hann mjög óánægður með að þeir héldu áfram að lifa á tómu betli og ölmusugjöf- um annara. En Frans var með öllu ósveigjanlegur í þessum efnum. Honum var orðið það ljóst, eins og Tolstoj síðar, að með því að afsala sér fjármunum og eignum, er rutt úr vegi örðugasta þröskuldinum fyrir sönnu kristilegu lífi. Hann svaraði því biskupinum að því áformi hans yrði ekki breytt, hér í heimi vildi hann og félagar hans ekkert eiga. Lét biskup þá svo vera. Hinsvegar voru ölmusugjafir og betl enganveginn eina framfærsluvon þeirra félaga. Þeir gáfu sjálfir fátækum allt sem þeir gátu við sig losað, en unnu hvaða heiðarlega vinnu sem fyrir kom og þágu mat og fatnað fyrir, þar sem það gafst, en gengu fyrir hvers manns dyr og betl- uðu, þegar ekkert var til. Sést þetta ljós- lega á reglum þeim sem Frans setti. Hann vill, hvað eignir snertir, reyna að samlag- ast kenningum Jesú, að eiga sem minnst, en vinna fyrir daglegum þörfum með höndum sínum, og biðja svo aðra hjálpar þegar neyð og allsleysi er, lifa áhyggju- laus eins og fuglar himinsins og skoða sig yfirleitt sem gest og útlending hér á jörðu og forðast allt sem bindur við líf- ið. Segir hann svo í reglum þessum: »Enginn bróðir má taka við yfirmanns- stöðu á heimili og ekki vera gjaldkeri eða ritari, heldur vera öllum undirgefinn og allra þjónn. Þeir bræður sem lært hafa handverk, eiga að halda því við, ef það kemur ekki í bága við samvizku þeirra, því sá sem ekki vinnur, á heldur ekki mat skilið. Fyrir vinnu sína mega bræðurnir taka allt sem þeim er nauðsynlegt, en ekki peninga. Sé þess þörf verða þeir að betla. En þeir mega eiga nauðsynleg verkfæri

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.