Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 15
SÍMON DAL 157 Loganum — en þó sá eg að hann talaði um ástir við Barböru — af látbragði hans sást að játningar hans og bænir voru í raun og veru rolegar fyrirskipanir — og hann var ekki í vafa um að sér yrði hlýtt, og þó var hann kurteis í framkomu og mjúkur í málróm. Eg var alveg hamslaus yfir að geta ekkert heyrt, og varð að taka á allri þeirri stillingu, sem eg átti til, að rjúka ekki fram og berjast við þennan mann, sem eg hafði séð kúga hertogann, húsbónda minn. Að síðustu sagði hann nokkur orð með sérstakri áherzlu. »Nei, nei!« stundi Bar- bara — »eg bið yður að yfirgefa mig.... Nei!« M. de Perrencourt svaraði vin- gjarnlega og innilega: »Nei, segið heldur: Ekki enn!« Þau þögðu bæði nokkra stund. Alt í einu huldi hún andlitið í höndum •sér, en lét þær svo falla niður aftur, og horfðist í augu við hann. Hann hristi höfuðið og sagði: »Eg býð yður þá góða nótt — í nótt — fagra mey«. Hann tók hönd hennar og kysti hana, hneigði sig djúpt og hævesklega og gekk nokkur skref frá henni. Þá stanzaði hann og end- urtók: »— Þá góða nótt — í nótt«. Með þessum orðum sneri hann sér við og gekk að uppgöngunni, alveg eins rólega og á- kveðið og þegar hann kom inn. Á neðstu tröppunni sneri hann sér við og hneigði sig aftur fyrir henni. Hún svaraði nú kveðju hans með mjög djúpri beygingu. Þegar hann var horfin og hún stóð ein eftir og studdi sig við vegginn með hend- urnar fyrir andlitinu, heyrði eg orð henn- ar, sem hún sagði með þungum ekka: »Hvað á eg að gera? -— ó, hvað á eg að gera?« Eg kom nú fram úr fylgsni mínu, gekk yfir um til hennar með hattinn í hendinni og svaraði hinni sorgmæddu einstæðingsspurningu: »Þér eigið að treysta vinum yðar, mistress Barbara«, mælti eg mjúklega — »hvað annað getur ung stúlka eins og þér gert?« »Símon!« hrópaði hún með ákefð og mér virtist með gleði, því hún greip hönd mína — »Sí- mon, eruð þér hér?« »Já, og altaf reiðu- búinn til að þjóna yður«, sagði eg. »En hafið þér verið hér? — Hvaðan komuð þér?« »Nú, eg kom þvert yfir salinn — eg var á bak við stólinn þarna«, svaraði eg. »Eg er búinn að vera þar lengi. Hertog- inn sagði mér að bíða hérna í salnum, og hér beið eg, þrátt fyrir að hertoginn, sem hafði um annað að hugsa, gleymdi bæði þjóni sínum og fyrirskipun«. »Þá heyrð- uð þér alt?« hvíslaði hún. »Eg held að eg hafi heyrt alt sem hertoginn sagði — Carford sagði ekkert. Eg var rétt í þann veginn að trufla hertogann, þegar því starfi var létt af mér af öðrum, sem bet- ur gat framkvæmt það. — Eg hugsa að þér getið verið M. de Perrencourt þakk- lát«. »Heyrðuð þér þá ekki, hvað hann sagði?« »Aðeins síðustu orðin«, svaraði eg varlega. Hún horfði á mig um hríð og sagði svo með dálitlu einkennilegu brosi: »Á eg að vera M. de Perrencourt þakk- lát?« »Eg veit ekki um nokkurn mann, sem hefði getað haft slíkt vald yfir her- toganum, sem hann hafði — og auk þess virtist hann vera mjög kurteis gagnvart yður«. »Kurteis — já!« hrópaði hún, en virtist svo átta sig og sagði ekki meira. Hún var ennþá mjög taugaóstyrk, og rétt á eftir huldi hún andlitið í höndum sér, og eg heyrði, að hún var farin að gráta aft- ur. »Reynið þér nú að herða upp hug- ann«, sagði eg hughreystandi. »Að vísu er hertoginn mikill maður, en yður skal þó ekki standa nein hætta af honum. Hann faðir yðar bað mig að hafa vakandi auga á yður, ef þér þyrftuð einhverrar hjálpar við, og þó eg nú reyndar þarfnist ekki skipana frá honum í því efni, þá get eg notað það sem afsökun fyrir að eg er að trana mér fram vlð yður«. »Þér þurfið ekki að afsaka það, því eg er sannarlega glöð yfir að þér eruð hérna, Símon. — En

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.