Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 8
150 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Og Önundur gamli tréfótur vissi hvað hann söng. Víða hafði hann farið, og mörg lönd hafði hann séð, — ef til vill hafði hann líka komið til sóllandanna, þar sem sunnanblærinn leikur í vorgrænu laufi, þar sem eru skógar með hávöxnum trjám, svo stórum — já, miklu stærri en hinir stærstu rekaviðarstofnar, sem við höfum fundið í fjörunum hjá okkur, þai- sem laufið aldrei fölnar, en ávalt er iðja- grænt, þar sem blómin vaxa — undarleg, litskrúðug blóm með sætum ilm, á meðan frostið skreytir rúðurnar í baðstofunum okkar með hélurósum. Já, hugsast getur að hann meira að segja hafi komið til suðrænna landa, sem eg hefi lesið um, þar sem vínviðurinn grær í fjallshlíðunum. Ó-jæja, Þorlákur minn — þegar eg var ungur — yngri en þú ert nú, þá bjó eitt- hvað í brjósti mér, sem var í ætt við alt þetta, eitthvað sem vakti langanir og sár- ar þrár eftir að geta komist burtu — út til suðrænna sólarlanda, í ljósið, ylinn, vorsólina og gleðina. Þá stóð eg á fjalls- gnýpunni heima. Sunnanvindurinn kom og lék lausum hala. Sólin, þýðviðrið. Haf- ísinn var neyddur til að leggja á flótta norður í haf að heimsskautinu til heim- kynna sinna, því að nú komu sjálf sólar- löndin til okkar fljúgandi á vængjum vorsins. Sjórinn var aftur blár. Himininn blár — eða þakinn léttum skýjum vors- ins, það var gróska í votri moldinni, og jörðin var eins og hún væri nýsköpuð, og hún grænkaði, blómin uxu, fuglarnir fóru að kvaka. 0, vorið, þegar það loks- ins kom, þá var alveg eins og alt lifnaði við hið innra hjá mér, það greri og grænkaði alveg eins og jörðin, orti og söng og kvakaði eins og fuglarnir... o, vorið... en vorið og sumarið, hversu leið það ekki hugsunarleysislega hratt fyrir mér á þeim dögum. Alt erfiði var aðeins leikur, alt lífið eins og ein löng og björt vornótt — eins og Jónsmessunótt — það var vorið, sólin, gleðin — á yngri árum.- Og árin komu og liðu hvert af öðru- Vetur snjóuðu. ísinn — hafísinn kom upp aftur og aftur. Hafísinn, óvinur lífsins — og á meðan eg beið og beið eftir vori gránaði hárið. Æ-i-jæja, það er eitthvað,- sem smám saman deyr í okkur ár eftir ár.... Eg gerist nú gamlaður. Hver ætli muni nú eftir vísum, sem Guðmann gamli kvað vorinu til lofs og dýrðar á yngri árum ? Og ef einhver man þær og fer með þær ennþá, hver hugsar þá út í það, að hann raular um vor gamla Guðmanns — vorið, sem nú fyrir langa löngu er dautt? Já vorið — það er guðdómur vorsins,.. sem er að deyja í okkur. Hárið gránar, kinnarnar verða hrukkóttar, hendurnar skjálfa og fingurnir verða kræklóttir, augun köld og bleik af vetrum, ísum, hrímþoku, sem útilokar ljósið, svo að enginn geisli getur skinið inn og vermt sálina. Hversvegna héldu ekki forfeður vorir skipum sínum mót suðri, mót sólu, til hinna suðrænu landa, þar sem gleðin þrífst og vínið vex? En nú hafa blessaðir sólargeislarnir aftur skinið inn í sál Guðmanns gamla, og nú vermist hann af nýju vori, ylur sól- arinnar vermir nú' aldna limi. — Það er blessuð sólin hérna í flöskunni! Nú líður okkur dásamlega vel, Þorlák- ur minn. Sólin hefir vermt okkur, sunn- angolan — vorblærinn — andar á okk- ur. . og Guði sé lof fyrir það — Guð er góður...! En heima bíður það eftir okkur — bíð- ur á helköldu hjarninu, í hrímkaldri þok- unni og sultinum. Það eru afleiðingarnar af því, að for- feðurnir námu land það, er ætlað var ísnum og einverunni. Landið, þar sem sólin heyir baráttu við nóttina, vorið við ■ veturinn. . Guðs land.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.